25 ára sorgarsaga Saturn merkis GM Finnur Thorlacius skrifar 10. janúar 2017 12:30 Saturn SL árgerð 1991 er ein táknmynd daprar framleiðslu Saturn. Fyrir ríflega 6 árum greindi General Motors frá því að það ætlaði að leggja niður Saturn bílamerkið sem hafði verið við líði frá árinu 1985, þó svo fyrstu bílar Saturn hafi fyrst komið á markað árið 1990. Saturn merkið er ef til vill ein skýrasta birtingarmynd þeirra endalausu mistaka bandarískra bílaframleiðenda sem gerði þá á endanum órekstrarhæfa og var í kjölfarið bjargað af ríkinu. Bílar með Saturn merkinu þóttu gegnum árin einkar illa heppnaðir. Ástæðan fyrir stofnun Saturn merkisins hjá GM var sú samkeppni sem bandarískir bílaframleiðendur fengu með smærri bílum japanskra og evrópskra bílaframleiðenda á níunda áratug síðustu aldar. Því voru bílar Saturn minni en almennt gerðist hjá GM. GM notaði frasa eins og “A brand about people” og “A different kind of car company”, sem hefði átt að benda til þess að Saturn framleiddi flotta og stefnumarkandi bíla. Það gerði það þó aldrei og hefur léleg plastnotkun í bílum líklega aldrei náð meiri hæðum en í bílum frá Saturn. Byggðir á Opel bílum Fyrstu árin gekk þó vel og höfðuðu bílar Saturn til hóps fólks sem kaus eyðslugrennri minni bíla en samt ameríska. Þegar markaðurinn hinsvegar uppgötvaði að frekari framþróun á þessum fyrstu bílum Saturn sat á hakanum fór að halla undan fæti. Árið 2000 kynnti Saturn 2000 L bílinn, sem byggður var á Opel Vectra, en Opel merkið var þá komið undir hatt GM. Einhverntíma var haft eftir Jeremy Clarkson að þessi bíll hafi verið svo misheppnaður að hann yrði að teljast einn versti bíll heims frá upphafi, enda hlyti hann að hafa verið teiknaður í kaffihléi af fólki sem hafði engan áhuga á bílum. Stór orð það, en ef til vill nokkuð lýsandi fyrir framleiðslu Saturn merkisins. Eingöngu markaðsdrifið Saturn hélt áfram að setja á markað bíla sem í raun voru hannaðir af Opel á þeim tíma sem stjarna Opel hefur nú ekki skynið skærast, þó breyttir tímar séu þar á bæ nú. Því voru bílar Saturn fremur óspennandi og ófrumlegir. Því má ef til vill segja að Saturn merkið hafi aldrei verið sett á laggirnar til að skapa nýja og spennandi bíla, heldur hafi bara apað eftir evrópskum framleiðendum og reynt með því að höfða til þröngs hóps bandaríkjamanna sem vildu smærri bíla en hefðu svo mikið þjóðernisstolt að kaupa fremur bíla framleidda undir merkjum Bandaríkjanna en Evrópu. Því var fyrirtækið aldrei framleiðsludrifið, heldur eingöngu markaðsdrifið og í því ljósi harla óspennandi meðal bílaáhugamanna. Fáir grétu brotthvarf Saturn bílamerkisins í október árið 2010. Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent
Fyrir ríflega 6 árum greindi General Motors frá því að það ætlaði að leggja niður Saturn bílamerkið sem hafði verið við líði frá árinu 1985, þó svo fyrstu bílar Saturn hafi fyrst komið á markað árið 1990. Saturn merkið er ef til vill ein skýrasta birtingarmynd þeirra endalausu mistaka bandarískra bílaframleiðenda sem gerði þá á endanum órekstrarhæfa og var í kjölfarið bjargað af ríkinu. Bílar með Saturn merkinu þóttu gegnum árin einkar illa heppnaðir. Ástæðan fyrir stofnun Saturn merkisins hjá GM var sú samkeppni sem bandarískir bílaframleiðendur fengu með smærri bílum japanskra og evrópskra bílaframleiðenda á níunda áratug síðustu aldar. Því voru bílar Saturn minni en almennt gerðist hjá GM. GM notaði frasa eins og “A brand about people” og “A different kind of car company”, sem hefði átt að benda til þess að Saturn framleiddi flotta og stefnumarkandi bíla. Það gerði það þó aldrei og hefur léleg plastnotkun í bílum líklega aldrei náð meiri hæðum en í bílum frá Saturn. Byggðir á Opel bílum Fyrstu árin gekk þó vel og höfðuðu bílar Saturn til hóps fólks sem kaus eyðslugrennri minni bíla en samt ameríska. Þegar markaðurinn hinsvegar uppgötvaði að frekari framþróun á þessum fyrstu bílum Saturn sat á hakanum fór að halla undan fæti. Árið 2000 kynnti Saturn 2000 L bílinn, sem byggður var á Opel Vectra, en Opel merkið var þá komið undir hatt GM. Einhverntíma var haft eftir Jeremy Clarkson að þessi bíll hafi verið svo misheppnaður að hann yrði að teljast einn versti bíll heims frá upphafi, enda hlyti hann að hafa verið teiknaður í kaffihléi af fólki sem hafði engan áhuga á bílum. Stór orð það, en ef til vill nokkuð lýsandi fyrir framleiðslu Saturn merkisins. Eingöngu markaðsdrifið Saturn hélt áfram að setja á markað bíla sem í raun voru hannaðir af Opel á þeim tíma sem stjarna Opel hefur nú ekki skynið skærast, þó breyttir tímar séu þar á bæ nú. Því voru bílar Saturn fremur óspennandi og ófrumlegir. Því má ef til vill segja að Saturn merkið hafi aldrei verið sett á laggirnar til að skapa nýja og spennandi bíla, heldur hafi bara apað eftir evrópskum framleiðendum og reynt með því að höfða til þröngs hóps bandaríkjamanna sem vildu smærri bíla en hefðu svo mikið þjóðernisstolt að kaupa fremur bíla framleidda undir merkjum Bandaríkjanna en Evrópu. Því var fyrirtækið aldrei framleiðsludrifið, heldur eingöngu markaðsdrifið og í því ljósi harla óspennandi meðal bílaáhugamanna. Fáir grétu brotthvarf Saturn bílamerkisins í október árið 2010.
Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent