Hafa ekki fengið fyllilega staðfest hvort skórnir séu Birnu Atli Ísleifsson skrifar 17. janúar 2017 09:01 Allir mögulegir viðbragðsaðilar; björgunarsveitir, lögregla og Landhelgisgæslan, hafa verið boðuð til leitarinnar að Birnu. Vísir/SÁP „Við höfum ekki fengið fyllilega staðfest að þetta séu skór frá Birnu. Við erum að vinna í því eins og við getum að staðfesta af eða á með það,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, aðspurður um gang rannsóknarinnar. Skópar áþekkt því sem Birna klæddist þegar hún hvarf sporlaust á fimmta tímanum síðastliðinn laugardagsmorgun fannst á tólfta tímanum við höfnina í Hafnarfirði í gærkvöldi. Þeir eru af gerðinni Dr. Martens og svartir að lit. Um mjög vinsæla tegund skóa er að ræða hjá ungu fólki.Fundað klukkan 9 Fundað verður í stjórnstöð leitarinnar um klukkan 9. „Fljótlega eftir það verðum við með betri upplýsingar um hvernig ætlum að nálgast þetta upp að því marki hvernig við getum talað um það. Fjölmiðlar skilja að við getum ekki upplýst um allar rannsóknaraðgerðir en við getum upplýst að einhverju leyti hvernig leitinni verður háttað.“Sjá einnig:Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað Athygli vakti að snjó var að finna undir skónum þegar þeir fundust við höfnina. Um þrír sólarhringar eru liðnir síðan Birna hvarf og var nokkuð hlýtt á suðvesturhorni landsins á sunnudag. Öllu kaldara var í gær og snjóaði. „Ég tek alveg undir það að það er merkilegt,“ segir Grímur, aðspurður um snjóinn undir skónum.Skoða eftirlitsmyndavélarGrímur segir að lögregla sé nú komin á fullt í að skoða eftirlitsmyndavélar á þessu svæði og rannsaka alla möguleika. Allir mögulegir viðbragðsaðilar; björgunarsveitir, lögregla og Landhelgisgæslan, hafa nú verið boðaðir til leitarinnar að Birnu. Hlé var gerð á leitinni í nótt en henni verður framhaldið í birtingu.En þetta myndband sem þið birtuð í gær? Hefur fólkið sem birtist þar haft samband við ykkur?„Það sem mér finnst mikilvægt með þetta myndband, er að þeir sem eru á myndbandinu, að þeir hafi samband við okkur. Þó að við reyndum að vinna myndbandið þannig að fólk þekktist ekki, þá muna menn hvenær þeir voru þarna. Að þeir myndu eitthvað meira og gætu komið upplýsingar til okkar hvort þeir hafi orðið var við eitthvað hjá Birnu. Það var stærsti tilgangurinn, að fá fólk sem var þarna á staðnum að hafa samband við okkur,“ segir Grímur. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30 Skór af sömu tegund og í sama lit og Birna var í fundust við Hafnarfjarðarhöfn Umfangsmiklar leitaraðgerðir standa yfir í Hafnarfjarðarhöfn eftir að Dr. Martens-skór svipaður þeim sem Birna Brjánsdóttir átti fannst þar fyrr í kvöld. 17. janúar 2017 02:33 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Við höfum ekki fengið fyllilega staðfest að þetta séu skór frá Birnu. Við erum að vinna í því eins og við getum að staðfesta af eða á með það,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, aðspurður um gang rannsóknarinnar. Skópar áþekkt því sem Birna klæddist þegar hún hvarf sporlaust á fimmta tímanum síðastliðinn laugardagsmorgun fannst á tólfta tímanum við höfnina í Hafnarfirði í gærkvöldi. Þeir eru af gerðinni Dr. Martens og svartir að lit. Um mjög vinsæla tegund skóa er að ræða hjá ungu fólki.Fundað klukkan 9 Fundað verður í stjórnstöð leitarinnar um klukkan 9. „Fljótlega eftir það verðum við með betri upplýsingar um hvernig ætlum að nálgast þetta upp að því marki hvernig við getum talað um það. Fjölmiðlar skilja að við getum ekki upplýst um allar rannsóknaraðgerðir en við getum upplýst að einhverju leyti hvernig leitinni verður háttað.“Sjá einnig:Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað Athygli vakti að snjó var að finna undir skónum þegar þeir fundust við höfnina. Um þrír sólarhringar eru liðnir síðan Birna hvarf og var nokkuð hlýtt á suðvesturhorni landsins á sunnudag. Öllu kaldara var í gær og snjóaði. „Ég tek alveg undir það að það er merkilegt,“ segir Grímur, aðspurður um snjóinn undir skónum.Skoða eftirlitsmyndavélarGrímur segir að lögregla sé nú komin á fullt í að skoða eftirlitsmyndavélar á þessu svæði og rannsaka alla möguleika. Allir mögulegir viðbragðsaðilar; björgunarsveitir, lögregla og Landhelgisgæslan, hafa nú verið boðaðir til leitarinnar að Birnu. Hlé var gerð á leitinni í nótt en henni verður framhaldið í birtingu.En þetta myndband sem þið birtuð í gær? Hefur fólkið sem birtist þar haft samband við ykkur?„Það sem mér finnst mikilvægt með þetta myndband, er að þeir sem eru á myndbandinu, að þeir hafi samband við okkur. Þó að við reyndum að vinna myndbandið þannig að fólk þekktist ekki, þá muna menn hvenær þeir voru þarna. Að þeir myndu eitthvað meira og gætu komið upplýsingar til okkar hvort þeir hafi orðið var við eitthvað hjá Birnu. Það var stærsti tilgangurinn, að fá fólk sem var þarna á staðnum að hafa samband við okkur,“ segir Grímur.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30 Skór af sömu tegund og í sama lit og Birna var í fundust við Hafnarfjarðarhöfn Umfangsmiklar leitaraðgerðir standa yfir í Hafnarfjarðarhöfn eftir að Dr. Martens-skór svipaður þeim sem Birna Brjánsdóttir átti fannst þar fyrr í kvöld. 17. janúar 2017 02:33 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Atburðir næturinnar: Fundu skó eins og Birna var í en umfangsmikil leit við Hafnarfjarðarhöfn engu skilað "Þetta verður ömurlega með hverri einustu mínútu sem líður og það er afar alvarlegt þegar svona langur tími er liðinn,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer fyrir rannsóknnni á máli Birnu Brjánsdóttur. 17. janúar 2017 06:30
Skór af sömu tegund og í sama lit og Birna var í fundust við Hafnarfjarðarhöfn Umfangsmiklar leitaraðgerðir standa yfir í Hafnarfjarðarhöfn eftir að Dr. Martens-skór svipaður þeim sem Birna Brjánsdóttir átti fannst þar fyrr í kvöld. 17. janúar 2017 02:33