Arnór Atlason, landsliðsmaður í handbolta, hefur glímt við meiðsli undanfarnar vikur sem settu spurningamerki við þátttöku hans á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku.
Arnór er búinn að vera að æfa með íslenska liðinu og telur meiri líkur en minni á að hann verði með strákunum okkar þegar flautað verður til leiks gegn Spáni 12. júní.
„Hún er þokkaleg,“ sagði Arnór við Vísi í dag aðspurður um stöðuna á sér. „Ég er búinn að taka þátt í öllum æfingum hingað til þannig ég er bara bjartsýnn.“
Gæti hann spilað landsleik í kvöld? „Já, ég held það. Ég er allavega að fara á Danmerkurmótið og það verður prófsteinn. Ef ég kemst í gegnum það þá er ég góður en ef ég næ því ekki hef ég ekkert að gera á heimsmeistaramótið,“ sagði Arnór.
Umræðan í kringum liðið núna snýst mikið um meiðslin en minna um mótið sjálft og hvað strákarnir ætla að gera þar. Hefur það slæm áhrif á undirbúninginn?
„Það er engin vond spenna en það ríkir ákveðin óvissa út af meiðslunum. Það þarf að hætta að einbeita sér að þessum meiðslum heldur bara setja fókus á verkefnið sem er framundan. Það eru allir innstilltir á það. Við stillum alltaf upp 16 manna hópi á HM en það kemur svo bara í ljós hverjir verða þar,“ sagði Arnór, en er þessi meiðslaumræða pirrandi?
„Já, í rauninni. Við verðum bara að einbeita okkur að þessum verkefnum sem eru næst á dagskrá og næst er það þetta mót í Danmörku eftir nokkra daga,“ sagði Arnór Atlason.
Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM
Tengdar fréttir
Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi.
Geir tekur 18 með til Danmerkur
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari tilkynnti á fundi HSÍ í hádeginu að hann myndi skera leikmannahóp sinn niður úr 23 í 18 áður en liðið fer á æfingamót í Danmörku í vikunni.
Firnasterkur hópur hjá Spánverjum
Fyrstu andstæðingar Íslands á HM í Frakklandi verða Spánverjar og þeir mæta til leiks með gríðarlega öflugt lið eins og venjulega.