Svartir sauðir selja jólarjúpur á netinu Sveinn Arnarsson skrifar 24. desember 2016 07:00 Rjúpan er ómissandi á borðum fjölda landsmanna um jólin. Nordicphotos/Getty Þrátt fyrir sölubann á rjúpu ber enn á því að einstaklingar freistist til að selja rjúpur í aðdraganda jóla til þeirra sem ekki hafa náð að afla þeirra af sjálfsdáðum. Hafa viðmælendur Fréttablaðsins heyrt að gangverð á rjúpu sé allt frá tvö til fimm þúsund krónur á fugl. Formaður Skotvís segir þó að langflestir veiðimenn virði þær reglur sem hafa verið settar um sölubann á rjúpu. Að þessu sinni hefur einnig borið á því að salan hafi færst yfir á Facebook. Þegar hringt er í einstaklinga sem auglýsa rjúpur til sölu hafa fuglar bæði verið sannarlega til sölu en sumir bera það fyrir sig að um hrekk vina hafi verið að ræða.Dúi Landmark, formaður Skotvísvísir/valli„Tilfinning okkar í Skotvís er sú að sala á rjúpu undanfarin ár hafi verið blessunarlega mjög lítil,“ segir Dúi Landmark, formaður Skotvís, skotveiðifélags Íslands. „Eftir að sölubannið var sett á hefur salan ekki verið svipur hjá sjón sem er fagnaðarefni og við teljum að sölubannið hafi borið góðan árangur í að stemma stigu við þessu.“ Veiðidagar rjúpu á núliðnu rjúpnaveiðitímabili voru aðeins 12 talsins og voru veður válynd marga af þessum dögum. Því hafa margir veiðimenn fengið lítið á tímabilinu. Að sumra mati eru rjúpur og jól óaðskiljanleg og því miklu kostað til svo rjúpur geti verið á boðstólum um hátíðarnar. Fyrirkomulag veiðinnar í ár var harðlega gagnrýnt af Skotvís þar sem menn reyndu oft á tíðum að ganga til rjúpna við erfið skilyrði.Skjáskot af Facebook-færslu.„Við hvetjum veiðimenn auðvitað til að fylgja settum reglum. Sala á rjúpu er ekki í samræmi við það sem Skotvís hefur verið að vinna að. Hér er verið að selja villibráð sem sannarlega er bannað að höndla með,“ segir Dúi. „Að langmestu leyti er þetta úr sögunni eins og þetta tíðkaðist hér á árum áður þó einhver brögð séu að því að menn séu að selja í dag, en þeir eru mjög fáir og endurspegla alls ekki allan hóp þeirra veiðimanna sem fylgja settum reglum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Jólafréttir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Þrátt fyrir sölubann á rjúpu ber enn á því að einstaklingar freistist til að selja rjúpur í aðdraganda jóla til þeirra sem ekki hafa náð að afla þeirra af sjálfsdáðum. Hafa viðmælendur Fréttablaðsins heyrt að gangverð á rjúpu sé allt frá tvö til fimm þúsund krónur á fugl. Formaður Skotvís segir þó að langflestir veiðimenn virði þær reglur sem hafa verið settar um sölubann á rjúpu. Að þessu sinni hefur einnig borið á því að salan hafi færst yfir á Facebook. Þegar hringt er í einstaklinga sem auglýsa rjúpur til sölu hafa fuglar bæði verið sannarlega til sölu en sumir bera það fyrir sig að um hrekk vina hafi verið að ræða.Dúi Landmark, formaður Skotvísvísir/valli„Tilfinning okkar í Skotvís er sú að sala á rjúpu undanfarin ár hafi verið blessunarlega mjög lítil,“ segir Dúi Landmark, formaður Skotvís, skotveiðifélags Íslands. „Eftir að sölubannið var sett á hefur salan ekki verið svipur hjá sjón sem er fagnaðarefni og við teljum að sölubannið hafi borið góðan árangur í að stemma stigu við þessu.“ Veiðidagar rjúpu á núliðnu rjúpnaveiðitímabili voru aðeins 12 talsins og voru veður válynd marga af þessum dögum. Því hafa margir veiðimenn fengið lítið á tímabilinu. Að sumra mati eru rjúpur og jól óaðskiljanleg og því miklu kostað til svo rjúpur geti verið á boðstólum um hátíðarnar. Fyrirkomulag veiðinnar í ár var harðlega gagnrýnt af Skotvís þar sem menn reyndu oft á tíðum að ganga til rjúpna við erfið skilyrði.Skjáskot af Facebook-færslu.„Við hvetjum veiðimenn auðvitað til að fylgja settum reglum. Sala á rjúpu er ekki í samræmi við það sem Skotvís hefur verið að vinna að. Hér er verið að selja villibráð sem sannarlega er bannað að höndla með,“ segir Dúi. „Að langmestu leyti er þetta úr sögunni eins og þetta tíðkaðist hér á árum áður þó einhver brögð séu að því að menn séu að selja í dag, en þeir eru mjög fáir og endurspegla alls ekki allan hóp þeirra veiðimanna sem fylgja settum reglum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Jólafréttir Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira