Leiðsögumenn hlýddu ekki fyrirmælum lögreglu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. janúar 2017 20:00 Lögreglumanni hjá lögreglunni á Suðurlandi blöskraði hvernig ferðamenn og leiðsögumenn létu í Reynisfjöru eftir banaslys í gær. Farið var inn fyrir lögregluborða og fyrirmælum ekki fyglt. Þá þekkist það að leiðsögumenn biðji lögreglu um aðstoð því þeir ráði ekki við hópana sína. Ítrekað berast fréttir af því að ferðamenn hafi verið hætt komnir í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum. Í gær fórst þýsk kona þegar hún fór í sjóinn við Kirkjufjöru. Björn Emil Jónsson, lögreglumaður á Suðurlandi, vann á slysstað í gær. Honum blöskraði hvernig fólk á svæðinu lét eftir slysið. „Það sást til leiðsögumanna, eða leiðsögumanns, allavega eins, jafnvel tveggja, fara yfir lokanir eftir að slysið hafði átt sér stað og við vorum búnir að loka með lögregluborða. Það eru einstaklingar að fara líka,“ segir Björn Emil og bætir við að það valdi mjög miklum vonbrigðum, sérstaklega þegar leiðsögumenn fari ekki eftir fyrirmælum lögreglu. Það sé fleira sem leiðsögumenn þurfi að bæta þegar þeir fari með hóp í Reynisfjöru. „Satt best að segja þá höfum við fengið þó nokkrum sinnum tilkynningar frá leiðsögumönnum þar sem þeir óska eftir aðstoð frá okkur því þeir ráða ekki við hópana sína. Þeir eru með svo stóra hópa eða allavega sinna hóparnir ekki fyrirmælum og vaða niður í fjöruna þrátt fyrir að það sé búið að banna þeim það. Ég get bara ekki séð að þetta sé verkefni lögreglunnar. Þarna þurfa menn að taka sig á,“ segir Björn Emil. Snorri Ingason, varaformaður Félags leiðsögumanna, segist ekki kannast við það að leiðsögumenn séu með of stóra hópa á svæðinu. Stærstu hóparnir séu fjörutíu manns. Hins vegar óski leiðsögumenn eftir aðstoð til að koma í veg fyrir slys ef þeir sjá að ferðamenn á eigin vegum séu í hættu. „Fólk hefur ekki verið upplýst um hætturnar þarna og við erum oft mjög áhyggjufull um fólk í fjörunni. Maður er oft á nálum þegar maður er að keyra niður afleggjarann og maður lýsir því fyrir farþegunum hverjar hætturnar séu. Það er vinna okkar leiðsögumanna að upplýsa ferðamanninn um hætturnar. Það þarf landvörslu, það er alveg ljóst. Þegar slysið átti sér stað í fyrra þá var gæsla í fjörunni í tvær þrjár vikur eftir það og manni var bara soldið létt,“ segir Snorri. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Lögreglumanni hjá lögreglunni á Suðurlandi blöskraði hvernig ferðamenn og leiðsögumenn létu í Reynisfjöru eftir banaslys í gær. Farið var inn fyrir lögregluborða og fyrirmælum ekki fyglt. Þá þekkist það að leiðsögumenn biðji lögreglu um aðstoð því þeir ráði ekki við hópana sína. Ítrekað berast fréttir af því að ferðamenn hafi verið hætt komnir í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum. Í gær fórst þýsk kona þegar hún fór í sjóinn við Kirkjufjöru. Björn Emil Jónsson, lögreglumaður á Suðurlandi, vann á slysstað í gær. Honum blöskraði hvernig fólk á svæðinu lét eftir slysið. „Það sást til leiðsögumanna, eða leiðsögumanns, allavega eins, jafnvel tveggja, fara yfir lokanir eftir að slysið hafði átt sér stað og við vorum búnir að loka með lögregluborða. Það eru einstaklingar að fara líka,“ segir Björn Emil og bætir við að það valdi mjög miklum vonbrigðum, sérstaklega þegar leiðsögumenn fari ekki eftir fyrirmælum lögreglu. Það sé fleira sem leiðsögumenn þurfi að bæta þegar þeir fari með hóp í Reynisfjöru. „Satt best að segja þá höfum við fengið þó nokkrum sinnum tilkynningar frá leiðsögumönnum þar sem þeir óska eftir aðstoð frá okkur því þeir ráða ekki við hópana sína. Þeir eru með svo stóra hópa eða allavega sinna hóparnir ekki fyrirmælum og vaða niður í fjöruna þrátt fyrir að það sé búið að banna þeim það. Ég get bara ekki séð að þetta sé verkefni lögreglunnar. Þarna þurfa menn að taka sig á,“ segir Björn Emil. Snorri Ingason, varaformaður Félags leiðsögumanna, segist ekki kannast við það að leiðsögumenn séu með of stóra hópa á svæðinu. Stærstu hóparnir séu fjörutíu manns. Hins vegar óski leiðsögumenn eftir aðstoð til að koma í veg fyrir slys ef þeir sjá að ferðamenn á eigin vegum séu í hættu. „Fólk hefur ekki verið upplýst um hætturnar þarna og við erum oft mjög áhyggjufull um fólk í fjörunni. Maður er oft á nálum þegar maður er að keyra niður afleggjarann og maður lýsir því fyrir farþegunum hverjar hætturnar séu. Það er vinna okkar leiðsögumanna að upplýsa ferðamanninn um hætturnar. Það þarf landvörslu, það er alveg ljóst. Þegar slysið átti sér stað í fyrra þá var gæsla í fjörunni í tvær þrjár vikur eftir það og manni var bara soldið létt,“ segir Snorri.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira