HM-pistill: Hvaða lag mun drengjakór Geirs syngja? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2017 07:00 Kristianstad-þrenningin, Arnar Freyr Arnarsson, Ólafur Guðmundsson og Gunnar Steinn Jónsson, verða í stóru hlutverki á HM. vísir/hanna Það er ótrúlega áhugavert heimsmeistaramót fram undan hjá strákunum okkar. Það er svo mikið af ungum mönnum í Metz núna að þetta eru eiginlega bara drengir. Því er vel við hæfi að tala um drengjakór Geirs eins og Gaupi byrjaði á svo skemmtilega. Að Aron Pálmarsson spili ekki með liðinu gjörbreytir auðvitað stöðunni. Hvaða landslið sem er myndi sakna slíks heimsklassaleikmanns. Aron hefur verið maðurinn sem dregur vagninn. Gefur sendingarnar sem þarf og skýtur á markið þegar allt er undir. Nú þurfa aðrir menn að axla þá ábyrgð og ég er hrikalega spenntur að sjá hvernig drengjakórnum mun farnast í því verkefni. Ólafur Andrés Guðmundsson og Rúnar Kárason verða á meðal þeirra sem þurfa að axla mikla ábyrgð og taka skotin þegar allt er undir eða þegar liðið vantar sárlega kraft. Þeir eru engir nýgræðingar þó að þeir séu í fyrsta skipti í alvöru ábyrgðarhlutverki. Nú er sviðið þeirra og tækifæri til að sýna að þeir geti þetta og hafi átt fleiri tækifæri skilin á undanförnum árum. Svo eru það yngstu guttarnir sem hafa mikla hæfileika. Janus Daði er enn í Olís-deildinni en virðist ekki óttast neitt. Ómar Ingi er stútfullur af hæfileikum og Arnar Freyr er framtíð landsliðsins á línunni og í vörninni. Þegar komið er að tímamótum eins og landsliðið stendur á er ég á því að það eigi að leyfa framtíðinni að spila. Hlaupa af sér hornin og næla sér í ómetanlega reynslu sem er fjárfesting í framtíð landsliðsins. Það gladdi mig mikið að heyra Geir Sveinsson segja í gær að hann ætli sér að gera það. Hann mun nýta þetta mót til þess að leggja inn á framtíðarreikning strákanna okkar. Margir segja að það sé engin pressa á liðinu núna og það er að einhverju leyti rétt. Fólk almennt býst ekki við miklum árangri en það eru strákarnir sem setja pressu á sjálfa sig. Að standa sig vel. Þeir vilja sýna sig og sanna og gætu hæglega komið einhverjum á óvart í sumum leikja mótsins. Það er mjög erfitt að spá í hversu langt liðið fer. Það verður á brattann að sækja og ekki síst í kvöld er liðið mætir firnasterku liði Spánverja. Þó að liðið tapi þeim leik þá vill maður sjá jákvæða hluti. Hluti sem hægt verður að vinna með í komandi leikjum. Geir hefur verið með stífar söngæfingar fyrir drengjakórinn sinn síðustu daga en það er ekki fyrr en á hólminn er komið sem við komumst að því hvort lagið sé rammfalskt eða gullfallega sungið. Ég í það minnsta bíð mjög spenntur að sjá hvernig þessi tónleikaferð drengjakórsins endar. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Það er ótrúlega áhugavert heimsmeistaramót fram undan hjá strákunum okkar. Það er svo mikið af ungum mönnum í Metz núna að þetta eru eiginlega bara drengir. Því er vel við hæfi að tala um drengjakór Geirs eins og Gaupi byrjaði á svo skemmtilega. Að Aron Pálmarsson spili ekki með liðinu gjörbreytir auðvitað stöðunni. Hvaða landslið sem er myndi sakna slíks heimsklassaleikmanns. Aron hefur verið maðurinn sem dregur vagninn. Gefur sendingarnar sem þarf og skýtur á markið þegar allt er undir. Nú þurfa aðrir menn að axla þá ábyrgð og ég er hrikalega spenntur að sjá hvernig drengjakórnum mun farnast í því verkefni. Ólafur Andrés Guðmundsson og Rúnar Kárason verða á meðal þeirra sem þurfa að axla mikla ábyrgð og taka skotin þegar allt er undir eða þegar liðið vantar sárlega kraft. Þeir eru engir nýgræðingar þó að þeir séu í fyrsta skipti í alvöru ábyrgðarhlutverki. Nú er sviðið þeirra og tækifæri til að sýna að þeir geti þetta og hafi átt fleiri tækifæri skilin á undanförnum árum. Svo eru það yngstu guttarnir sem hafa mikla hæfileika. Janus Daði er enn í Olís-deildinni en virðist ekki óttast neitt. Ómar Ingi er stútfullur af hæfileikum og Arnar Freyr er framtíð landsliðsins á línunni og í vörninni. Þegar komið er að tímamótum eins og landsliðið stendur á er ég á því að það eigi að leyfa framtíðinni að spila. Hlaupa af sér hornin og næla sér í ómetanlega reynslu sem er fjárfesting í framtíð landsliðsins. Það gladdi mig mikið að heyra Geir Sveinsson segja í gær að hann ætli sér að gera það. Hann mun nýta þetta mót til þess að leggja inn á framtíðarreikning strákanna okkar. Margir segja að það sé engin pressa á liðinu núna og það er að einhverju leyti rétt. Fólk almennt býst ekki við miklum árangri en það eru strákarnir sem setja pressu á sjálfa sig. Að standa sig vel. Þeir vilja sýna sig og sanna og gætu hæglega komið einhverjum á óvart í sumum leikja mótsins. Það er mjög erfitt að spá í hversu langt liðið fer. Það verður á brattann að sækja og ekki síst í kvöld er liðið mætir firnasterku liði Spánverja. Þó að liðið tapi þeim leik þá vill maður sjá jákvæða hluti. Hluti sem hægt verður að vinna með í komandi leikjum. Geir hefur verið með stífar söngæfingar fyrir drengjakórinn sinn síðustu daga en það er ekki fyrr en á hólminn er komið sem við komumst að því hvort lagið sé rammfalskt eða gullfallega sungið. Ég í það minnsta bíð mjög spenntur að sjá hvernig þessi tónleikaferð drengjakórsins endar.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira