Það nálægasta sem bátarnir komust tundurspillinum USS Mahan voru um átta hundruð metrar, samkvæmt Reuters. Tvö önnur herskip voru í fylgd með tundurspillinum. Nánar tiltekið átti atvikið sér stað í Hormuz-sundi sem er inngangur Persaflóa.
Nokkur sambærileg atvik hafa komið upp á undanförnum mánuðum og árum og hefur Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanan, heitið því að hvert íranskt skip sem ógni bandarískum herskipum verði sprengt í loft upp.
Síðast var viðvörunarskotum skotið að írönskum báti í ágúst en hann nálgaðist annað bandarískt herskip á miklum hraða.