Honda frumsýndi í vikunni nýtt mótorhjól á CES sýningunni í Las Vegas sem minnir óþyrmilega á sjálfkeyrandi bíla. Mótorhjólið sem er rafdrifið neitar að detta á hliðina og getur meira að segja elt eiganda sinn eins og hundur.
Honda notar ekki snúða (Gyroscope) til að láta hjólið halda jafnvæginu en byggir á tækninni sem að Honda þróaði fyrir UNI-CUB einhjólið og kallar kerfið Riding Assist. Hvort þetta sé fyrsta skrefið í að koma með sjálfkeyrandi mótorhjól á markað á þó eftir að koma í ljós. Greinin birtist fyrst á bifhjol.is
Bílar