Við áramót Óttar Guðmundsson skrifar 31. desember 2016 07:00 Hvað situr eftir frá því herrans ári 2016? Minnisstæðasti atburður ársins var sjónvarpsviðtalið við Sigmund Davíð þar sem formaðurinn framdi harakiri í beinni. Þátturinn sjálfur var frábærlega unninn af Jóhannesi Kristjánssyni og sýndi okkur ofan í peningakistur huldufólks sem lýtur öðrum lögum en við hin. Minnisstæðasta fráfall ársins var dauði Leonards Cohens. Ég kynntist Cohen fyrir tæplega hálfri öld og heillaðist af þessum geðþekka Kanadamanni. Speki hans er reyndar ennþá óskiljanleg en þarf maður að skilja allt? Minnisstæðasti íþróttaviðburður ársins var sigur Íslendinga yfir Englendingum á Evrópumótinu. Loksins, loksins var fullhefnt fyrir ásiglingar breskra herskipa á varðskipin í landhelgisstríðunum og drápið á Birni Þorleifssyni árið 1467. Minnisstæðustu kosningaúrslitin voru afhroð Samfylkingar sem fargaði sjálfri sér hratt og örugglega með yfirgengilegu húmorleysi, bræðravígum og almennum leiðindum. Maður ársins er Lars Lagerbäck sem reif íslenska landsliðið uppúr doða og meðalmennsku liðinna ára. Ég hafði ekki fundið fyrir öðru eins þjóðarstolti síðan Vilhjálmur Einarsson tók stökkið 1956. Kona ársins er Elísabet Jökulsdóttir. Hún var sólargeislinn í fyrirsjáanlegum forsetakosningum með húmor og gleði í farteskinu. Stjórnmálamaður ársins er Birgitta Jónsdóttir sem leiddi Pírata til áhrifa í þjóðmálum. Hún gnæfir yfir flokknum eins og Mjallhvít. Bók ársins er Nóttin sem aldrei gleymist eftir Sóleyju Eiríksdóttur. Áhrifamiklar minningar um snjóflóðið á Flateyri skrifaðar af raunsæi og yfirvegun. Bókin ætti að vera skyldulesning á menntaskólastigi. Árið er því minnisstætt um margt og full ástæða til að hlakka til ársins 2017 sem heilsar okkur í nótt með allri sinni gleði og sorg. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun
Hvað situr eftir frá því herrans ári 2016? Minnisstæðasti atburður ársins var sjónvarpsviðtalið við Sigmund Davíð þar sem formaðurinn framdi harakiri í beinni. Þátturinn sjálfur var frábærlega unninn af Jóhannesi Kristjánssyni og sýndi okkur ofan í peningakistur huldufólks sem lýtur öðrum lögum en við hin. Minnisstæðasta fráfall ársins var dauði Leonards Cohens. Ég kynntist Cohen fyrir tæplega hálfri öld og heillaðist af þessum geðþekka Kanadamanni. Speki hans er reyndar ennþá óskiljanleg en þarf maður að skilja allt? Minnisstæðasti íþróttaviðburður ársins var sigur Íslendinga yfir Englendingum á Evrópumótinu. Loksins, loksins var fullhefnt fyrir ásiglingar breskra herskipa á varðskipin í landhelgisstríðunum og drápið á Birni Þorleifssyni árið 1467. Minnisstæðustu kosningaúrslitin voru afhroð Samfylkingar sem fargaði sjálfri sér hratt og örugglega með yfirgengilegu húmorleysi, bræðravígum og almennum leiðindum. Maður ársins er Lars Lagerbäck sem reif íslenska landsliðið uppúr doða og meðalmennsku liðinna ára. Ég hafði ekki fundið fyrir öðru eins þjóðarstolti síðan Vilhjálmur Einarsson tók stökkið 1956. Kona ársins er Elísabet Jökulsdóttir. Hún var sólargeislinn í fyrirsjáanlegum forsetakosningum með húmor og gleði í farteskinu. Stjórnmálamaður ársins er Birgitta Jónsdóttir sem leiddi Pírata til áhrifa í þjóðmálum. Hún gnæfir yfir flokknum eins og Mjallhvít. Bók ársins er Nóttin sem aldrei gleymist eftir Sóleyju Eiríksdóttur. Áhrifamiklar minningar um snjóflóðið á Flateyri skrifaðar af raunsæi og yfirvegun. Bókin ætti að vera skyldulesning á menntaskólastigi. Árið er því minnisstætt um margt og full ástæða til að hlakka til ársins 2017 sem heilsar okkur í nótt með allri sinni gleði og sorg. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.