Kirkjufjara lokuð en ekkert eftirlit Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. janúar 2017 14:16 Myndin er tekin við Kirkjufjöru fyrr í dag. Vísir/Jói K Umhverfisstofnun vinnur nú að varanlegri lokun Kirkjufjöru. Skilti sem merkja eiga lokun fjörunnar voru í prentun þegar banaslys varð í fjörunni í gær. Ekkert eftirlit er á staðnum í dag. Í dag er bráðabirðgar alslherjarlokun á gönguleiðinni að kirkjufjöru. Enn er þó hægt að skoða fjöruna af útsýnispalli. „Aðgerðir okkar eru fólgnar í því að loka fjörunni, girða hana betur af þó hún sé girt eins og er má gera það betur, og setja upp skilti sem segir að fjaran sé lokuð,“ segir Hákon Ásgeirsson, sérfræðingur umhverfisstofnunnar á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Hann segir að skiltin hafi verið í prentun þegar banaslys varð í fjörunni í gær eftir að þýsk kona lenti í sjónum. „Þessi skilti hafa verið í vinnslu síðan fyrir jól og áttu að vera til fyrr en því hefur seinkað. En við vonum að fá þau núna í lok vikunnar eða byrjun næstu.“Sjá einnig:Konan sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru er látin Hákon segir að fjörunni verði lokað bæði vegna hrunhættu og vegna sterkra strauma í fjörunni. Ferðamenn eigi þó að sjá vel yfir fjöruna áfram. „Bara ofan af klettunum þá sjá þeir vel niður í fjöruna. Þannig að útsýnið yfir fjöruna verður áfram mjög gott þótt þeir komist ekki niður í fjöruna.“Og þetta verður viðvarandi? „Allavega eins og staðan er núna verður fjaran lokuð. Þetta er sérstaklega slæmt á veturna þegar öldurnar eru meiri. En svo þegar það er landvarsla á sumrin þá er spurning hvort hægt sé að hafa lokað á ákveðnum tímum því þá er dagleg varsla á svæðinu.“Ekkert eftirlit Hákon segir að umhverfisstofnun ætli strax að byrja að girða betur fyrir fjöruna, en hún er nú þegar afgirt og varað er við því að fólk fari niður í fjöruna. Fréttamenn fréttastofu 365 hafa í dag verið við Kirkjufjöru og segja að eitthvað sé um að fólk virði ekki að fjaran sé afgirt og gangi um utan afmarkaðs svæðis. Fólk viti ekki að fjaran sé lokuð og hafa þeir bent ferðafólki á það sjálfir, sem og látið þá vita af atburði gærdagsins. Einn Landvörður var í fjörunni í dag og sagði hann í samtali við fréttastofu að hann hefði eingöngu verið í eftirlitsferð og fór þaðan eftir stutta stund. Þórir Kjartansson, íbúi í Vík, náði myndbandi af briminu á svæðinu á svipuðum tíma og banaslysið varð í gær og má sjá það í spilaranum hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Umhverfisstofnun vinnur nú að varanlegri lokun Kirkjufjöru. Skilti sem merkja eiga lokun fjörunnar voru í prentun þegar banaslys varð í fjörunni í gær. Ekkert eftirlit er á staðnum í dag. Í dag er bráðabirðgar alslherjarlokun á gönguleiðinni að kirkjufjöru. Enn er þó hægt að skoða fjöruna af útsýnispalli. „Aðgerðir okkar eru fólgnar í því að loka fjörunni, girða hana betur af þó hún sé girt eins og er má gera það betur, og setja upp skilti sem segir að fjaran sé lokuð,“ segir Hákon Ásgeirsson, sérfræðingur umhverfisstofnunnar á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Hann segir að skiltin hafi verið í prentun þegar banaslys varð í fjörunni í gær eftir að þýsk kona lenti í sjónum. „Þessi skilti hafa verið í vinnslu síðan fyrir jól og áttu að vera til fyrr en því hefur seinkað. En við vonum að fá þau núna í lok vikunnar eða byrjun næstu.“Sjá einnig:Konan sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru er látin Hákon segir að fjörunni verði lokað bæði vegna hrunhættu og vegna sterkra strauma í fjörunni. Ferðamenn eigi þó að sjá vel yfir fjöruna áfram. „Bara ofan af klettunum þá sjá þeir vel niður í fjöruna. Þannig að útsýnið yfir fjöruna verður áfram mjög gott þótt þeir komist ekki niður í fjöruna.“Og þetta verður viðvarandi? „Allavega eins og staðan er núna verður fjaran lokuð. Þetta er sérstaklega slæmt á veturna þegar öldurnar eru meiri. En svo þegar það er landvarsla á sumrin þá er spurning hvort hægt sé að hafa lokað á ákveðnum tímum því þá er dagleg varsla á svæðinu.“Ekkert eftirlit Hákon segir að umhverfisstofnun ætli strax að byrja að girða betur fyrir fjöruna, en hún er nú þegar afgirt og varað er við því að fólk fari niður í fjöruna. Fréttamenn fréttastofu 365 hafa í dag verið við Kirkjufjöru og segja að eitthvað sé um að fólk virði ekki að fjaran sé afgirt og gangi um utan afmarkaðs svæðis. Fólk viti ekki að fjaran sé lokuð og hafa þeir bent ferðafólki á það sjálfir, sem og látið þá vita af atburði gærdagsins. Einn Landvörður var í fjörunni í dag og sagði hann í samtali við fréttastofu að hann hefði eingöngu verið í eftirlitsferð og fór þaðan eftir stutta stund. Þórir Kjartansson, íbúi í Vík, náði myndbandi af briminu á svæðinu á svipuðum tíma og banaslysið varð í gær og má sjá það í spilaranum hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30