Ríkisstjórnir hafa oft fengið smellin viðurnefni. Til að mynda var ráðuneyti Björns Þórðarsonar oft nefnt Utanþingsstjórnin eða Coca Cola-stjórnin og margir vilja nefna fráfarandi ríkisstjórn Wintris-stjórnina.
Þá var fimmta ráðuneyti Ólafs Thors, sem tók við árið 1959, oftast kallað Viðreisn, líkt og sá flokkur sem mun taka við þremur ráðuneytum á morgun.
Því spyr Vísir nú, hvað á nýja ríkisstjórnin að heita? Vísir tók saman nokkrar hugmyndir að viðurnefnum fyrir hina nýju ríkisstjórn í samráði við álitsgjafa.
Við hvetjum lesendur til að bæta við hugmyndum í athugasemdakerfið hér fyrir neðan og bætum við svarmöguleikum eins og auðið er.