Guðjón Valur eignaðist met í gær sem Geir Sveinsson átti einu sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2017 06:30 Þeim fer að fækka metunum hjá handboltalandsliðinu sem Guðjón Valur Sigurðsson er ekki kominn með í sína vörslu. Guðjón Valur bætti í gær met Ólafs Stefánssonar yfir flesta leiki Íslendings á heimsmeistaramóti í handbolta. Guðjón Valur er fimmti maðurinn til að eignast þetta met á undanförnum 27 árum en hann er eini hornamaðurinn í þessum úrvalshóp. Guðjón Valur hafði bætt markamet Ólafs Stefánssonar á HM á Spáni fyrir fjórum árum en á nú einn bæði leikja- og markametið. Ólafur Stefánsson lék sinn 54. og síðasta HM-leik á HM í Svíþjóð árið 2011 en Ólafur hefur átt metið í sjö ár eða síðan að hann tók það af Guðmundi Hrafnkelssyni á HM í Þýskalandi. Guðmundur lék á sínum tíma 43 leiki fyrir Ísland á HM. Geir Sveinsson, núverandi landsliðsþjálfari, átti síðan metið á undan Guðmundi Hrafnkelssyni en Geir spilaði sjálfur 32 leiki á HM. Guðmundur tók metið af Geir á HM í Frakklandi 2001. Guðjón Valur er nú á sínu tuttugasta stórmóti og hefur leikið fleiri stórmótaleiki og skorað fleiri stórmótamörk en nokkur annar íslenskur leikmaður. Hann hefur á þessum tuttugu stórmótum mætt 36 þjóðum en Angóla bættist í hópinn í gærkvöldi. Angóla varð jafnframt 29. þjóðin sem Guðjón Valur mætir á HM. Ólafur Stefánsson spilaði sína 54 HM-leiki á móti 31 þjóð. Guðjón Valur hefur ekki mætt Hvíta-Rússlandi, Bandaríkjunum, Litháen, Sádí-Arabíu, Suður-Kóreu og Sviss sem voru öll á meðal mótherja Íslands á HM þegar Ólafur lék með. Guðjón Valur hefur aftur á móti leikið á móti Angóla, Brasilíu, Makedóníu og Síle en það eru allt þjóðir sem Ólafur mætti aldrei á HM. Guðjón Valur hefur spilað flesta HM-leiki á móti Rússlandi, Spáni og Frakklandi eða fjóra á móti hverri þjóð. Hann hefur hins vegar skorað flest HM-mörk á móti Ástralíu eða alls 29 í aðeins tveimur leikjum sem gera 14,5 mörk að meðaltali í leik. Það eru næstum því fimmtán ár síðan Guðjón Valur spilaði sinn fyrsta leik á HM en það var einmitt í Frakklandi og á móti Svíþjóð í Montpellier 23. janúar 2001. Guðjón Valur skoraði 3 mörk í 21-24 tapi. Guðjón Valur hefur síðan skorað þrjú mörk eða fleiri í 44 af 54 leikjum sínum á heimsmeistaramóti. [email protected] HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Þeim fer að fækka metunum hjá handboltalandsliðinu sem Guðjón Valur Sigurðsson er ekki kominn með í sína vörslu. Guðjón Valur bætti í gær met Ólafs Stefánssonar yfir flesta leiki Íslendings á heimsmeistaramóti í handbolta. Guðjón Valur er fimmti maðurinn til að eignast þetta met á undanförnum 27 árum en hann er eini hornamaðurinn í þessum úrvalshóp. Guðjón Valur hafði bætt markamet Ólafs Stefánssonar á HM á Spáni fyrir fjórum árum en á nú einn bæði leikja- og markametið. Ólafur Stefánsson lék sinn 54. og síðasta HM-leik á HM í Svíþjóð árið 2011 en Ólafur hefur átt metið í sjö ár eða síðan að hann tók það af Guðmundi Hrafnkelssyni á HM í Þýskalandi. Guðmundur lék á sínum tíma 43 leiki fyrir Ísland á HM. Geir Sveinsson, núverandi landsliðsþjálfari, átti síðan metið á undan Guðmundi Hrafnkelssyni en Geir spilaði sjálfur 32 leiki á HM. Guðmundur tók metið af Geir á HM í Frakklandi 2001. Guðjón Valur er nú á sínu tuttugasta stórmóti og hefur leikið fleiri stórmótaleiki og skorað fleiri stórmótamörk en nokkur annar íslenskur leikmaður. Hann hefur á þessum tuttugu stórmótum mætt 36 þjóðum en Angóla bættist í hópinn í gærkvöldi. Angóla varð jafnframt 29. þjóðin sem Guðjón Valur mætir á HM. Ólafur Stefánsson spilaði sína 54 HM-leiki á móti 31 þjóð. Guðjón Valur hefur ekki mætt Hvíta-Rússlandi, Bandaríkjunum, Litháen, Sádí-Arabíu, Suður-Kóreu og Sviss sem voru öll á meðal mótherja Íslands á HM þegar Ólafur lék með. Guðjón Valur hefur aftur á móti leikið á móti Angóla, Brasilíu, Makedóníu og Síle en það eru allt þjóðir sem Ólafur mætti aldrei á HM. Guðjón Valur hefur spilað flesta HM-leiki á móti Rússlandi, Spáni og Frakklandi eða fjóra á móti hverri þjóð. Hann hefur hins vegar skorað flest HM-mörk á móti Ástralíu eða alls 29 í aðeins tveimur leikjum sem gera 14,5 mörk að meðaltali í leik. Það eru næstum því fimmtán ár síðan Guðjón Valur spilaði sinn fyrsta leik á HM en það var einmitt í Frakklandi og á móti Svíþjóð í Montpellier 23. janúar 2001. Guðjón Valur skoraði 3 mörk í 21-24 tapi. Guðjón Valur hefur síðan skorað þrjú mörk eða fleiri í 44 af 54 leikjum sínum á heimsmeistaramóti. [email protected]
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira