Ferrari Eric Clapton til sölu Finnur Thorlacius skrifar 23. janúar 2017 16:18 Ferrari F40, áður í eigu Eric Clapton. Ferrari F40 bíll sem áður var í eigu Eric Clapton er nú til sölu, en tónlistargoðið átti þennan bíl á árunum 2000 til 2003. Hann hefur síðan verið í eigu þess sem keypti hann af Clapton, en sá ætlar aðeins að fækka í bílskúrnum og biður aðeins um 1,1 milljón dollara fyrir bílinn, eða 125 milljónir króna. Það telst almennt ekki hátt verð fyrir svona bíla, en ef þeir eru í “Excellent” eða Concours” ástandi er söluverð þeirra venjulega á bilinu 1,6 til 1,75 milljónir dollara. Þessi Ferrari F40 er af árgerð 1991 og aðeins ekinn 18.900 kílómetra. Bíllinn er með Rosso Corsa ytra útliti og það leiðir svo inn í bílinn líka því innréttingin er í samskonar rauðum lit. Í bílnum er 2,9 lítra V8 vél, 471 hestafl og með 576 Nm togi. Eric Clapton er þekktur fyrir brennandi áhuga sinn á bílum og ekki síst Ferrari bílum. Fyrir 4 árum pantaði hann sér til dæmis sérsmíðaðan Ferrari bíl byggðan á Ferrari 458 Italia og borgaði fyrir það 4,7 milljónir dollara, eða 535 milljónir króna. Hann hefur víst efni á því kallinn og bílasafn hans er æði stórt. Mest lesið Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Innlent
Ferrari F40 bíll sem áður var í eigu Eric Clapton er nú til sölu, en tónlistargoðið átti þennan bíl á árunum 2000 til 2003. Hann hefur síðan verið í eigu þess sem keypti hann af Clapton, en sá ætlar aðeins að fækka í bílskúrnum og biður aðeins um 1,1 milljón dollara fyrir bílinn, eða 125 milljónir króna. Það telst almennt ekki hátt verð fyrir svona bíla, en ef þeir eru í “Excellent” eða Concours” ástandi er söluverð þeirra venjulega á bilinu 1,6 til 1,75 milljónir dollara. Þessi Ferrari F40 er af árgerð 1991 og aðeins ekinn 18.900 kílómetra. Bíllinn er með Rosso Corsa ytra útliti og það leiðir svo inn í bílinn líka því innréttingin er í samskonar rauðum lit. Í bílnum er 2,9 lítra V8 vél, 471 hestafl og með 576 Nm togi. Eric Clapton er þekktur fyrir brennandi áhuga sinn á bílum og ekki síst Ferrari bílum. Fyrir 4 árum pantaði hann sér til dæmis sérsmíðaðan Ferrari bíl byggðan á Ferrari 458 Italia og borgaði fyrir það 4,7 milljónir dollara, eða 535 milljónir króna. Hann hefur víst efni á því kallinn og bílasafn hans er æði stórt.
Mest lesið Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Innlent