Ed Sheeran steig í hver á Íslandi og brenndi sig illa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. janúar 2017 22:48 Var á ferð um Ísland á síðasta ári og lendu í þessu óheppilega atviki. Vísir/Getty Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran var staddur á Íslandi á síðasta ári. Hann ferðaðist um Suðurlandið og brenndi sig meðal annars nokkuð illa á fæti er hann steig í sjóðandi heitan hver. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali BBC Radio 1 við Sheeran sem tekið var á föstudaginn í tilefni þess að hann hefur gefið út nýja tónlist eftir að hafa ferðast um heiminn á síðasta ári. Líkt og Vísir greindi frá á síðasta ári gerði Sheeran margt og mikið á Íslandi en hann fagnaði meðal annars 25 ára afmæli sínu hér á landi. Í viðtali við BBC segir Sheeran þó að reynsla sín af hverum hér á landi hafi verið með því hræðilegra sem hann lenti í á ferðum sínum um heiminn á síðasta ári. „Ég seti fótinn í sjóðandi hver á Íslandi og húðin á fætinum á mér bráðnaði,“ sagði Sheeran sem var þá spurður að því hvað hver væri. „Það er sjóðandi pollur af vatni. Ég held að hann sé um 200 gráður heitur. Ég var í Timberland-skóm sem eru ekki lengur til,“ sagði Sheeran.Bráðnaði hann?„Já, hann er farinn,“ sagði Sheeran.Tvö ný lög komu út frá enska tónlistarmanninum Ed Sheeran fyrir helgi og eru þau bæði aðgengileg á Spotify. Þessi Íslandsvinur hefur ekki gefið út lag síðan í júní árið 2015 en í millitíðinni tók hann sér til að mynda frí í heilt ár frá samfélagsmiðlum auk þess sem hann ferðaðist um heiminn. Ed Sheeran á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tvö ný lög komin út frá Ed Sheeran Tvö ný lög komu út frá enska tónlistarmanninum Ed Sheeran í dag og eru þau bæði aðgengileg á Spotify. 6. janúar 2017 10:30 Ed Sheeran fagnar 25 ára afmælinu á Íslandi í dag Fékk sér steikarsamloku á Gamla fjósinu á Hvolsvelli. Starfsfólkið gaf honum köku í tilefni dagsins. 17. febrúar 2016 16:10 Heppinn aðdáandi náði mynd af sér með Ed Sheeran á Íslandi Enski tónlistarmaðurinn geðþekki, Ed Sheeran, er staddur á Íslandi og fagnaði afmælisdegi sínum í Gamla Fjósinu undir Eyjafjöllum í gær. 18. febrúar 2016 10:41 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Ed Sheeran var staddur á Íslandi á síðasta ári. Hann ferðaðist um Suðurlandið og brenndi sig meðal annars nokkuð illa á fæti er hann steig í sjóðandi heitan hver. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali BBC Radio 1 við Sheeran sem tekið var á föstudaginn í tilefni þess að hann hefur gefið út nýja tónlist eftir að hafa ferðast um heiminn á síðasta ári. Líkt og Vísir greindi frá á síðasta ári gerði Sheeran margt og mikið á Íslandi en hann fagnaði meðal annars 25 ára afmæli sínu hér á landi. Í viðtali við BBC segir Sheeran þó að reynsla sín af hverum hér á landi hafi verið með því hræðilegra sem hann lenti í á ferðum sínum um heiminn á síðasta ári. „Ég seti fótinn í sjóðandi hver á Íslandi og húðin á fætinum á mér bráðnaði,“ sagði Sheeran sem var þá spurður að því hvað hver væri. „Það er sjóðandi pollur af vatni. Ég held að hann sé um 200 gráður heitur. Ég var í Timberland-skóm sem eru ekki lengur til,“ sagði Sheeran.Bráðnaði hann?„Já, hann er farinn,“ sagði Sheeran.Tvö ný lög komu út frá enska tónlistarmanninum Ed Sheeran fyrir helgi og eru þau bæði aðgengileg á Spotify. Þessi Íslandsvinur hefur ekki gefið út lag síðan í júní árið 2015 en í millitíðinni tók hann sér til að mynda frí í heilt ár frá samfélagsmiðlum auk þess sem hann ferðaðist um heiminn.
Ed Sheeran á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tvö ný lög komin út frá Ed Sheeran Tvö ný lög komu út frá enska tónlistarmanninum Ed Sheeran í dag og eru þau bæði aðgengileg á Spotify. 6. janúar 2017 10:30 Ed Sheeran fagnar 25 ára afmælinu á Íslandi í dag Fékk sér steikarsamloku á Gamla fjósinu á Hvolsvelli. Starfsfólkið gaf honum köku í tilefni dagsins. 17. febrúar 2016 16:10 Heppinn aðdáandi náði mynd af sér með Ed Sheeran á Íslandi Enski tónlistarmaðurinn geðþekki, Ed Sheeran, er staddur á Íslandi og fagnaði afmælisdegi sínum í Gamla Fjósinu undir Eyjafjöllum í gær. 18. febrúar 2016 10:41 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Tvö ný lög komin út frá Ed Sheeran Tvö ný lög komu út frá enska tónlistarmanninum Ed Sheeran í dag og eru þau bæði aðgengileg á Spotify. 6. janúar 2017 10:30
Ed Sheeran fagnar 25 ára afmælinu á Íslandi í dag Fékk sér steikarsamloku á Gamla fjósinu á Hvolsvelli. Starfsfólkið gaf honum köku í tilefni dagsins. 17. febrúar 2016 16:10
Heppinn aðdáandi náði mynd af sér með Ed Sheeran á Íslandi Enski tónlistarmaðurinn geðþekki, Ed Sheeran, er staddur á Íslandi og fagnaði afmælisdegi sínum í Gamla Fjósinu undir Eyjafjöllum í gær. 18. febrúar 2016 10:41