Strákarnir okkar misstu niður unninn leik á móti Makedóníu í lokaumferð B-riðils HM 2017 í handbolta í dag. Þeir voru mest 24-19 yfir í seinni hálfleik en gerðu jafntefli, 27-27.
Jafnteflið þýðir að Ísland mætir Frakklandi í París í 16 liða úrslitum en franska liðið töluvert sterka en það íslenska. Með sigri hefði Ísland mætt Noregi í næstu umferð.
Ísland fékk síðustu sókn leiksins sem endaði með því að Rúnar Kárason tók ekki gott skot sem var auðveldlega varið. Sóknin var ekki að spilast vel og spurning um hvort Geir Sveinsson hefði ekki átt að taka leikhlé til að stilla upp síðasta skotinu.
Það finnst allavega fólkinu í landinu sem var að tjá sig um leikinn á Twitter. Geir fær heldur betur á baukinn hjá landanum fyrir að taka ekki leikhlé eins og sjá má hér að neðan.
Allt tryllt á Twitter: Af hverju tókstu ekki leikhlé, Geir?
Tengdar fréttir
Umfjöllun: Makedónía - Ísland 27-27 | Strákarnir köstuðu frá sér sigrinum
Strákarnir okkar munu mæta Frökkum í Lille á laugardag en ekki Norðmönnum í Albertville eftir að hafa kastað frá sér sigri gegn Makedóníu. Algert hrun á lokamínútunum og liðið mátti jafnvel telja sig heppið að hafa sloppið með jafntefli. En liðið er komið áfram og á það var stefnt.
Twitter: Rúnar heillar þjóðina í fyrri hálfleik en hvað er málið með auða markið?
Makedóníumenn spila með sjö í sókn og eru búnir að fá á sig nokkur mörk yfir allan völlinn.