Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu sjómanna við útvegsmenn næstkomandi föstudag en upp úr viðræðum deiluaðila slitnaði á mánudaginn fyrir viku, 23. janúar síðastliðinn.
Frá þessu greinir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, á Facebook-síðu sinni, en Vilhjálmur situr jafnframt í samninganefnd sjómanna. Hann segist binda vonir við að útgerðarmenn komi samningsfúsari til fundarins því kröfur sjómanna séu sanngjarnar, réttlátar og hóflegar.
Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í sjö vikur og er farið að hafa víðtæk áhrif í sjávarplássum þar sem atvinnan byggir að mestu á veiðum og vinnslu. Þannig segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, í viðtali við Morgunblaðið að verkfallið sé farið að slá inn á flest heimili og fyrirtæki í bænum. Fólk fresti öllum útgjöldum og það hafi sín áhrif á öll þjónustufyrirtæki, sem eru alls ótengd útgerðinni.
Fyrsti fundur í sjómannadeilunni eftir viðræðuslit

Tengdar fréttir

Sjómenn funda í dag og ætla að mótmæla á mánudag
Deilendur hafa fundað á hverjum degi alla vikuna.

Formaður Sjómannasambandsins: Get tekið á mig að slíta viðræðum en það er líka þeim að kenna
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, hefur ekki áhyggjur af því að erlendir markaðir tapist vegna kjaradeilu sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS)

Stjórnvöld munu ekki leysa verkfall sjómanna
Tæpar sjö vikur eru frá því verkfall sjómanna hófst. Fyrir viku var viðræðunum slitið og síðan þá hefur ekki verið boðað til fundar í deilunni.