Kafað langt fram á kvöld í Hafnarfirði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. janúar 2017 06:00 Töluverður viðbúnaður var við höfnina í Hafnarfirði í gær þar sem fjöldi fólks tók þátt í köfunaraðgerðum í leit að Birnu Brjánsdóttur. Þar leituðu kafarar frá sérsveit Ríkislögreglustjóra, köfunarsveit Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitarfólk af sér allan grun. Sérhæft leitarfólk Landsbjargar leitaði einnig að Birnu á vegarslóða á Strandarheiði á Reykjanesi. Á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði voru sjö kafarar að störfum frá Landhelgisgæslunni. Bátar gæslunnar Baldur og Óðinn tóku einnig þátt í leitinni. Sett var upp tjald fyrir kafarana til að halda á þeim hita eftir að hafa verið í ísköldu Atlantshafinu. Hafnarsvæðinu var lokað í gær þegar danska varðskipið Triton og grænlenski togarinn Polar Nanoq komu til hafnar. Í tilkynningu frá lögreglu í gær sagði að leitað hefði verið út frá þeim fjölmörgu vísbendingum sem hafa borist frá almenningi. Vísbendingum um leitarsvæði er forgangsraðað og sé unnið samkvæmt því.Allar vísbendingar skoðaðar Um fjörutíu björgunarsveitarmenn leituðu á um 10 ferkílómetra svæði á Strandarheiði ásamt þremur hundateymum. Guðbrandur Örn Arnarson, sem stýrði leitinni, sagði björgunarsveitarmenn fylgja eftir vísbendingum sem hafa borist vegna málsins. „Vísbendingarnar geta skipt tugum eða hundruðum og er farið í gegnum þær allar. Leitað var með fram slóðum á Strandarheiði og er þá til dæmis kannað hvort möguleiki sé á því að manneskja hafi farið þar um á bíl.“ Tvímenningarnir sem Birna sést rekast utan í þessa nótt hafa ekki gefið sig fram. Þá getur lögreglan ekki staðfest að Kia Rio-bíllinn sem er í vörslu hennar sé bíllinn sem sást aka niður Laugaveg. Starfsmaður Hafnarfjarðarhafnar sem skoðaði eftirlitsmyndavélakerfi hafnarinnar varð rauða bílsins var og sést hann koma að togaranum Polar Nanoq á milli sex og hálf sjö að morgni laugardags, um hálftíma eftir að slökkt var á síma Birnu á Hafnarfjarðarsvæðinu.Engin virkni á samfélagsmiðlum Lögreglan komst einnig inn á samfélagsmiðla sem Birna notaði; Tinder og Badoo. Engin virkni var á þeim. Lögreglan fékk leyfi til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðuðust með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu en þeirri rannsókn miðar hægt. Ekki er vitað hvenær niðurstaða fæst í þeirri rannsókn. Sími Birnu kom fyrst inn á sendi við Mál og menningu á Laugavegi um klukkan 05.25, næst á mastur við Lindargötu og er þá á gönguhraða. Því næst tengist hann mastri á horni Laugavegs og Barónsstígs og er svo kominn á ökuhraða þegar hann tengist mastri í Laugarnesi. Rúmum tuttugu mínútum síðar, eða um klukkan 5.50, er slökkt á símanum handvirkt þegar hann tengist símamastri á gömlu slökkvistöðinni við Flatahraun í Hafnarfirði. Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í gær. Í yfirlýsingunni þakkar hún fyrir allan þann samhug, einhug og styrk sem henni og öðrum sem tengjast Birnu hefur verið sýndur undanfarna daga. „Takk fyrir allan þann samhug og einhug og styrk sem þið sýnið og gefið öll sem eruð að vinna í þessu. Og takk lögregla og björgunarsveitir fyrir að vera með hjartað í þessu. Við gefumst ekki upp, hún er þarna, við finnum hana.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Töluverður viðbúnaður var við höfnina í Hafnarfirði í gær þar sem fjöldi fólks tók þátt í köfunaraðgerðum í leit að Birnu Brjánsdóttur. Þar leituðu kafarar frá sérsveit Ríkislögreglustjóra, köfunarsveit Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitarfólk af sér allan grun. Sérhæft leitarfólk Landsbjargar leitaði einnig að Birnu á vegarslóða á Strandarheiði á Reykjanesi. Á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði voru sjö kafarar að störfum frá Landhelgisgæslunni. Bátar gæslunnar Baldur og Óðinn tóku einnig þátt í leitinni. Sett var upp tjald fyrir kafarana til að halda á þeim hita eftir að hafa verið í ísköldu Atlantshafinu. Hafnarsvæðinu var lokað í gær þegar danska varðskipið Triton og grænlenski togarinn Polar Nanoq komu til hafnar. Í tilkynningu frá lögreglu í gær sagði að leitað hefði verið út frá þeim fjölmörgu vísbendingum sem hafa borist frá almenningi. Vísbendingum um leitarsvæði er forgangsraðað og sé unnið samkvæmt því.Allar vísbendingar skoðaðar Um fjörutíu björgunarsveitarmenn leituðu á um 10 ferkílómetra svæði á Strandarheiði ásamt þremur hundateymum. Guðbrandur Örn Arnarson, sem stýrði leitinni, sagði björgunarsveitarmenn fylgja eftir vísbendingum sem hafa borist vegna málsins. „Vísbendingarnar geta skipt tugum eða hundruðum og er farið í gegnum þær allar. Leitað var með fram slóðum á Strandarheiði og er þá til dæmis kannað hvort möguleiki sé á því að manneskja hafi farið þar um á bíl.“ Tvímenningarnir sem Birna sést rekast utan í þessa nótt hafa ekki gefið sig fram. Þá getur lögreglan ekki staðfest að Kia Rio-bíllinn sem er í vörslu hennar sé bíllinn sem sást aka niður Laugaveg. Starfsmaður Hafnarfjarðarhafnar sem skoðaði eftirlitsmyndavélakerfi hafnarinnar varð rauða bílsins var og sést hann koma að togaranum Polar Nanoq á milli sex og hálf sjö að morgni laugardags, um hálftíma eftir að slökkt var á síma Birnu á Hafnarfjarðarsvæðinu.Engin virkni á samfélagsmiðlum Lögreglan komst einnig inn á samfélagsmiðla sem Birna notaði; Tinder og Badoo. Engin virkni var á þeim. Lögreglan fékk leyfi til að skoða upplýsingar um farsíma sem ferðuðust með sama hætti á farsímasendum og sími Birnu en þeirri rannsókn miðar hægt. Ekki er vitað hvenær niðurstaða fæst í þeirri rannsókn. Sími Birnu kom fyrst inn á sendi við Mál og menningu á Laugavegi um klukkan 05.25, næst á mastur við Lindargötu og er þá á gönguhraða. Því næst tengist hann mastri á horni Laugavegs og Barónsstígs og er svo kominn á ökuhraða þegar hann tengist mastri í Laugarnesi. Rúmum tuttugu mínútum síðar, eða um klukkan 5.50, er slökkt á símanum handvirkt þegar hann tengist símamastri á gömlu slökkvistöðinni við Flatahraun í Hafnarfirði. Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu, sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í gær. Í yfirlýsingunni þakkar hún fyrir allan þann samhug, einhug og styrk sem henni og öðrum sem tengjast Birnu hefur verið sýndur undanfarna daga. „Takk fyrir allan þann samhug og einhug og styrk sem þið sýnið og gefið öll sem eruð að vinna í þessu. Og takk lögregla og björgunarsveitir fyrir að vera með hjartað í þessu. Við gefumst ekki upp, hún er þarna, við finnum hana.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira