Bálköstur tilbúinn í 90 áramótabrennur um allt land Heimir Már Pétursson skrifar 30. desember 2016 18:40 Söfnun í sautján áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu er langt komin en fyrirhugað er að kveikja í um níutíu brennum á landinu annað kvöld. Íslendingar sem og mikill fjöldi ferðamanna mun fá nokkuð fyrir sinn snúð því skilyrði til útiveru verða með besta móti. Það eru margir fastir liðir á gamlársdag hjá mörgum Íslendingum og flestum finnst árið ekki liðið fyrr en búið er að mæta á áramótabrennu. Það spáir vel til brenna, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur um allt land. Af þeim sautján brennum sem verða á höfuðborgarsvæðinu annað kvöld verða tíu í Reykjavík og af þeim eru sex á vegum Reykjavíkurborgar sjálfrar. Jóhann L. Jóhannsson flokksstjóri hjá Reykjavíkurborg var mættur við annan mann að safnhaugnum á Ægissíðu í dag til að undirbúa brennuna þar.Það er byrjað að stafla hérna en heldur þú að þetta eigi ekki eftir að verða meira en hér fyrir aftan þig? „Jú ég ætla að vona að það komi eitthvað aðeins meira en þetta. Bæði í dag og svo fram eftir degi á morgun. Fólk getur komið með drasl hingað til að brenna en það er ekki alveg sama hvað það er? Nei, það verður að vera hreint timbur eða jólatré. Ekkert lakkað eða málað. Ekkert plast.“Ekkert með eiturefnum? „Nei,“ sagði Jóhann. Kveikt verður í öllum brennunum á höfuðborgarsvæðinu klukkan hálf níu annað kvöld nema í Skildinganesi og í Garðabær þar sem kveikt verður í klukkan níu og veðurfræðingar spá því að veðrið verði með besta móti um allt land og í Reykjavík verði það svipað og í dag þegar fólk notaði langþrátt vetrarblíðveðri til að skella sér á skauta. Eitt er víst að ferðamenn sem barist hafa hér um í skítaveðri undanfarna daga fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar landinn skýtur upp miklu magni flugelda, en margir koma saman til þess til að mynda á Landakotstúni eða við Hallgrímskirkju þar sem útsýni er gott til allra átta. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Söfnun í sautján áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu er langt komin en fyrirhugað er að kveikja í um níutíu brennum á landinu annað kvöld. Íslendingar sem og mikill fjöldi ferðamanna mun fá nokkuð fyrir sinn snúð því skilyrði til útiveru verða með besta móti. Það eru margir fastir liðir á gamlársdag hjá mörgum Íslendingum og flestum finnst árið ekki liðið fyrr en búið er að mæta á áramótabrennu. Það spáir vel til brenna, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur um allt land. Af þeim sautján brennum sem verða á höfuðborgarsvæðinu annað kvöld verða tíu í Reykjavík og af þeim eru sex á vegum Reykjavíkurborgar sjálfrar. Jóhann L. Jóhannsson flokksstjóri hjá Reykjavíkurborg var mættur við annan mann að safnhaugnum á Ægissíðu í dag til að undirbúa brennuna þar.Það er byrjað að stafla hérna en heldur þú að þetta eigi ekki eftir að verða meira en hér fyrir aftan þig? „Jú ég ætla að vona að það komi eitthvað aðeins meira en þetta. Bæði í dag og svo fram eftir degi á morgun. Fólk getur komið með drasl hingað til að brenna en það er ekki alveg sama hvað það er? Nei, það verður að vera hreint timbur eða jólatré. Ekkert lakkað eða málað. Ekkert plast.“Ekkert með eiturefnum? „Nei,“ sagði Jóhann. Kveikt verður í öllum brennunum á höfuðborgarsvæðinu klukkan hálf níu annað kvöld nema í Skildinganesi og í Garðabær þar sem kveikt verður í klukkan níu og veðurfræðingar spá því að veðrið verði með besta móti um allt land og í Reykjavík verði það svipað og í dag þegar fólk notaði langþrátt vetrarblíðveðri til að skella sér á skauta. Eitt er víst að ferðamenn sem barist hafa hér um í skítaveðri undanfarna daga fá eitthvað fyrir sinn snúð þegar landinn skýtur upp miklu magni flugelda, en margir koma saman til þess til að mynda á Landakotstúni eða við Hallgrímskirkju þar sem útsýni er gott til allra átta.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira