Eflaust eru þó margir sem muna eftir honum sem fyrsta manninum sem dó í Alien seríunni.
Hurt hélt áfram að leika og síðasta mynd hans var Jackie sem fjallar um eiginkonu John F. Kennedy. Undir lok ársins 2015 var talið að hann hefði verið læknaður, en hann neyddist til að hætta í leikritinu The Entertainer í fyrra vegna veikinda sinna.
Þá var Hurt sleginn til riddara af Elísabetu drottningu í fyrra fyrir feril sinn í leiklist. Hann var tvisvar sinnum tilnefndur til Óskarsverðlauna, fyrir Elephant Man og svo fyrir Midnight Express. Þar að auki hefur hann unnið til Bafta og Golden Globe verðlauna.
No one could have played The Elephant Man more memorably. He carried that film into cinematic immortality. He will be sorely missed.
— Mel Brooks (@MelBrooks) January 28, 2017