Segir Vestmannaeyjabæ ekki vera að vinna að neinu sem líkist Keiko-ævintýrinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2016 10:21 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Óskar P. Friðriksson Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttar Fréttablaðsins í dag um að fyrirtækið Merlin undirbúi nú af krafti komu þriggja mjaldra til Vestmannaeyja frá dýragarði í eigu fyrirtækisins í Sjanghæ. Í fréttinni kom fram að fyrirtækið vinni náið með WDC-dýraverndunarsamtökunum sem hafa lengi barist fyrir því að mjaldrarnir fái frelsi til að synda frjálsir um höfin á ný. Í tilkynningu frá bæjarstjóranum kemur fram að Vestmannaeyjabæ sé kunnugt um vilja „kunnugt um vilja WDC-dýraverndunarsamtakanna og Merlin til að vinna að velferð hvala og höfrunga. Þá er ljóst að sú mikla uppbygging sem átt hefur sér stað hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja (ÞSV) á seinustu árum auk sterkra innviða samfélagsins hér í Vestmannaeyjum kann að gera Vestmannaeyjabæ og ÞSV að mikilvægum samstarfsaðila fyrir alla þá aðila sem starfa á sviði velferðar sjávardýra og ferðaþjónustu.“ Síðan segir að bærinn muni því hvorki staðfesta né hrekja þá frétt að unnið sé með erlanda stórfyrirtækinu Merlin á sviði ferðaþjónustu og dýravelferðar, eins og það er orðað í tilkynningunni. Svo segir: „Hitt er þó með öllu ljóst að Vestmannaeyjabær vinnur ekki að neinu því verkefni sem líkist svo kölluðu Keikó ævintýri en það verkefni gekk fyrst og fremst út á að sleppa dýri lausu í náttúruna sem alla tíð hafði verið alið upp af mönnum.“ Tilkynninguna má sjá í heild sinni hér að neðan:Ferðaþjónusta í Vestmannaeyjum hefur vaxið mikið á síðustu árum og þá mest í tengslum við siglingar í Landeyjahöfn. Þessi vöxtur hefur hefur fjölgað störfum og bætt lífsgæði íbúa verulega. Stefna Vestmannaeyjabæjar er að halda áfram að efla þessa atvinnugrein og er þar meðal annars horft til samstarfs við sterkra aðila erlendis. Afar mikilvægt er að vel til takist enda er störfum í sjávarútvegi stöðugt að fækka og því aukin þörf á nýsköpun og þróun í sjávarbyggðum. Vestmannaeyjabæ er kunnugt um vilja WDC-dýraverndunarsamtakanna og Merlin til að vinna að velferð hvala og höfrunga. Þá er ljóst að sú mikla uppbygging sem átt hefur sér stað hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja (ÞSV) á seinustu árum auk sterkra innviða samfélagsins hér í Vestmannaeyjum kann að gera Vestmannaeyjabæ og ÞSV að mikilvægum samstarfsaðila fyrir alla þá aðila sem starfa á sviði velferðar sjávardýra og ferðaþjónustu. Vestmannaeyjabær mun að svo stöddu hvorki staðfesta né hrekja þá frétt að unnið sé með erlenda stórfyrirtækinu Merlin á sviði ferðaþjónustu og dýravelferðar. Hitt er þó með öllu ljóst að Vestmannaeyjabær vinnur ekki að neinu því verkefni sem líkist svo kölluðu Keikó ævintýri en það verkefni gekk fyrst og fremst út á að sleppa dýri lausu í náttúruna sem alla tíð hafði verið alið upp af mönnum. Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Stefnir í nýtt Keiko-ævintýri Hafinn er undirbúningur að komu þriggja mjaldra frá dýragarði í Sjanghæ til Vestmannaeyja. Breska fyrirtækið Merlin Entertainments, sem á dýrin og vill sleppa þeim út í náttúruna, fékk nýverið synjun frá Rússlandi um að sleppa þeim. 20. desember 2016 06:30 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttar Fréttablaðsins í dag um að fyrirtækið Merlin undirbúi nú af krafti komu þriggja mjaldra til Vestmannaeyja frá dýragarði í eigu fyrirtækisins í Sjanghæ. Í fréttinni kom fram að fyrirtækið vinni náið með WDC-dýraverndunarsamtökunum sem hafa lengi barist fyrir því að mjaldrarnir fái frelsi til að synda frjálsir um höfin á ný. Í tilkynningu frá bæjarstjóranum kemur fram að Vestmannaeyjabæ sé kunnugt um vilja „kunnugt um vilja WDC-dýraverndunarsamtakanna og Merlin til að vinna að velferð hvala og höfrunga. Þá er ljóst að sú mikla uppbygging sem átt hefur sér stað hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja (ÞSV) á seinustu árum auk sterkra innviða samfélagsins hér í Vestmannaeyjum kann að gera Vestmannaeyjabæ og ÞSV að mikilvægum samstarfsaðila fyrir alla þá aðila sem starfa á sviði velferðar sjávardýra og ferðaþjónustu.“ Síðan segir að bærinn muni því hvorki staðfesta né hrekja þá frétt að unnið sé með erlanda stórfyrirtækinu Merlin á sviði ferðaþjónustu og dýravelferðar, eins og það er orðað í tilkynningunni. Svo segir: „Hitt er þó með öllu ljóst að Vestmannaeyjabær vinnur ekki að neinu því verkefni sem líkist svo kölluðu Keikó ævintýri en það verkefni gekk fyrst og fremst út á að sleppa dýri lausu í náttúruna sem alla tíð hafði verið alið upp af mönnum.“ Tilkynninguna má sjá í heild sinni hér að neðan:Ferðaþjónusta í Vestmannaeyjum hefur vaxið mikið á síðustu árum og þá mest í tengslum við siglingar í Landeyjahöfn. Þessi vöxtur hefur hefur fjölgað störfum og bætt lífsgæði íbúa verulega. Stefna Vestmannaeyjabæjar er að halda áfram að efla þessa atvinnugrein og er þar meðal annars horft til samstarfs við sterkra aðila erlendis. Afar mikilvægt er að vel til takist enda er störfum í sjávarútvegi stöðugt að fækka og því aukin þörf á nýsköpun og þróun í sjávarbyggðum. Vestmannaeyjabæ er kunnugt um vilja WDC-dýraverndunarsamtakanna og Merlin til að vinna að velferð hvala og höfrunga. Þá er ljóst að sú mikla uppbygging sem átt hefur sér stað hjá Þekkingarsetri Vestmannaeyja (ÞSV) á seinustu árum auk sterkra innviða samfélagsins hér í Vestmannaeyjum kann að gera Vestmannaeyjabæ og ÞSV að mikilvægum samstarfsaðila fyrir alla þá aðila sem starfa á sviði velferðar sjávardýra og ferðaþjónustu. Vestmannaeyjabær mun að svo stöddu hvorki staðfesta né hrekja þá frétt að unnið sé með erlenda stórfyrirtækinu Merlin á sviði ferðaþjónustu og dýravelferðar. Hitt er þó með öllu ljóst að Vestmannaeyjabær vinnur ekki að neinu því verkefni sem líkist svo kölluðu Keikó ævintýri en það verkefni gekk fyrst og fremst út á að sleppa dýri lausu í náttúruna sem alla tíð hafði verið alið upp af mönnum.
Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Stefnir í nýtt Keiko-ævintýri Hafinn er undirbúningur að komu þriggja mjaldra frá dýragarði í Sjanghæ til Vestmannaeyja. Breska fyrirtækið Merlin Entertainments, sem á dýrin og vill sleppa þeim út í náttúruna, fékk nýverið synjun frá Rússlandi um að sleppa þeim. 20. desember 2016 06:30 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Stefnir í nýtt Keiko-ævintýri Hafinn er undirbúningur að komu þriggja mjaldra frá dýragarði í Sjanghæ til Vestmannaeyja. Breska fyrirtækið Merlin Entertainments, sem á dýrin og vill sleppa þeim út í náttúruna, fékk nýverið synjun frá Rússlandi um að sleppa þeim. 20. desember 2016 06:30