Hættir í kórnum frekar en að syngja við innsetningarathöfn Trumps nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 30. desember 2016 17:08 Chamberlin er viss um að flutningurinn muni hafa skaðleg áhrif á ímynd kórsins. Vísir/AFP Jan Chamberlin, meðlimur kórsins the Mormon Tabernacle Choir, hefur tekið þá ákvörðun að hætta í kórnum vegna ákvörðunar stjórnenda hans um að flytja tónlist við innsetningarathöfn Donalds Trump nú í janúar. Chamberlin deildi uppsagnarbréfi sínu á Facebook-síðu sinni í vikunni. Hún lýsir því í bréfinu að með því að syngja við þetta tilefni sé kórinn að „leggja blessun sína yfir einræði og fasisma“. Hún upplifði sig illa svikna þegar hún frétti af því að kórinn hefði samþykkt að taka þátt í athöfninni. „Frá því ákvörðunin var tilkynnt hef ég varið svefnlausum nóttum og dögum í sálarangist. Ég hef kynnt mér vel báðar hliðar málsins, beðið, talað við vini og fjölskyldu og leitað inn á við,“ segir Chamberlin meðal annars í stöðuuppfærslunni. Hún lýsir jafnframt yfir áhyggjum sínum af ímynd kórsins. „Hin dásamlega ímynd kórsins og samskiptanet hans mun hljóta mikinn skaða af og margt gott fólk í landinu og heiminum öllum upplifir sig illa svikið. Ég trúi því að héðan í frá muni boðskapur okkar ekki vera tekinn trúanlegur af þeim fjölda fólks sem hefur elskað okkur og dáð fyrir það sem við stóðum fyrir.“ Chamberlin segir að lokum að þótt ákvörðunin hafi verið erfið, þá sé samviska hennar hrein. Independent greinir frá því að teymi Trumps hafi gengið illa að ráða listamenn til þess að koma fram á innsetningarhátíð Trumps sem fer fram þann 20. janúar. Samkvæmt heimildarmönnum hefur starfsfólk úr herbúðum Trumps leitað á náðir ýmissa frægra listamanna án þess að hafa fengið jákvæð svör. Á meðal þessara listamanna eru Elton John, Andrea Bocelli, Ice T og Celine Dion. Hins vegar hafa talsmenn Trumps dregið úr þessum sögusögnum og segjast ekki vilja fá stórstjörnur til þess að flytja tónlist við athöfnina, slíkt þyki ekki við hæfi. Dansflokkurinn Radio City Rockettes er bókaður til þess að dansa við innsetningarathöfnina en nokkrir meðlimir flokksins hafa lýst yfir gremju sinni vegna þess. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Jan Chamberlin, meðlimur kórsins the Mormon Tabernacle Choir, hefur tekið þá ákvörðun að hætta í kórnum vegna ákvörðunar stjórnenda hans um að flytja tónlist við innsetningarathöfn Donalds Trump nú í janúar. Chamberlin deildi uppsagnarbréfi sínu á Facebook-síðu sinni í vikunni. Hún lýsir því í bréfinu að með því að syngja við þetta tilefni sé kórinn að „leggja blessun sína yfir einræði og fasisma“. Hún upplifði sig illa svikna þegar hún frétti af því að kórinn hefði samþykkt að taka þátt í athöfninni. „Frá því ákvörðunin var tilkynnt hef ég varið svefnlausum nóttum og dögum í sálarangist. Ég hef kynnt mér vel báðar hliðar málsins, beðið, talað við vini og fjölskyldu og leitað inn á við,“ segir Chamberlin meðal annars í stöðuuppfærslunni. Hún lýsir jafnframt yfir áhyggjum sínum af ímynd kórsins. „Hin dásamlega ímynd kórsins og samskiptanet hans mun hljóta mikinn skaða af og margt gott fólk í landinu og heiminum öllum upplifir sig illa svikið. Ég trúi því að héðan í frá muni boðskapur okkar ekki vera tekinn trúanlegur af þeim fjölda fólks sem hefur elskað okkur og dáð fyrir það sem við stóðum fyrir.“ Chamberlin segir að lokum að þótt ákvörðunin hafi verið erfið, þá sé samviska hennar hrein. Independent greinir frá því að teymi Trumps hafi gengið illa að ráða listamenn til þess að koma fram á innsetningarhátíð Trumps sem fer fram þann 20. janúar. Samkvæmt heimildarmönnum hefur starfsfólk úr herbúðum Trumps leitað á náðir ýmissa frægra listamanna án þess að hafa fengið jákvæð svör. Á meðal þessara listamanna eru Elton John, Andrea Bocelli, Ice T og Celine Dion. Hins vegar hafa talsmenn Trumps dregið úr þessum sögusögnum og segjast ekki vilja fá stórstjörnur til þess að flytja tónlist við athöfnina, slíkt þyki ekki við hæfi. Dansflokkurinn Radio City Rockettes er bókaður til þess að dansa við innsetningarathöfnina en nokkrir meðlimir flokksins hafa lýst yfir gremju sinni vegna þess.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent