Mitsubishi hættir framleiðslu Lancer í ágúst Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2017 10:09 Mitsubishi Lancer af árgerð 2017. Bílaframleiðendur bregðast nú hver af öðrum við aukinni eftirspurn eftir jepplingum og minnkandi sölu fólksbíla sinna. Ein birtingarmynd þess er sú að Mitsubishi mun hætta framleiðslu síns kunna Lancer bíls í ágúst á þessu ári. Með því ætlar Mitsubishi að einbeita sér enn frekar að framleiðslu jepplinga. Hjá Mitsubishi er engin áform um arftaka Lancer. Sem kunnugt er hefur Nissan keypt megnið af Mitsubishi fyrirtækinu og er nú mikið samstarf milli fyrirtækjanna á framleiðslu bíla og samstilling á framboði bíla. Þó hefur þessi sameining fyrirtækjanna ekki úrslitaáhrif varðandi brotthvarf Lancer úr framleiðslulínu Lancer þar sem það var ákveðið löngu fyrir kaup Nissan á Mitsuhishi að hætta framleiðslu Lancer. Það sem bílaáhugamenn sjá mest eftir er framleiðslu Lancer er hætt er Lancer Evolution kraftabíllinn sem er í raun rallíbíll og 300 hestöfl. Hann mun hverfa af sjónarsviðinu og það með miklum trega margra. Lancer hefur verið í framleiðslu hjá Mitsubishi frá árinu 1973 og því um samfellda 44 ára framleiðslu að ræða. Á árunum 1973 til 2008 framleiddi Mitsubishi 6 milljón eintök af bílnum en uppúr því fór að draga úr sölu á bílnum. Mitsubishi Lancer seldist mjög vel hér á landi um tíma og enn eru til fjöldamörg eintök af bílnum hérlendis. Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent
Bílaframleiðendur bregðast nú hver af öðrum við aukinni eftirspurn eftir jepplingum og minnkandi sölu fólksbíla sinna. Ein birtingarmynd þess er sú að Mitsubishi mun hætta framleiðslu síns kunna Lancer bíls í ágúst á þessu ári. Með því ætlar Mitsubishi að einbeita sér enn frekar að framleiðslu jepplinga. Hjá Mitsubishi er engin áform um arftaka Lancer. Sem kunnugt er hefur Nissan keypt megnið af Mitsubishi fyrirtækinu og er nú mikið samstarf milli fyrirtækjanna á framleiðslu bíla og samstilling á framboði bíla. Þó hefur þessi sameining fyrirtækjanna ekki úrslitaáhrif varðandi brotthvarf Lancer úr framleiðslulínu Lancer þar sem það var ákveðið löngu fyrir kaup Nissan á Mitsuhishi að hætta framleiðslu Lancer. Það sem bílaáhugamenn sjá mest eftir er framleiðslu Lancer er hætt er Lancer Evolution kraftabíllinn sem er í raun rallíbíll og 300 hestöfl. Hann mun hverfa af sjónarsviðinu og það með miklum trega margra. Lancer hefur verið í framleiðslu hjá Mitsubishi frá árinu 1973 og því um samfellda 44 ára framleiðslu að ræða. Á árunum 1973 til 2008 framleiddi Mitsubishi 6 milljón eintök af bílnum en uppúr því fór að draga úr sölu á bílnum. Mitsubishi Lancer seldist mjög vel hér á landi um tíma og enn eru til fjöldamörg eintök af bílnum hérlendis.
Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent