Dauðinn skammt undan í síðustu sónötum Jónas Sen skrifar 13. desember 2016 09:45 Styrkleikabrigðin í leiknum voru gríðarlega mikil, allt frá ofurveikum, fölum litbrigðum yfir í magnaða hápunkta, segir á einum stað í dómnum. Mynd/Martin Beiling Tónlist Píanótónleikar Maria João Pires flutti verk eftir Beethoven og Schubert. Norðurljós í Hörpu Sunnudaginn 11. desember Heimsfrægur píanisti kom fram á tónleikum í Norðurljósum í Hörpu á sunnudaginn. Þetta var hin portúgalska Maria João Pires. Tvær sónötur voru á efnisskránni, sú síðasta eftir Beethoven og sú síðasta eftir Schubert. Byrjum á þeirri fyrrnefndu. Heyrn Beethovens byrjaði að dala fyrir þrítugt, og hann var orðinn heyrnarlaus þegar hann samdi mörg mögnuðustu verk sín, eins og t.d. níundu sinfóníuna. Eins og gefur að skilja var heyrnarleysið gríðarlegt áfall, og olli miklum innri átökum sem gegnsýrðu verk tónskáldsins. Venjulega er þessu skipt í þrjú tímabil. Hið fyrsta var áður en heyrnarleysið gerði vart við sig, og allt gekk eins og best varð á kosið í lífi Beethovens. Á öðru tímabilinu snerist tónsköpun hans um heyrnarleysið og örlögin, náttúruna, vilja Guðs, manninn og alheiminn. En í verkum þriðja tímabilsins er að finna uppgjör, nýja lífssýn og sátt, sem þó er stundum lituð dökkum litum. Þetta er svo áberandi í síðustu píanósónötunni í c-moll. Þar gengur mikið á, en niðurstaðan er ýmist friðsæl eða fagnandi, þrátt fyrir að sorgin sé aldrei langt undan. Pires spilaði fyrri kafla verksins af hamsleysi, en sá seinni var yndislega blátt áfram og eðlilegur. Styrkleikabrigðin í leiknum voru gríðarlega mikil, allt frá ofurveikum, fölum litbrigðum yfir í magnaða hápunkta. Síðari kaflinn hefst á söng sem síðan verður að tilbrigðum. Þau verða stöðugt glaðlegri, en svo nær friðurinn yfirhöndinni. Það er einhver eilífðarstemning sem maður hlýtur að tengja við þá staðreynd að Beethoven átti aðeins nokkur ár eftir ólifuð þegar hann samdi tónlistina. Pires útfærði þetta af kostgæfni. Hún féll aldrei í þá freistingu að teygja lopann, eins og stundum vill verða. Flæðið í túlkuninni var fullkomlega eðlilegt. Lokastefið, skreytt endalausum trillum, var svo upphafið og himneskt að það var einfaldlega dásamlegt. Síðasta sónatan í B-dúr eftir Schubert var líka yfirleitt falleg í meðförum Pires. Minni hennar var að vísu ekki óskeikult. Upphafsstefið var ekki alveg rétt og það munaði minnstu að Pires færi út af á einum stað í síðasta þættinum. Annar kaflinn vakti jafnframt ákveðnar efasemdir. Schubert átti bara tvo mánuði ólifaða þegar hann samdi sónötuna, og það finnst best í þessum kafla, sem er afar jarðarfararlegur. Um leið er hann eitt hið fegursta sem tónskáldið samdi. Hann byggist á tregafullum söng, sem er skreyttur síendurtekinni hendingu. Pires sleppti pedalanum, sem gerði hendinguna þurra og óþarflega áberandi. Þetta var ekki sannfærandi. Tónlistin virkaði of úthugsuð, hún fékk ekki að vera hún sjálf. Annað í sónötunni var hins vegar forkunnarfallegt. Fyrsti kaflinn var t.d. einstaklega draumkenndur og þar, rétt eins og í Beethoven voru styrkleikabrigðin ákaflega áhrifarík. Sömu sögu er að segja um þriðja og fjórða kaflann, sem voru glaðlegir, en þó þrungnir andstæðum, akkúrat eins og tónlistin átti að hljóma.Niðurstaða: Oftast sérlega mögnuð túlkun á Beethoven og Schubert. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. desember 2016. Tónlistargagnrýni Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Fleiri fréttir Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist Píanótónleikar Maria João Pires flutti verk eftir Beethoven og Schubert. Norðurljós í Hörpu Sunnudaginn 11. desember Heimsfrægur píanisti kom fram á tónleikum í Norðurljósum í Hörpu á sunnudaginn. Þetta var hin portúgalska Maria João Pires. Tvær sónötur voru á efnisskránni, sú síðasta eftir Beethoven og sú síðasta eftir Schubert. Byrjum á þeirri fyrrnefndu. Heyrn Beethovens byrjaði að dala fyrir þrítugt, og hann var orðinn heyrnarlaus þegar hann samdi mörg mögnuðustu verk sín, eins og t.d. níundu sinfóníuna. Eins og gefur að skilja var heyrnarleysið gríðarlegt áfall, og olli miklum innri átökum sem gegnsýrðu verk tónskáldsins. Venjulega er þessu skipt í þrjú tímabil. Hið fyrsta var áður en heyrnarleysið gerði vart við sig, og allt gekk eins og best varð á kosið í lífi Beethovens. Á öðru tímabilinu snerist tónsköpun hans um heyrnarleysið og örlögin, náttúruna, vilja Guðs, manninn og alheiminn. En í verkum þriðja tímabilsins er að finna uppgjör, nýja lífssýn og sátt, sem þó er stundum lituð dökkum litum. Þetta er svo áberandi í síðustu píanósónötunni í c-moll. Þar gengur mikið á, en niðurstaðan er ýmist friðsæl eða fagnandi, þrátt fyrir að sorgin sé aldrei langt undan. Pires spilaði fyrri kafla verksins af hamsleysi, en sá seinni var yndislega blátt áfram og eðlilegur. Styrkleikabrigðin í leiknum voru gríðarlega mikil, allt frá ofurveikum, fölum litbrigðum yfir í magnaða hápunkta. Síðari kaflinn hefst á söng sem síðan verður að tilbrigðum. Þau verða stöðugt glaðlegri, en svo nær friðurinn yfirhöndinni. Það er einhver eilífðarstemning sem maður hlýtur að tengja við þá staðreynd að Beethoven átti aðeins nokkur ár eftir ólifuð þegar hann samdi tónlistina. Pires útfærði þetta af kostgæfni. Hún féll aldrei í þá freistingu að teygja lopann, eins og stundum vill verða. Flæðið í túlkuninni var fullkomlega eðlilegt. Lokastefið, skreytt endalausum trillum, var svo upphafið og himneskt að það var einfaldlega dásamlegt. Síðasta sónatan í B-dúr eftir Schubert var líka yfirleitt falleg í meðförum Pires. Minni hennar var að vísu ekki óskeikult. Upphafsstefið var ekki alveg rétt og það munaði minnstu að Pires færi út af á einum stað í síðasta þættinum. Annar kaflinn vakti jafnframt ákveðnar efasemdir. Schubert átti bara tvo mánuði ólifaða þegar hann samdi sónötuna, og það finnst best í þessum kafla, sem er afar jarðarfararlegur. Um leið er hann eitt hið fegursta sem tónskáldið samdi. Hann byggist á tregafullum söng, sem er skreyttur síendurtekinni hendingu. Pires sleppti pedalanum, sem gerði hendinguna þurra og óþarflega áberandi. Þetta var ekki sannfærandi. Tónlistin virkaði of úthugsuð, hún fékk ekki að vera hún sjálf. Annað í sónötunni var hins vegar forkunnarfallegt. Fyrsti kaflinn var t.d. einstaklega draumkenndur og þar, rétt eins og í Beethoven voru styrkleikabrigðin ákaflega áhrifarík. Sömu sögu er að segja um þriðja og fjórða kaflann, sem voru glaðlegir, en þó þrungnir andstæðum, akkúrat eins og tónlistin átti að hljóma.Niðurstaða: Oftast sérlega mögnuð túlkun á Beethoven og Schubert. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. desember 2016.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Fleiri fréttir Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira