Smári segir Viðreisn og Bjarta framtíð vinna gegn breytingum Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2016 13:15 Smári McCarthy segir að flokkar sem boðuðu breytingar leggist gegn breytingum. Vísir Fráfarandi stjórnarflokkar ásamt Viðreisn og Bjartri framtíð standa saman að meirihlutaáliti um lífeyrissjóðsfrumvarpið sem kemur til atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Smári McCarthy, talsmaður Pírata í málinu, segir að þar með leggist flokkar sem boðuðu breytingar, gegn breytingum og segir málið unnið allt of hratt. Frumvarp fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna og fólks á almennum launamarkaði er eitt stærsta málið sem komið hefur til kasta Alþingis í langan tíma. Markmið frumvarpsins er augljóst og felst í nafni þess og felur í sér útgjöld fyrir ríkissjóð upp á 108,5 milljarða króna til uppgjörs skulda ríkissjóðs og sveitarfélaga við lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Fráfarandis stjórnarflokkar ásamt Viðreisn og Bjartri framtíð mynduðu meirihluta í efnhags- og viðskiptanefnd milli fyrstu og annarrar umræðu, sem hófst á Alþingi í gær. Flokkarnir vilja samþykkja frumvarp Bjarna Benediktssonar nánast óbreytt og taka því ekki tillit til gagnrýni samtaka opinberra starfsmanna sem telja réttindi sinna félaga ekki nægjanlega tryggð með frumvarpinu og að það gangi gegn samkomulagi sem gert var milli þeirra, ríkis og sveitarfélaga í september. Vinstri græn og Píratar leggja fram sitt hvort álitið og leggja til breytingar en leggjast almennt gegn frumvarpinu og ætla að greiða atkvæði gegn því. „Það er búið að færa mjög góð rök fyrir því að þessi lausn sé ófullnægjandi. Hún muni ekki duga til að laga það sem er að lífeyriskerfinu. Að auki gengur þetta gegn samkomulagi sem gert var milli starfsmanna hins opinbera og ríkisins,“ segir Smári.Heimatilbúið vandamál Sagt hafi verið að ef um 130 milljarðar króna verði ekki fluttir til fyrir áramót komi næsta ár út með miklum halla nema önnur leið verði fundin til að færa þessa fjármuni til. „Ég lít samt svo á að þetta sé heimatilbúið vandamál. Þetta er eitthvað sem alveg er hægt að finna aðrar leiðir til að leysa. Fyrir utan að það hefur komið fram, m.a. hjá þekktum hagfræðingum, að vandamálið í lífeyriskerfinu sé ekki og verði ekki skortur á peningum,“ segir Smári. Heldur þurfi að laga það sem í raun og veru sé að lífeyriskerfinu. Það vekur athygli að Viðreisn og Björt framtíð mynda meirihluta í málinu með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Smári segist ekki lesa neitt í það varðandi mögulega stjórnarmyndun. „Nema það að þarna hafa kannski tveir flokkar sem hafa talað fyrir breytingum í raun verið að vinna gegn breytingum. Alla vega ekki verið að vinna hlutina á þann hátt sem þeir boðuðu fyrir kosningar um að það yrði farið mjög vel og vandlega ofan í mál. Ef við ætlum að endurbyggja traust almennings til Alþingis verðum við að fara að vinna hlutina miklu betur. Miklu hægar og klára málin af skynsemi. Það er ekki það sem er að fara að gerast í dag,“ segir Smári McCarthy. Fulltrúi Samfylkingarinnar gerir í sínu áliti tvær breytingartillögur sem koma til móts við gagnrýni stéttarfélaganna en ekki liggur fyrir hvernig Samfylkingin ætlar að greiða atkvæði um málið náist þær breytingatillögur ekki í gegn. Alþingi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira
Fráfarandi stjórnarflokkar ásamt Viðreisn og Bjartri framtíð standa saman að meirihlutaáliti um lífeyrissjóðsfrumvarpið sem kemur til atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Smári McCarthy, talsmaður Pírata í málinu, segir að þar með leggist flokkar sem boðuðu breytingar, gegn breytingum og segir málið unnið allt of hratt. Frumvarp fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna og fólks á almennum launamarkaði er eitt stærsta málið sem komið hefur til kasta Alþingis í langan tíma. Markmið frumvarpsins er augljóst og felst í nafni þess og felur í sér útgjöld fyrir ríkissjóð upp á 108,5 milljarða króna til uppgjörs skulda ríkissjóðs og sveitarfélaga við lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Fráfarandis stjórnarflokkar ásamt Viðreisn og Bjartri framtíð mynduðu meirihluta í efnhags- og viðskiptanefnd milli fyrstu og annarrar umræðu, sem hófst á Alþingi í gær. Flokkarnir vilja samþykkja frumvarp Bjarna Benediktssonar nánast óbreytt og taka því ekki tillit til gagnrýni samtaka opinberra starfsmanna sem telja réttindi sinna félaga ekki nægjanlega tryggð með frumvarpinu og að það gangi gegn samkomulagi sem gert var milli þeirra, ríkis og sveitarfélaga í september. Vinstri græn og Píratar leggja fram sitt hvort álitið og leggja til breytingar en leggjast almennt gegn frumvarpinu og ætla að greiða atkvæði gegn því. „Það er búið að færa mjög góð rök fyrir því að þessi lausn sé ófullnægjandi. Hún muni ekki duga til að laga það sem er að lífeyriskerfinu. Að auki gengur þetta gegn samkomulagi sem gert var milli starfsmanna hins opinbera og ríkisins,“ segir Smári.Heimatilbúið vandamál Sagt hafi verið að ef um 130 milljarðar króna verði ekki fluttir til fyrir áramót komi næsta ár út með miklum halla nema önnur leið verði fundin til að færa þessa fjármuni til. „Ég lít samt svo á að þetta sé heimatilbúið vandamál. Þetta er eitthvað sem alveg er hægt að finna aðrar leiðir til að leysa. Fyrir utan að það hefur komið fram, m.a. hjá þekktum hagfræðingum, að vandamálið í lífeyriskerfinu sé ekki og verði ekki skortur á peningum,“ segir Smári. Heldur þurfi að laga það sem í raun og veru sé að lífeyriskerfinu. Það vekur athygli að Viðreisn og Björt framtíð mynda meirihluta í málinu með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Smári segist ekki lesa neitt í það varðandi mögulega stjórnarmyndun. „Nema það að þarna hafa kannski tveir flokkar sem hafa talað fyrir breytingum í raun verið að vinna gegn breytingum. Alla vega ekki verið að vinna hlutina á þann hátt sem þeir boðuðu fyrir kosningar um að það yrði farið mjög vel og vandlega ofan í mál. Ef við ætlum að endurbyggja traust almennings til Alþingis verðum við að fara að vinna hlutina miklu betur. Miklu hægar og klára málin af skynsemi. Það er ekki það sem er að fara að gerast í dag,“ segir Smári McCarthy. Fulltrúi Samfylkingarinnar gerir í sínu áliti tvær breytingartillögur sem koma til móts við gagnrýni stéttarfélaganna en ekki liggur fyrir hvernig Samfylkingin ætlar að greiða atkvæði um málið náist þær breytingatillögur ekki í gegn.
Alþingi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira