Íslendingar sólgnir í skyndibita á aðventunni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. desember 2016 13:38 Töluvert er um að Íslendingar nýti sér næli sér í skyndibita í aðdraganda jólanna. Hér sést Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra, gæða sér á einum slíkum. Vísir/GVA Eflaust reyna margir Íslendingar að auðvelda sér sporin á aðventunni og jólaundirbúningnum. Jafnvel vilja einhverjir forðast skötuna og gera hlé á steikinni. Vísir sló á þráðinn til þriggja skyndibitastaða á höfuðborgarsvæðinu og forvitnaðist um hversu sólgnir landsmenn eru í skyndibita í desember. Svo virðist sem mikið sé að gera allan daginn alla daga í desember. Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino‘s segir að desember sé alltaf stór mánuður hjá fyrirtækinu en að Íslendingar séu sérstaklega sólgnir í pítsur á Þorláksmessu og nýársdag. „Desember er alveg ágætlega stór mánuður hjá okkur. Í annríkinu leitar fólk til þess að geta fundið eitthvað þægilegt og þurfa ekki að pæla í matnum. Desember hefur alltaf verið stór svo eru líka próf og prófalok og það er svo margt sem fylgir þessu, en jú Þorláksmessa er alveg stór dagur hjá okkur, það er alveg þannig,“ segir Anna Fríða í samtali við Vísi.Er fólk mikið að leita sér að einhverju öðru en skötu á Þorláksmessu semsagt? „Einmitt, vill eitthvað betra en skötu. Þorláksmessa er alltaf mjög stórt kvöld hjá okkur. Svo ég tali ekki um nýársdag. Þá er sprenging í heimsendingum og við finnum alveg fyrir því að um tvö-leytið þá er fólk að vakna til lífsins og vill fá pitsu strax. En það er bara æðislegt og við skiljum það mjög vel. Það er gaman að við getum létt fólki aðeins lífið yfir hátíðarnar. Fólk vill eflaust líka taka sér pásu frá jólasteikinni.“Mikið að gera í allt haust Barbara Kristín Kristjánsdóttir, gæðastjóri KFC á Íslandi, tekur í sama streng og segir að desember sé annasamur og fólk sólgið í kjúkling ofurstans. „Það er náttúrulega mjög mikið að gera. Ég held það sé ekki endilega bara Íslendingar, það eru náttúrulega miklu fleiri túristar akkúrat núna. Þannig að við erum að finna fyrir því að það er mikið að gera og það hefur verið í allt haust, það hefur ekki komið nein lægð eins og var kannski fyrir einhverjum árum síðan. Þannig að það er bara gaman, mikið að gerast,“ segir Barbara í samtali við Vísi. Hún segir þó að þau finni fyrir mun í aðdraganda jólanna. „Það sem er í rauninni breytingin á milli þessa daga og hinna daganna er að flæðið er jafnt og þétt yfir allan daginn. Það er lengdur opnunartími verslana og það er engin ákveðin törn. Það er ekki bara milli 12 og eitt heldur líka um miðjan dag þá er fólk alltaf að koma inn.“Sushi vinsælt á áramótunum Daria Rudkova, starfsmanna- og gæðastjóri Tokyo Sushi býst við miklum viðskiptum í kvöld, en sushi virðist vera vinsælt hjá landsmönnum á Þorláksmessukvöldi. „Það hefur verið hjá okkur síðustu fjögur ár að það hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur rétt fyrir jól. Eins og Þorláksmessa er í ár á föstudegi en eins og í fyrra og hitt í fyrra var þorláksmessukvöld eins og föstudagskvöld. Þannig að já, það er mikið a gera og fólk er að nýta sér að koma og fá sér sushi og fara heim.“Er líka mikil traffík milli jóla og nýárs? „Já það hefur líka verið að það sé meira að gera. Alltaf um áramótin er mikið að gera því það er vinsælast að fá sér sushi. En það er mikið að gera, en ekki eins mikið og fyrir jól.“ Jólafréttir Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira
Eflaust reyna margir Íslendingar að auðvelda sér sporin á aðventunni og jólaundirbúningnum. Jafnvel vilja einhverjir forðast skötuna og gera hlé á steikinni. Vísir sló á þráðinn til þriggja skyndibitastaða á höfuðborgarsvæðinu og forvitnaðist um hversu sólgnir landsmenn eru í skyndibita í desember. Svo virðist sem mikið sé að gera allan daginn alla daga í desember. Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Domino‘s segir að desember sé alltaf stór mánuður hjá fyrirtækinu en að Íslendingar séu sérstaklega sólgnir í pítsur á Þorláksmessu og nýársdag. „Desember er alveg ágætlega stór mánuður hjá okkur. Í annríkinu leitar fólk til þess að geta fundið eitthvað þægilegt og þurfa ekki að pæla í matnum. Desember hefur alltaf verið stór svo eru líka próf og prófalok og það er svo margt sem fylgir þessu, en jú Þorláksmessa er alveg stór dagur hjá okkur, það er alveg þannig,“ segir Anna Fríða í samtali við Vísi.Er fólk mikið að leita sér að einhverju öðru en skötu á Þorláksmessu semsagt? „Einmitt, vill eitthvað betra en skötu. Þorláksmessa er alltaf mjög stórt kvöld hjá okkur. Svo ég tali ekki um nýársdag. Þá er sprenging í heimsendingum og við finnum alveg fyrir því að um tvö-leytið þá er fólk að vakna til lífsins og vill fá pitsu strax. En það er bara æðislegt og við skiljum það mjög vel. Það er gaman að við getum létt fólki aðeins lífið yfir hátíðarnar. Fólk vill eflaust líka taka sér pásu frá jólasteikinni.“Mikið að gera í allt haust Barbara Kristín Kristjánsdóttir, gæðastjóri KFC á Íslandi, tekur í sama streng og segir að desember sé annasamur og fólk sólgið í kjúkling ofurstans. „Það er náttúrulega mjög mikið að gera. Ég held það sé ekki endilega bara Íslendingar, það eru náttúrulega miklu fleiri túristar akkúrat núna. Þannig að við erum að finna fyrir því að það er mikið að gera og það hefur verið í allt haust, það hefur ekki komið nein lægð eins og var kannski fyrir einhverjum árum síðan. Þannig að það er bara gaman, mikið að gerast,“ segir Barbara í samtali við Vísi. Hún segir þó að þau finni fyrir mun í aðdraganda jólanna. „Það sem er í rauninni breytingin á milli þessa daga og hinna daganna er að flæðið er jafnt og þétt yfir allan daginn. Það er lengdur opnunartími verslana og það er engin ákveðin törn. Það er ekki bara milli 12 og eitt heldur líka um miðjan dag þá er fólk alltaf að koma inn.“Sushi vinsælt á áramótunum Daria Rudkova, starfsmanna- og gæðastjóri Tokyo Sushi býst við miklum viðskiptum í kvöld, en sushi virðist vera vinsælt hjá landsmönnum á Þorláksmessukvöldi. „Það hefur verið hjá okkur síðustu fjögur ár að það hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur rétt fyrir jól. Eins og Þorláksmessa er í ár á föstudegi en eins og í fyrra og hitt í fyrra var þorláksmessukvöld eins og föstudagskvöld. Þannig að já, það er mikið a gera og fólk er að nýta sér að koma og fá sér sushi og fara heim.“Er líka mikil traffík milli jóla og nýárs? „Já það hefur líka verið að það sé meira að gera. Alltaf um áramótin er mikið að gera því það er vinsælast að fá sér sushi. En það er mikið að gera, en ekki eins mikið og fyrir jól.“
Jólafréttir Mest lesið Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Neytendur Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Viðskipti erlent Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Atvinnulíf Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Viðskipti innlent Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Neytendur Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Sjá meira