Þetta er ógeðslega leiðinlegt Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. janúar 2017 06:00 Aron er í kapphlaupi við tímann. vísir/getty Þegar aðeins einn dagur er í að Ísland hefji leik á heimsmeistaramótinu í Frakklandi er enn óvissa um hverjir séu að fara að spila fyrir liðið. Stærsta spurningamerkið er auðvitað stjarna liðsins, Aron Pálmarsson, en hann er þó kominn til Frakklands og æfði með liðinu í gær. Vignir Svavarsson er enn á Íslandi veikur og Stefán Rafn Sigurmannsson kom til Frakklands vegna meiðsla Bjarka Más Elíssonar. Stríðsjálkarnir Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson virðast þó vera klárir í bátana. „Ég er búinn með eina æfingu hérna þar sem ég beitti mér svona 70-80 prósent. Þetta gekk svona allt í lagi. Sumt var í lagi en ég var verri í ákveðnum hreyfingum. Ég fékk svo sprautu fyrir um viku síðan og við erum að bíða eftir að virknin í henni „kikki“ almennilega inn,“ sagði Aron eftir æfingu íslenska liðsins í Metz í gær en hann segist vera í kappi við tímann og ómögulegt að segja hvernig hans mál endi. Sjá einnig: Aron: Ég er í kappi við tímann „Kannski verð ég miklu betri á morgun og svo kannski ekki. Ég vonast eftir hinu besta. Ég er svipaður og ég var eftir æfingar síðast en öðruvísi samt út af sprautunni. Vonandi skilar sprautan sínu og það heldur bjartsýninni gangandi.“ Það þarf auðvitað ekkert að fjölyrða um mikilvægi Arons í íslenska liðinu. Hann er besti leikmaður liðsins og það yrði gríðarlegt högg ef hann spilar ekki. Kemur til greina að hann sleppi fyrstu leikjunum og komi svo inn jafnvel um miðja riðlakeppnina? „Það er auðvitað möguleiki að sleppa fyrsta eða jafnvel tveim fyrstu. Á meðan möguleikinn er fyrir hendi að ég geti spilað þá mun ég vera hérna. Ef ég verð ekki orðinn nógu góður fyrir þriðja eða fjórða leik þá hef ég ekkert að gera hérna. Það er erfitt að segja eitthvað því ég veit svo lítið sjálfur. Þetta er bara bið,“ segir Aron og það leynir sér ekki að þetta ástand fer í taugarnar á honum. Sjá einnig: Kristján Arason: Eigum að gera kröfu á 3. sætið í riðlinum „Ég er orðinn mjög pirraður á þessu því þetta er búið að standa yfir allt of lengi. Það versta fyrir íþróttamann er að vera meiddur og þetta er ógeðslega leiðinlegt. Annað hvort í spesæfingum eða horfa á hina æfa. Það fer í hausinn á manni en ég reyni að tækla þetta eins vel og ég get. Þessi meiðsli eru búin að vera að plaga mig síðan í byrjun nóvember.“ Íslenska liðið æfir aftur í dag og eftir æfingu dagsins ætti að koma í ljós hvort Aron verði klár í fyrsta leik gegn Spánverjum eður ei.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
Þegar aðeins einn dagur er í að Ísland hefji leik á heimsmeistaramótinu í Frakklandi er enn óvissa um hverjir séu að fara að spila fyrir liðið. Stærsta spurningamerkið er auðvitað stjarna liðsins, Aron Pálmarsson, en hann er þó kominn til Frakklands og æfði með liðinu í gær. Vignir Svavarsson er enn á Íslandi veikur og Stefán Rafn Sigurmannsson kom til Frakklands vegna meiðsla Bjarka Más Elíssonar. Stríðsjálkarnir Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson virðast þó vera klárir í bátana. „Ég er búinn með eina æfingu hérna þar sem ég beitti mér svona 70-80 prósent. Þetta gekk svona allt í lagi. Sumt var í lagi en ég var verri í ákveðnum hreyfingum. Ég fékk svo sprautu fyrir um viku síðan og við erum að bíða eftir að virknin í henni „kikki“ almennilega inn,“ sagði Aron eftir æfingu íslenska liðsins í Metz í gær en hann segist vera í kappi við tímann og ómögulegt að segja hvernig hans mál endi. Sjá einnig: Aron: Ég er í kappi við tímann „Kannski verð ég miklu betri á morgun og svo kannski ekki. Ég vonast eftir hinu besta. Ég er svipaður og ég var eftir æfingar síðast en öðruvísi samt út af sprautunni. Vonandi skilar sprautan sínu og það heldur bjartsýninni gangandi.“ Það þarf auðvitað ekkert að fjölyrða um mikilvægi Arons í íslenska liðinu. Hann er besti leikmaður liðsins og það yrði gríðarlegt högg ef hann spilar ekki. Kemur til greina að hann sleppi fyrstu leikjunum og komi svo inn jafnvel um miðja riðlakeppnina? „Það er auðvitað möguleiki að sleppa fyrsta eða jafnvel tveim fyrstu. Á meðan möguleikinn er fyrir hendi að ég geti spilað þá mun ég vera hérna. Ef ég verð ekki orðinn nógu góður fyrir þriðja eða fjórða leik þá hef ég ekkert að gera hérna. Það er erfitt að segja eitthvað því ég veit svo lítið sjálfur. Þetta er bara bið,“ segir Aron og það leynir sér ekki að þetta ástand fer í taugarnar á honum. Sjá einnig: Kristján Arason: Eigum að gera kröfu á 3. sætið í riðlinum „Ég er orðinn mjög pirraður á þessu því þetta er búið að standa yfir allt of lengi. Það versta fyrir íþróttamann er að vera meiddur og þetta er ógeðslega leiðinlegt. Annað hvort í spesæfingum eða horfa á hina æfa. Það fer í hausinn á manni en ég reyni að tækla þetta eins vel og ég get. Þessi meiðsli eru búin að vera að plaga mig síðan í byrjun nóvember.“ Íslenska liðið æfir aftur í dag og eftir æfingu dagsins ætti að koma í ljós hvort Aron verði klár í fyrsta leik gegn Spánverjum eður ei.Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira