Skipstjórinn var ekki handtekinn: Hefðbundið verklag að taka yfir skipið segir lögregla Birgir Olgeirsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 18. janúar 2017 20:00 „Þetta er raunverulega hefðbundið verklag,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, um ástæðu þess að sérsveitarmenn tóku yfir grænlenska togarann Polar Nanoq um hádegisbil í dag. „Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ Einhverjir hafa túlkað þá ákvörðun að taka yfir skipið þannig að skipstjórinn hafi verið handtekinn en Grímur segir það af og frá. „Alls ekki, hann var ekki handtekinn og var mjög samvinnufús.“Sigu niður í skipið Skipið var tekið yfir um það bil 90 sjómílur suðvestur af landinu. Grímur segir þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF LÍF, hafa verið flogið yfir skipið og áhöfn skipsins tilkynnt í gegnum talstöð að sérsveitarmenn myndu síga niður í skipið og taka það yfir. Hann segir það engum vandkvæðum háð fyrir íslensk lögregluyfirvöld að taka yfir skip sem er innan íslenskrar lögsögu. „Ekki frekar en að taka yfir bíl sem er skráður erlendis ef hann er á Íslandi. Þetta er okkar yfirráðasvæði. Ef við værum hins vegar á yfirráðasvæði annarrar þjóðar þarf sú þjóð að vera sú sem framkvæmir aðgerðina.“ Í gær fóru fjórir lögreglumenn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með þyrlu Landhelgisgæslunnar til móts við danska herskipið HDMS Triton og þar um borð. Skipið sigldi síðan til móts við Polar Nanoq. Skipin mættust við miðlínu á milli Íslands og Grænlands um kl. 6 í morgun.Fóru ekki um borð í gær Ekki varð af því að lögreglumennirnir færu um borð í grænlenska skipið þegar skipin mættust við miðlínu heldur var ákveðið að skipið sigldi áfram áleiðis til Hafnarfjarðar og þyrla Landhelgisgæslunnar flygi til móts við skipið með sérsveitarmenn ríkislögreglustjórans svo sem að framan greinir. Spurður hvers vegna ekki var farið um borð í Polar Nanoq í gær segir Grímur það hafa verið vegna þess að skipið var ekki á íslensku yfirráðasvæði.Einfaldari aðgerð á íslensku yfirráðasvæði Farið var með danska herskipinu vegna þess að skipið var statt á grænlensku hafsvæði í gær en þá hefðu dönsk yfirvöld þurft að fara um borð í skipið og íslensk yfirvöld verið áhorfandi að þeirri aðgerð. Hins vegar lá fyrir að Polar Nanoq var á leið inn á íslenskt yfirráðasvæðið og því ákveðið að bíða eftir því. „Það var einfaldari aðgerð að gera þetta í okkar landhelgi. Það var enginn ágreiningur við grænlensk yfirvöld um það, við vorum ekki að bíða eftir að skipið kæmi til að losna við að eiga samskipti við grænlensk yfirvöld. Það lá alveg fyrir að við gátum haft samstarf við þau.“Með réttarstöðu grunaðs manns Líkt og áður hefur komið fram voru tveir menn handteknir um borð í Polar Nanoq um hádegisbil í dag. Grímur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mennirnir tveir væru grænlenskir, þeir væru taldir búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur og væru því með réttarstöðu grunaðs manns. Mönnunum tveimur var kynnt sakarefnið en ekkert hefur komið fram í máli þeirra enn sem komið er. Í kvöld mun lögregla framkvæma leit í skipinu og fer meðal annars tæknideild um borð í skipið til að rannsaka það.Vill ekki svara því hvað kom lögreglunni á spor Polar Nanoq Grímur segist aðspurður ekki geta farið út í það hvað kom lögreglunni á spor grænlenska togarans. Þá vill hann ekki svara því hvort að annar hinna handteknu sé sá sem tók bílaleigubíl á leigu á föstudag en lögregla lagði hald á bílinn í Kópavogi um hádegisbil í gær. Um er að ræða rauða Kia Rio-bifreið af eins gerð og þá sem sést á eftirlitsmyndavél við Laugaveg 31 klukkan 05:25. Á sama tíma og á sama stað hverfur Birna Brjánsdóttir sjónum. Grímur segir að lögreglan hafi enn ekki staðfest að það sé sami bíll og lagt var hald á í gær. „Það er raunverulega ekki staðfest því við erum ekki með númerið á þeim bíl og það hefur enginn gefið sig fram sem var á þeim bíl,“ segir Grímur.Rannsókn lögreglu á bílnum sem lagt var hald á í gær ekki lokið Ökumannsins er því enn leitað en grunar lögreglu að annar hvor hinna handteknu sé ökumaður bílsins? „Nei, ekki sérstaklega. Eins og kemur fram í yfirlýsingunni þá höfum við ástæðu til að ætla að þeir búi yfir upplýsingum sem tengist hvarfi Birnu og um það viljum við fá upplýsingar.“Rannsókn lögreglu á rauða bílnum sem lögregla haldlagði í gær er ekki lokið en eru einhverjar vísbendingar að finna í bílnum sem þið haldlögðuð í gær sem hafa komið fram sem sem hjálpa til við að upplýsa málið? „Ég get ekki farið út í það hvaða upplýsingar hafa komið fram við þessa rannsókn.“ Mennirnir tveir sem lögregla handtók um borð í Polar Nanoq í dag verða yfirheyrðir á lögreglustöð að sögn Gríms. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
„Þetta er raunverulega hefðbundið verklag,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, um ástæðu þess að sérsveitarmenn tóku yfir grænlenska togarann Polar Nanoq um hádegisbil í dag. „Við getum ekkert farið um borð í skipið og síðan ákveður skipstjórinn að sigla eitthvað annað en við ætlum að gera.“ Einhverjir hafa túlkað þá ákvörðun að taka yfir skipið þannig að skipstjórinn hafi verið handtekinn en Grímur segir það af og frá. „Alls ekki, hann var ekki handtekinn og var mjög samvinnufús.“Sigu niður í skipið Skipið var tekið yfir um það bil 90 sjómílur suðvestur af landinu. Grímur segir þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF LÍF, hafa verið flogið yfir skipið og áhöfn skipsins tilkynnt í gegnum talstöð að sérsveitarmenn myndu síga niður í skipið og taka það yfir. Hann segir það engum vandkvæðum háð fyrir íslensk lögregluyfirvöld að taka yfir skip sem er innan íslenskrar lögsögu. „Ekki frekar en að taka yfir bíl sem er skráður erlendis ef hann er á Íslandi. Þetta er okkar yfirráðasvæði. Ef við værum hins vegar á yfirráðasvæði annarrar þjóðar þarf sú þjóð að vera sú sem framkvæmir aðgerðina.“ Í gær fóru fjórir lögreglumenn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu með þyrlu Landhelgisgæslunnar til móts við danska herskipið HDMS Triton og þar um borð. Skipið sigldi síðan til móts við Polar Nanoq. Skipin mættust við miðlínu á milli Íslands og Grænlands um kl. 6 í morgun.Fóru ekki um borð í gær Ekki varð af því að lögreglumennirnir færu um borð í grænlenska skipið þegar skipin mættust við miðlínu heldur var ákveðið að skipið sigldi áfram áleiðis til Hafnarfjarðar og þyrla Landhelgisgæslunnar flygi til móts við skipið með sérsveitarmenn ríkislögreglustjórans svo sem að framan greinir. Spurður hvers vegna ekki var farið um borð í Polar Nanoq í gær segir Grímur það hafa verið vegna þess að skipið var ekki á íslensku yfirráðasvæði.Einfaldari aðgerð á íslensku yfirráðasvæði Farið var með danska herskipinu vegna þess að skipið var statt á grænlensku hafsvæði í gær en þá hefðu dönsk yfirvöld þurft að fara um borð í skipið og íslensk yfirvöld verið áhorfandi að þeirri aðgerð. Hins vegar lá fyrir að Polar Nanoq var á leið inn á íslenskt yfirráðasvæðið og því ákveðið að bíða eftir því. „Það var einfaldari aðgerð að gera þetta í okkar landhelgi. Það var enginn ágreiningur við grænlensk yfirvöld um það, við vorum ekki að bíða eftir að skipið kæmi til að losna við að eiga samskipti við grænlensk yfirvöld. Það lá alveg fyrir að við gátum haft samstarf við þau.“Með réttarstöðu grunaðs manns Líkt og áður hefur komið fram voru tveir menn handteknir um borð í Polar Nanoq um hádegisbil í dag. Grímur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að mennirnir tveir væru grænlenskir, þeir væru taldir búa yfir upplýsingum um hvarf Birnu Brjánsdóttur og væru því með réttarstöðu grunaðs manns. Mönnunum tveimur var kynnt sakarefnið en ekkert hefur komið fram í máli þeirra enn sem komið er. Í kvöld mun lögregla framkvæma leit í skipinu og fer meðal annars tæknideild um borð í skipið til að rannsaka það.Vill ekki svara því hvað kom lögreglunni á spor Polar Nanoq Grímur segist aðspurður ekki geta farið út í það hvað kom lögreglunni á spor grænlenska togarans. Þá vill hann ekki svara því hvort að annar hinna handteknu sé sá sem tók bílaleigubíl á leigu á föstudag en lögregla lagði hald á bílinn í Kópavogi um hádegisbil í gær. Um er að ræða rauða Kia Rio-bifreið af eins gerð og þá sem sést á eftirlitsmyndavél við Laugaveg 31 klukkan 05:25. Á sama tíma og á sama stað hverfur Birna Brjánsdóttir sjónum. Grímur segir að lögreglan hafi enn ekki staðfest að það sé sami bíll og lagt var hald á í gær. „Það er raunverulega ekki staðfest því við erum ekki með númerið á þeim bíl og það hefur enginn gefið sig fram sem var á þeim bíl,“ segir Grímur.Rannsókn lögreglu á bílnum sem lagt var hald á í gær ekki lokið Ökumannsins er því enn leitað en grunar lögreglu að annar hvor hinna handteknu sé ökumaður bílsins? „Nei, ekki sérstaklega. Eins og kemur fram í yfirlýsingunni þá höfum við ástæðu til að ætla að þeir búi yfir upplýsingum sem tengist hvarfi Birnu og um það viljum við fá upplýsingar.“Rannsókn lögreglu á rauða bílnum sem lögregla haldlagði í gær er ekki lokið en eru einhverjar vísbendingar að finna í bílnum sem þið haldlögðuð í gær sem hafa komið fram sem sem hjálpa til við að upplýsa málið? „Ég get ekki farið út í það hvaða upplýsingar hafa komið fram við þessa rannsókn.“ Mennirnir tveir sem lögregla handtók um borð í Polar Nanoq í dag verða yfirheyrðir á lögreglustöð að sögn Gríms.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Leitin að Birnu: Tveir menn handteknir Handteknir um borð í Polar Nanoq en sérsveitarmenn tóku yfir stjórn skipsins. 18. janúar 2017 18:23