Dregillinn í ár var óvenju flottur sem gerði það einstaklega erfitt að velja allt það besta úr. Það var skrítið að hafa ekki Blake Lively á listanum þar sem hún hefur verið fastagestur þar hingað til en kjóllinn hennar þetta árið hitti einfaldlega ekki í mark.
Þetta árið var mikið um bleikan og gulan sem og hvítan, sem kom skemmtilega á óvart. Það var mikil sumarstemmning hjá mörgum gestunum sem er ekkert nema jákvætt.







