Könnun sýnir sterkari ACD meirihluta Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Áfram yrðu sjö flokkar á Alþingi ef kosið væri aftur til Alþingis. Áfram myndu sjö flokkar eiga fulltrúa á Alþingi ef kosið væri í dag. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Niðurstöður myndu mjög lítið breytast frá kosningunum 29. október. Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram stærsti flokkurinn á Alþingi, fengi 31,8 prósent atkvæða. VG yrði næststærstur með 17 prósent atkvæða, Píratar yrðu þriðji stærsti flokkurinn með 13,1 prósent atkvæða. Framsóknarflokkurinn fengi 9,7 prósent atkvæða, Viðreisn 10,1 prósent atkvæða og Björt framtíð 10,8 prósent atkvæða. Munurinn á Bjartri framtíð, Viðreisn og Framsóknarflokki er innan skekkjumarka. Samfylkingin er áfram minnsti flokkurinn með 5,6 prósenta fylgi. Yrði þetta niðurstaða kosninganna myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá 23 þingmenn kjörna, VG 11, Píratar átta, Björt framtíð, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn sex menn hver og Samfylkingin myndi fá þrjá menn. Niðurstaðan bendir því til þess að áfram yrði erfitt að mynda starfhæfan meirihluta. Meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar myndi hafa 35 manna meirihluta að baki sér, en slík stjórn myndi hafa 32 þingmenn í dag. Fimm flokka stjórn Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar myndi hafa 34 menn að baki sér, yrði jafn sterk og ef hún væri mynduð í dag. Hringt var í 1.268 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 12.-14. desember. Svarhlutfallið var 62,4 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Alls tóku 73 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. 13,2 prósent sögðust ekki vilja svara spurningunni, 9,3 prósent sögðust ekki myndu kjósa eða að þeir myndu skila auðu og 4,6 prósent sögðust óákveðin í afstöðu sinni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Áfram myndu sjö flokkar eiga fulltrúa á Alþingi ef kosið væri í dag. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Niðurstöður myndu mjög lítið breytast frá kosningunum 29. október. Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram stærsti flokkurinn á Alþingi, fengi 31,8 prósent atkvæða. VG yrði næststærstur með 17 prósent atkvæða, Píratar yrðu þriðji stærsti flokkurinn með 13,1 prósent atkvæða. Framsóknarflokkurinn fengi 9,7 prósent atkvæða, Viðreisn 10,1 prósent atkvæða og Björt framtíð 10,8 prósent atkvæða. Munurinn á Bjartri framtíð, Viðreisn og Framsóknarflokki er innan skekkjumarka. Samfylkingin er áfram minnsti flokkurinn með 5,6 prósenta fylgi. Yrði þetta niðurstaða kosninganna myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá 23 þingmenn kjörna, VG 11, Píratar átta, Björt framtíð, Viðreisn og Framsóknarflokkurinn sex menn hver og Samfylkingin myndi fá þrjá menn. Niðurstaðan bendir því til þess að áfram yrði erfitt að mynda starfhæfan meirihluta. Meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar myndi hafa 35 manna meirihluta að baki sér, en slík stjórn myndi hafa 32 þingmenn í dag. Fimm flokka stjórn Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar myndi hafa 34 menn að baki sér, yrði jafn sterk og ef hún væri mynduð í dag. Hringt var í 1.268 manns þar til náðist í 791 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 12.-14. desember. Svarhlutfallið var 62,4 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Alls tóku 73 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. 13,2 prósent sögðust ekki vilja svara spurningunni, 9,3 prósent sögðust ekki myndu kjósa eða að þeir myndu skila auðu og 4,6 prósent sögðust óákveðin í afstöðu sinni.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira