Nautabanarnir of sterkir í gær Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. janúar 2017 06:00 Amar Freyr Anarsson skoraði fjögur mörk úr fimm skotum í sínum fyrsta leik á stórmóti og hér skorar hann eitt marka sinna í gær. vísir/epa Er ég settist niður í smekkfullri höllinni í Metz í gær var ég ekki vongóður um jákvæð úrslit. Það átti við um flesta Íslendinga. Ég var aftur á móti mjög spenntur að sjá öll nýju andlitin sem voru að byrja sinn stórmótaferil í faðmi nautabananna frá Spáni. Aldrei átti ég þó von á því að um mig myndi fara einstakur unaðshrollur í fyrri hálfleik. Frammistaða drengjakórsins í fyrri hálfleik var með slíkum ólíkindum að ég íhugaði mjög alvarlega að standa upp og hneigja mig er flautað var til leikhlés. Eftir á að hyggja hefði ég auðvitað átt að gera það. Strákarnir áttu það skilið.Frábær fyrri hálfleikur Fyrri hálfleikurinn var einfaldlega frábær. Það gekk gjörsamlega allt upp hjá strákunum. Björgvin Páll var eins og hann var upp á sitt besta í Peking. Varði allt, þar af þrjú víti og til að kóróna geggjaða frammistöðu skoraði hann eitt mark. Sjálfstraustið hjá strákunum var í botni og þeir ætluðu að sýna handboltaheiminum hvað þeir geta. Það gerðu þeir líka. Varnarleikurinn, sem var mikill hausverkur, var frábær og sóknarleikurinn var agaður og skynsamlegur. Strákarnir leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 12-10, sem var í raun óþarflega lítið forskot miðað við gæðin. Spánn vann lokakaflann 3-1 og það hafði sitt að segja. Spænsku nautabanarnir drógu svo fram sverðin í síðari hálfleik og hófu að sveifla þeim að drengjakórnum. Það svínvirkaði því íslenska liðið missti hreinlega allan mátt og er Spánverjar skoruðu sex mörk í röð og komust í 19-15 var þetta eiginlega búið. Það var viðbúið að liðið myndi gefa eftir en svona mikið var ekki nógu gott. Það er svo margt jákvætt sem má taka úr þessum leik og það var í raun von mín fyrir leikinn. Að liðið myndi sýna frammistöðu sem hægt væri að byggja á. Það var hjartað, andinn og óttaleysið sem einkenndi leik liðsins framan af sem heillaði alla upp úr skónum. Það var í raun létt þjóðhátíð á Íslandi í hálfleik út af þessum hálfleik.Storkar öllum lögmálum Björgvin var auðvitað stórkostlegur og maðurinn sem storkar öllum lögmálum varðandi aldur, Guðjón Valur, var einnig geggjaður. Ólafur Guðmundsson gerði færri mistök en oft áður og skoraði góð mörk. Rúnar Kárason átti flottar sleggjur. Skref í rétta átti hjá Óla og Rúnari en við viljum meira frá þeim. Það var svo hrein unun að fylgjast með senuþjófinum Arnari Frey Arnarssyni. Sá spilaði ekki eins og þetta væri hans fyrsti leikur á stórmóti. Óð í stóru spænsku nautin, kastaði þeim af sér, reif kjaft við þau og skoraði góð mörk. Geggjaður. Svo stóð hann vaktina í vörninni lengstum vel með Guðmundi Hólmari sem var flottur þar. Janus Daði lék líka eins og reynslubolti. Lét boltann ganga vel og reyndi að taka af skarið er á þurfti að halda.Margt jákvætt á fund dagsins Þó að hrunið hafi verið ansi mikið í síðari hálfleik þá getur Geir Sveinsson tekið margt jákvætt með sér á fund dagsins með strákunum. Í um 40 mínútur var þetta frammistaða sem strákarnir geta verið mjög stoltir af. Ég hlakka til að sjá meira af þessu liði á næstu dögum.grafík/fréttablaðið HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira
Er ég settist niður í smekkfullri höllinni í Metz í gær var ég ekki vongóður um jákvæð úrslit. Það átti við um flesta Íslendinga. Ég var aftur á móti mjög spenntur að sjá öll nýju andlitin sem voru að byrja sinn stórmótaferil í faðmi nautabananna frá Spáni. Aldrei átti ég þó von á því að um mig myndi fara einstakur unaðshrollur í fyrri hálfleik. Frammistaða drengjakórsins í fyrri hálfleik var með slíkum ólíkindum að ég íhugaði mjög alvarlega að standa upp og hneigja mig er flautað var til leikhlés. Eftir á að hyggja hefði ég auðvitað átt að gera það. Strákarnir áttu það skilið.Frábær fyrri hálfleikur Fyrri hálfleikurinn var einfaldlega frábær. Það gekk gjörsamlega allt upp hjá strákunum. Björgvin Páll var eins og hann var upp á sitt besta í Peking. Varði allt, þar af þrjú víti og til að kóróna geggjaða frammistöðu skoraði hann eitt mark. Sjálfstraustið hjá strákunum var í botni og þeir ætluðu að sýna handboltaheiminum hvað þeir geta. Það gerðu þeir líka. Varnarleikurinn, sem var mikill hausverkur, var frábær og sóknarleikurinn var agaður og skynsamlegur. Strákarnir leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 12-10, sem var í raun óþarflega lítið forskot miðað við gæðin. Spánn vann lokakaflann 3-1 og það hafði sitt að segja. Spænsku nautabanarnir drógu svo fram sverðin í síðari hálfleik og hófu að sveifla þeim að drengjakórnum. Það svínvirkaði því íslenska liðið missti hreinlega allan mátt og er Spánverjar skoruðu sex mörk í röð og komust í 19-15 var þetta eiginlega búið. Það var viðbúið að liðið myndi gefa eftir en svona mikið var ekki nógu gott. Það er svo margt jákvætt sem má taka úr þessum leik og það var í raun von mín fyrir leikinn. Að liðið myndi sýna frammistöðu sem hægt væri að byggja á. Það var hjartað, andinn og óttaleysið sem einkenndi leik liðsins framan af sem heillaði alla upp úr skónum. Það var í raun létt þjóðhátíð á Íslandi í hálfleik út af þessum hálfleik.Storkar öllum lögmálum Björgvin var auðvitað stórkostlegur og maðurinn sem storkar öllum lögmálum varðandi aldur, Guðjón Valur, var einnig geggjaður. Ólafur Guðmundsson gerði færri mistök en oft áður og skoraði góð mörk. Rúnar Kárason átti flottar sleggjur. Skref í rétta átti hjá Óla og Rúnari en við viljum meira frá þeim. Það var svo hrein unun að fylgjast með senuþjófinum Arnari Frey Arnarssyni. Sá spilaði ekki eins og þetta væri hans fyrsti leikur á stórmóti. Óð í stóru spænsku nautin, kastaði þeim af sér, reif kjaft við þau og skoraði góð mörk. Geggjaður. Svo stóð hann vaktina í vörninni lengstum vel með Guðmundi Hólmari sem var flottur þar. Janus Daði lék líka eins og reynslubolti. Lét boltann ganga vel og reyndi að taka af skarið er á þurfti að halda.Margt jákvætt á fund dagsins Þó að hrunið hafi verið ansi mikið í síðari hálfleik þá getur Geir Sveinsson tekið margt jákvætt með sér á fund dagsins með strákunum. Í um 40 mínútur var þetta frammistaða sem strákarnir geta verið mjög stoltir af. Ég hlakka til að sjá meira af þessu liði á næstu dögum.grafík/fréttablaðið
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Sjá meira