Hundruð starfsmanna í fataverksmiðjum sagt upp eftir mótmæli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. desember 2016 18:09 Starfsmenn verksmiðjanna mótmæla. Vísir/EPA Að minnsta kosti 1500 starfsmönnum hefur verið sagt upp í fataverksmiðjum í Bangladesh eftir að mótmæli þeirra höfðu orðið til þess að mörgum verksmiðjum var lokað í allt að viku. Guardian greinir frá.Fataverksmiðjurnar sem um ræðir sjá um að framleiða föt fyrir stærstu fatamerki veraldar eins og Gap, Zara og H&M en þúsundir starfsmanna gengu út úr verksmiðjunum sem allar eru staðsettar í Ashulia hverfinu í Daka, höfuðborg Bangladesh. Upprunalega mótmæltu starfsmenn því sem þóttu ólögmætar uppsagnir 121 starfsmanna slíkra verksmiðja en fljótt þróaðist tilgangur mótmælanna og starfsmennirnir fóru að krefjast þreföldun launa sinna en meðalmánaðarlaun starfsmanna í fataverksmiðjum Bangladesh eru um 7500 krónur. Efnahagur landsins á allt sitt undir í útflutning á slíkum fötum og því brugðust yfirvöld ókvæða við mótmælum starfsmannanna en lögreglan taldi þau ólögleg. Í dag ákváðu eigendur verksmiðjanna að grípa til uppsagna til þess að geta hafið starfsemi á ný.Á ekki efni á mat á laununumShawkat Ali var einn þeirra starfsmanna sem rekinn var. Hann hafði tekið þátt í mótmælunum og krafist hærra launa vegna þess að hann eyðir að hans sögn svo stórum hluta launa sinna í leigu í hverjum mánuði. „Ég get ekki keypt mat fyrir launin“ sagði Ali en rúmlega 250 manns höfðu verið reknir í verksmiðjunni sem hann hafði starfað í. Í Bangladesh starfa rúmlega 4500 slíkra fataverksmiðja sem þekktar eru fyrir láglaunastefnu sina og bágar aðstæður starfsmanna. Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira
Að minnsta kosti 1500 starfsmönnum hefur verið sagt upp í fataverksmiðjum í Bangladesh eftir að mótmæli þeirra höfðu orðið til þess að mörgum verksmiðjum var lokað í allt að viku. Guardian greinir frá.Fataverksmiðjurnar sem um ræðir sjá um að framleiða föt fyrir stærstu fatamerki veraldar eins og Gap, Zara og H&M en þúsundir starfsmanna gengu út úr verksmiðjunum sem allar eru staðsettar í Ashulia hverfinu í Daka, höfuðborg Bangladesh. Upprunalega mótmæltu starfsmenn því sem þóttu ólögmætar uppsagnir 121 starfsmanna slíkra verksmiðja en fljótt þróaðist tilgangur mótmælanna og starfsmennirnir fóru að krefjast þreföldun launa sinna en meðalmánaðarlaun starfsmanna í fataverksmiðjum Bangladesh eru um 7500 krónur. Efnahagur landsins á allt sitt undir í útflutning á slíkum fötum og því brugðust yfirvöld ókvæða við mótmælum starfsmannanna en lögreglan taldi þau ólögleg. Í dag ákváðu eigendur verksmiðjanna að grípa til uppsagna til þess að geta hafið starfsemi á ný.Á ekki efni á mat á laununumShawkat Ali var einn þeirra starfsmanna sem rekinn var. Hann hafði tekið þátt í mótmælunum og krafist hærra launa vegna þess að hann eyðir að hans sögn svo stórum hluta launa sinna í leigu í hverjum mánuði. „Ég get ekki keypt mat fyrir launin“ sagði Ali en rúmlega 250 manns höfðu verið reknir í verksmiðjunni sem hann hafði starfað í. Í Bangladesh starfa rúmlega 4500 slíkra fataverksmiðja sem þekktar eru fyrir láglaunastefnu sina og bágar aðstæður starfsmanna.
Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira