Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 72-63 | Valur sýndi klærnar á móti Stjörnunni Stefán Árni Pálsson í Valshöllinni skrifar 29. janúar 2017 16:15 Úr leik liðanna fyrr í vetur. vísir/anton Valur vann góðan sigur á Stjörnunni, 72-63, í 18. umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Valsheimilinu. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur og skiptust liðin í raun á að vera með smá forskot. Valur stakk örlítið af undir lokin og vann liðið að lokum frábæran og mikilvægan sigur. Valur er í sjötta sæti deildarinnar með 14 stig en Stjarnan með 20 stig í því fjórða. Af hverju vann Valur?Heimamenn voru bara sterkari líkamlega í þessum leik og fráköstuðu mjög vel. Ekki bara með fleiri fráköst, heldur einnig náðu leikmenn Vals fráköstum á gríðarlega mikilvægum tímapunkti. Liðið vildi augljóslega bara meira vinna þennan leik í kvöld.Bestu menn vallarinsMia Loyd, leikmaður Vals, var frábær og skoraði hún 32 stig, tók 16 fráköst og gaf þrjá stoðsendingar. Danielle Rodriguez var stórbrotinn í liði Stjörnunnar en hún geri 25 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Þreföld tvenna hjá henni, og það fyrir fram föður sinn sem var í stúkunni í fyrsta sinn á Íslandi.Hvað gekk illa ?Hittni beggja liða var ekki nægilega góð og er það eitthvað sem má bæta töluvert. Sóknarleikurinn gekk stundum ekki smurt fyrir sig og þurfa bæði lið að bæta það. Pétur: Við erum alltaf að gefa þeim annan sénsPétur með íslenska landsliðinu í körfubolta.„Við verðum bara að taka þessu og læra,“ segir Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Við þurfum aðeins að skerpa á okkar leik frákastalega séð. Þær taka alveg gommu af sóknarfráköstum. Ef við erum alltaf að gefa andstæðingum séns og aftur séns þá verður þetta alltaf rosalega erfitt.“ Pétur segir að liðið hafi einnig hitt illa í kvöld. „Við náðum oft að skapa okkur góð færi og fengum opin skot en við vorum ekki að setja boltann niður. Þarna liggur leikurinn bara.“ „Við vorum farnar að elta of mikið í fjórða leikhlutanum og þá var þetta orðið svolítið erfitt.“ Ari: Loksins náðum við heilum góðum leikGuðbjörg Sverrisdóttir var fín í kvöld. Ari sést hér fyrir aftan að stýra Valsliðinu í vetur.Vísir/Anton„Þetta var virkilega kærkomin sigur og gott að ná að stoppa Stjörnuna af,“ segir Ari Gunnarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Okkar vörn heppnaðist svona þokkalega í kvöld. Þetta var fínn leikur í kvöld og ég held að fólk hafi haft gaman af þessu. Ég vona bara að fólk fari að mæta betur núna.“ Ari segist vera ánægðastur með að leikskipulagið hafi gengið vel upp hjá Valsmönnum í kvöld. „Ég er mjög ánægður að það náði að ganga allan leikinn. Þetta hefur verið mjög kaflaskipt hjá okkur í vetur og að ná svona allt að því heilum leik er ég nokkuð ánægður með.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira
Valur vann góðan sigur á Stjörnunni, 72-63, í 18. umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Valsheimilinu. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur og skiptust liðin í raun á að vera með smá forskot. Valur stakk örlítið af undir lokin og vann liðið að lokum frábæran og mikilvægan sigur. Valur er í sjötta sæti deildarinnar með 14 stig en Stjarnan með 20 stig í því fjórða. Af hverju vann Valur?Heimamenn voru bara sterkari líkamlega í þessum leik og fráköstuðu mjög vel. Ekki bara með fleiri fráköst, heldur einnig náðu leikmenn Vals fráköstum á gríðarlega mikilvægum tímapunkti. Liðið vildi augljóslega bara meira vinna þennan leik í kvöld.Bestu menn vallarinsMia Loyd, leikmaður Vals, var frábær og skoraði hún 32 stig, tók 16 fráköst og gaf þrjá stoðsendingar. Danielle Rodriguez var stórbrotinn í liði Stjörnunnar en hún geri 25 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Þreföld tvenna hjá henni, og það fyrir fram föður sinn sem var í stúkunni í fyrsta sinn á Íslandi.Hvað gekk illa ?Hittni beggja liða var ekki nægilega góð og er það eitthvað sem má bæta töluvert. Sóknarleikurinn gekk stundum ekki smurt fyrir sig og þurfa bæði lið að bæta það. Pétur: Við erum alltaf að gefa þeim annan sénsPétur með íslenska landsliðinu í körfubolta.„Við verðum bara að taka þessu og læra,“ segir Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Við þurfum aðeins að skerpa á okkar leik frákastalega séð. Þær taka alveg gommu af sóknarfráköstum. Ef við erum alltaf að gefa andstæðingum séns og aftur séns þá verður þetta alltaf rosalega erfitt.“ Pétur segir að liðið hafi einnig hitt illa í kvöld. „Við náðum oft að skapa okkur góð færi og fengum opin skot en við vorum ekki að setja boltann niður. Þarna liggur leikurinn bara.“ „Við vorum farnar að elta of mikið í fjórða leikhlutanum og þá var þetta orðið svolítið erfitt.“ Ari: Loksins náðum við heilum góðum leikGuðbjörg Sverrisdóttir var fín í kvöld. Ari sést hér fyrir aftan að stýra Valsliðinu í vetur.Vísir/Anton„Þetta var virkilega kærkomin sigur og gott að ná að stoppa Stjörnuna af,“ segir Ari Gunnarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Okkar vörn heppnaðist svona þokkalega í kvöld. Þetta var fínn leikur í kvöld og ég held að fólk hafi haft gaman af þessu. Ég vona bara að fólk fari að mæta betur núna.“ Ari segist vera ánægðastur með að leikskipulagið hafi gengið vel upp hjá Valsmönnum í kvöld. „Ég er mjög ánægður að það náði að ganga allan leikinn. Þetta hefur verið mjög kaflaskipt hjá okkur í vetur og að ná svona allt að því heilum leik er ég nokkuð ánægður með.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Haukar | Síðast unnu Haukar með 35 stigum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira