
Armar Vinnulyftur og Heimir og Lárus sf. hafa að sögn Auðuns S. Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Arma, átt í nánu og farsælu samstarfi til fjölda ára. „Við fögnum því að hafa náð samningum. Genie hafa verið mest seldu lyftur á Íslandi síðastliðinn áratug og með því að taka við umboðinu aukum við vöruframboð okkar umtalsvert,“ segir Auðunn. „Samstarf fyrirtækjanna hefur verið með eindæmum gott í gegnum tíðina og það gleður okkur að mál skuli hafa þróast þannig að Armar taki við Genie,“ segir Lárus Lárusson, hjá Heimi og Lárusi sf.

Tækin eru ýmist til sölu eða leigu. „Við erum með ríkulegt úrval af nýjum tækjum til sölu en auk þess erum við með stærsta flota vinnulyfta á Íslandi til leigu,“ segir Auðunn.
Bjarni Þorgilsson, yfirmaður viðgerða og varahluta, segir mikinn metnað lagðan í viðhald og endurnýjun þeirra tækja sem eru til leigu sem tryggi áreiðanlegar vélar í öll verk. „Þá eigum við alla helstu varahluti Genie á lager. Sé hluturinn ekki til hjá okkur erum við auk þess með hraðsendingarþjónustu frá miðlægum lager Genie í Hollandi sem gerir það að verkum að við getum ávallt boðið upp á hraða og örugga viðhaldsþjónustu.“
Að sögn Auðuns hafa Armar Vinnulyftur yfir að ráða reyndu starfsfólki sem hefur mikla þekkingu á öllum gerðum Genie véla. „Það tryggir ekki síður skjóta bilanagreiningu og viðgerðir. Umfram allt leggjum við okkur fram um að veita góða og heiðarlega þjónustu og besta mögulega tækjakost.“
Armar Vinnulyftur eru til húsa að Kaplahrauni 2-4. Allar nánari upplýsingar er að finna á armar.is
