Hópefli sem skilar árangri Vera Einarsdóttir skrifar 31. janúar 2017 11:00 Þorsteinn segir Meistaramánuð hafa gagnast mörgum. "Við eigum það til að gera hlutina svolítið í skorpum og þetta fyrirkomulag hentar mörgum sem vilja taka sig á ?á einhverju sviði.“ MYND/ERNIR Meistaramánuður er nú haldinn í tíunda sinn en hann varð til fyrir hálfgerða tilviljun árið 2008 þegar félagarnir Þorsteinn Kári Jónsson og Magnús Berg Magnússon voru við nám í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn. Íslandsbanki hefur nú tekið við taumunum. Meistaramánuð má rekja til ársins 2008. Hin síðari ár hefur hann verið haldinn í október en verður framvegis í febrúar. „Þá vorum við Magnús Berg við nám í Kaupmannahöfn og vorum orðnir svolítið þreyttir á langvarandi timburmönnum og öfugum sólarhring. Við tókum meðvitaða ákvörðun um að vekja hvor annan eldsnemma morguns, fara út að skokka, fá okkur kjarngóðan morgunverð og vera komnir á bókasafnið að lesa fyrir átta. Þetta gerðum við á hverjum degi í mánuð og fundum hvað okkur leið miklu betur. Fólk í kringum okkur tók líka fljótt eftir breytingunni og á eftir töluðum við um þetta sem Meistaramánuð,“ segir Þorsteinn. Ári síðar endurtóku þeir félagar leikinn og fylgdu margir vinir og kunningjar fordæminu. Síðan hefur átakið vaxið ár frá ári. „Árið 2010 færðum við þetta meira yfir á netið. Við reyndum að aðstoða fólk með því að setja inn uppskriftir og ráð og báðum þátttakendur um að blogga til að gefa öðrum innblástur. Ári síðar var átakið komið á Facebook og þá varð alger sprenging í þátttökunni,“ segir Þorsteinn en átakið þróaðist að miklu leyti samhliða samfélagsmiðlaþróuninni sem var hröð á þessum árum. „Við vorum að prófa okkur áfram með samfélagsmiðlana eins og fleiri en með hjálp þeirra náði átakið mikilli útbreiðslu. Árið 2012 fórum við að nota kassamerkið #meistaram á Instagram og við það jókst útbreiðslan enn frekar. Sama ár komum við upp dagatali og skráningarkerfi þar sem fólk gat skráð sig í Meistaramánuðinn á netinu sem hvort tveggja veitti meira aðhald,“ lýsir Þorsteinn og segir að það hafi verið ákveðinn vendipunktur. Árið 2013 ákváðu félagarnir að gera sjónvarpsþætti í samstarfi við Stöð 2 og sérblað í samstarfi við Fréttablaðið. Var það svo endurtekið ári síðar. „Árið 2015 vorum við hins vegar komnir á fullt í önnur störf og farnir að stofna fjölskyldur,“ segir Þorsteinn. Hann starfar á samskiptasviði Marel, Magnús hjá húsgagnaversluninni Norr 11 og Jökull Sólberg Auðunsson, sem kom inn í teymið á síðari stigum, hjá sprotafyrirtækinu Takumi. „Við höfðum því minni tíma aflögu og ákváðum að láta átakið að mestu sjá um sig sjálft. Við settum dagatalið á netið og fjölmargir hlóðu því niður. Án miðlægs utanumhalds datt botninn hins vegar svolítið úr þessu sem okkur þótti miður enda mikil vinna að baki. Okkur fannst þetta líka eiga svo mikið inni.“ Þeir félagar höfðu lengi séð fyrir sér að gott væri að ganga til samstarfs við stóran aðila. Íslandsbanki svaraði því kalli. „Það kom eins og himnasending og mun bankinn framvegis halda um taumana. Við munum eftir sem áður vera virkir á eins mörgum vígstöðvum og við getum og veita alla mögulega ráðgjöf,“ útskýrir Þorsteinn. Meistaramánuður hefur hin síðari ár verið haldinn í október en verður nú hleypt af stokkunum 1. febrúar. Hvernig skyldi það leggjast í Þorstein og félaga? „Mér finnst það stórfínt. Tímasetningin er ekkert heilög og ég held að þetta sé frábær tími. Margir vinna áramótaheit í upphafi árs en ná kannski ekki að halda út svona strax eftir jólasukkið. Með því að hafa Meistaramánuð í febrúar er auðvelt að komast aftur á rétta sporið. Þeir sem ætla í Reykjavíkurmaraþonið í ágúst geta líka litið á Meistaramánuð sem ákveðinn upptakt að því þó hann sé alls ekki einskorðaður við heilsurækt.“ Þorsteinn segir Meistaramánuð hafa gagnast mörgum. „Við Íslendingar eigum það til að gera hlutina svolítið í skorpum og þetta fyrirkomulag hentar mörgum sem vilja taka sig á á einhverju sviði. Það má líkja þessu við að gera stórhreingerningu. Fæstir gera hana á hverjum degi en það er nauðsynlegt að gera hana endrum og sinnum.“ Að sögn Þorsteins er Meistaramánuður eins konar hópefli. „Þetta er fyrirbæri sem við eigum öll saman og virkar best ef við deilum árangrinum og hvetjum hvert annað áfram. Lífið Meistaramánuður Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Meistaramánuður er nú haldinn í tíunda sinn en hann varð til fyrir hálfgerða tilviljun árið 2008 þegar félagarnir Þorsteinn Kári Jónsson og Magnús Berg Magnússon voru við nám í Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn. Íslandsbanki hefur nú tekið við taumunum. Meistaramánuð má rekja til ársins 2008. Hin síðari ár hefur hann verið haldinn í október en verður framvegis í febrúar. „Þá vorum við Magnús Berg við nám í Kaupmannahöfn og vorum orðnir svolítið þreyttir á langvarandi timburmönnum og öfugum sólarhring. Við tókum meðvitaða ákvörðun um að vekja hvor annan eldsnemma morguns, fara út að skokka, fá okkur kjarngóðan morgunverð og vera komnir á bókasafnið að lesa fyrir átta. Þetta gerðum við á hverjum degi í mánuð og fundum hvað okkur leið miklu betur. Fólk í kringum okkur tók líka fljótt eftir breytingunni og á eftir töluðum við um þetta sem Meistaramánuð,“ segir Þorsteinn. Ári síðar endurtóku þeir félagar leikinn og fylgdu margir vinir og kunningjar fordæminu. Síðan hefur átakið vaxið ár frá ári. „Árið 2010 færðum við þetta meira yfir á netið. Við reyndum að aðstoða fólk með því að setja inn uppskriftir og ráð og báðum þátttakendur um að blogga til að gefa öðrum innblástur. Ári síðar var átakið komið á Facebook og þá varð alger sprenging í þátttökunni,“ segir Þorsteinn en átakið þróaðist að miklu leyti samhliða samfélagsmiðlaþróuninni sem var hröð á þessum árum. „Við vorum að prófa okkur áfram með samfélagsmiðlana eins og fleiri en með hjálp þeirra náði átakið mikilli útbreiðslu. Árið 2012 fórum við að nota kassamerkið #meistaram á Instagram og við það jókst útbreiðslan enn frekar. Sama ár komum við upp dagatali og skráningarkerfi þar sem fólk gat skráð sig í Meistaramánuðinn á netinu sem hvort tveggja veitti meira aðhald,“ lýsir Þorsteinn og segir að það hafi verið ákveðinn vendipunktur. Árið 2013 ákváðu félagarnir að gera sjónvarpsþætti í samstarfi við Stöð 2 og sérblað í samstarfi við Fréttablaðið. Var það svo endurtekið ári síðar. „Árið 2015 vorum við hins vegar komnir á fullt í önnur störf og farnir að stofna fjölskyldur,“ segir Þorsteinn. Hann starfar á samskiptasviði Marel, Magnús hjá húsgagnaversluninni Norr 11 og Jökull Sólberg Auðunsson, sem kom inn í teymið á síðari stigum, hjá sprotafyrirtækinu Takumi. „Við höfðum því minni tíma aflögu og ákváðum að láta átakið að mestu sjá um sig sjálft. Við settum dagatalið á netið og fjölmargir hlóðu því niður. Án miðlægs utanumhalds datt botninn hins vegar svolítið úr þessu sem okkur þótti miður enda mikil vinna að baki. Okkur fannst þetta líka eiga svo mikið inni.“ Þeir félagar höfðu lengi séð fyrir sér að gott væri að ganga til samstarfs við stóran aðila. Íslandsbanki svaraði því kalli. „Það kom eins og himnasending og mun bankinn framvegis halda um taumana. Við munum eftir sem áður vera virkir á eins mörgum vígstöðvum og við getum og veita alla mögulega ráðgjöf,“ útskýrir Þorsteinn. Meistaramánuður hefur hin síðari ár verið haldinn í október en verður nú hleypt af stokkunum 1. febrúar. Hvernig skyldi það leggjast í Þorstein og félaga? „Mér finnst það stórfínt. Tímasetningin er ekkert heilög og ég held að þetta sé frábær tími. Margir vinna áramótaheit í upphafi árs en ná kannski ekki að halda út svona strax eftir jólasukkið. Með því að hafa Meistaramánuð í febrúar er auðvelt að komast aftur á rétta sporið. Þeir sem ætla í Reykjavíkurmaraþonið í ágúst geta líka litið á Meistaramánuð sem ákveðinn upptakt að því þó hann sé alls ekki einskorðaður við heilsurækt.“ Þorsteinn segir Meistaramánuð hafa gagnast mörgum. „Við Íslendingar eigum það til að gera hlutina svolítið í skorpum og þetta fyrirkomulag hentar mörgum sem vilja taka sig á á einhverju sviði. Það má líkja þessu við að gera stórhreingerningu. Fæstir gera hana á hverjum degi en það er nauðsynlegt að gera hana endrum og sinnum.“ Að sögn Þorsteins er Meistaramánuður eins konar hópefli. „Þetta er fyrirbæri sem við eigum öll saman og virkar best ef við deilum árangrinum og hvetjum hvert annað áfram.
Lífið Meistaramánuður Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira