Margir hafa misst trú á íslenskum sjávarútvegi Ásgeir Erlendsson skrifar 24. janúar 2017 21:30 Stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafa tapast og erlend stórfyrirtæki hafa misst trúna á íslenskum sjávarútvegi og snúa sér í auknum mæli til Noregs vegna sjómannaverkfallsins. Þetta segir framkvæmdastjóri útflutningsfyrirtækis sem segir jafnframt að áform um sölu íslensks fisks í rúmlega þrjú þúsund verslunum Walmart í Bandaríkjunum séu í uppnámi. Tæpar sex vikur eru síðan verkfall sjómanna hófst en viðræður deiluaðila runnu út í sandinn í gær. Jón Georg Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Ice-co sem flytur út ferskan fisk segir þolinmæði erlendra stórfyrirtækja á þrotum. Í síðustu viku tilkynnti stærsta verslunarkeðja Sviss, fyrirtæki Jóns, að verkfallið sé farið að ógna rekstri hennar, traust á íslenskum sjávarútvegi sé verulega laskað og keðjan sé því tilneydd að breyta innkaupum sínum og leita til Noregs. „Ég held að það sé alveg ljóst að við erum nú þegar búin að tapa markaði og þeir hafa hingað til alltaf tekið allan þann fisk sem þeir hafa getað frá Íslandi. Það mun breytast héðan í frá,“ segir Jón Georg. Hann segir jafnframt að undanfarin tvö ár hafi fyrirtæki hans unnið að því að koma sér inn á Bandaríkjamarkað. Nýlega hafi íslenskur þorskur verið seldur í rúmlega þrjú þúsund og fimm hundruð verslunum Walmart í Bandaríkjunum og til standi að bæta 2000 verslunum við á næstu vikum og mánuðum. „Eins og staðan er núna eru þessi áform öll í uppnámi,“ segir Jón Georg. Svo stórir markaðir séu gulls ígildi enda stuðli þeir að hærra verði fyrir íslenskar sjávarafurðir. „Þetta eru stórir markaðir sem geta tekið mikið magn af fiski. Það sem gerist með þessu verkfalli er að kakan minnkar fyrir alla,“ segir Jón Georg. Hann biðlar til sjómanna og útgerðarinnar að leysa deiluna, of mikið sé í húfi fyrir landið allt. „Að menn komi nú saman, brjóti odd af oflæti sínu og nái saman sem fyrst, þetta getur ekki gengið svona.“ Kjaramál Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitið Samtök fyrirtækja í sjóvarútvegi segja ógerlegt að ganga að öllum kröfum sjómanna. 23. janúar 2017 15:44 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Stöðugir markaðir fyrir ferskan fisk í Sviss, Bandaríkjunum og víðar hafa tapast og erlend stórfyrirtæki hafa misst trúna á íslenskum sjávarútvegi og snúa sér í auknum mæli til Noregs vegna sjómannaverkfallsins. Þetta segir framkvæmdastjóri útflutningsfyrirtækis sem segir jafnframt að áform um sölu íslensks fisks í rúmlega þrjú þúsund verslunum Walmart í Bandaríkjunum séu í uppnámi. Tæpar sex vikur eru síðan verkfall sjómanna hófst en viðræður deiluaðila runnu út í sandinn í gær. Jón Georg Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Ice-co sem flytur út ferskan fisk segir þolinmæði erlendra stórfyrirtækja á þrotum. Í síðustu viku tilkynnti stærsta verslunarkeðja Sviss, fyrirtæki Jóns, að verkfallið sé farið að ógna rekstri hennar, traust á íslenskum sjávarútvegi sé verulega laskað og keðjan sé því tilneydd að breyta innkaupum sínum og leita til Noregs. „Ég held að það sé alveg ljóst að við erum nú þegar búin að tapa markaði og þeir hafa hingað til alltaf tekið allan þann fisk sem þeir hafa getað frá Íslandi. Það mun breytast héðan í frá,“ segir Jón Georg. Hann segir jafnframt að undanfarin tvö ár hafi fyrirtæki hans unnið að því að koma sér inn á Bandaríkjamarkað. Nýlega hafi íslenskur þorskur verið seldur í rúmlega þrjú þúsund og fimm hundruð verslunum Walmart í Bandaríkjunum og til standi að bæta 2000 verslunum við á næstu vikum og mánuðum. „Eins og staðan er núna eru þessi áform öll í uppnámi,“ segir Jón Georg. Svo stórir markaðir séu gulls ígildi enda stuðli þeir að hærra verði fyrir íslenskar sjávarafurðir. „Þetta eru stórir markaðir sem geta tekið mikið magn af fiski. Það sem gerist með þessu verkfalli er að kakan minnkar fyrir alla,“ segir Jón Georg. Hann biðlar til sjómanna og útgerðarinnar að leysa deiluna, of mikið sé í húfi fyrir landið allt. „Að menn komi nú saman, brjóti odd af oflæti sínu og nái saman sem fyrst, þetta getur ekki gengið svona.“
Kjaramál Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitið Samtök fyrirtækja í sjóvarútvegi segja ógerlegt að ganga að öllum kröfum sjómanna. 23. janúar 2017 15:44 Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Viðræðum sjómanna og útgerðarmanna slitið Samtök fyrirtækja í sjóvarútvegi segja ógerlegt að ganga að öllum kröfum sjómanna. 23. janúar 2017 15:44