Hefði ekki getað fyrirgefið sjálfum sér ef dómarinn sem hann þrumaði í hefði slasast illa Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. febrúar 2017 11:30 Denis Shapovalov negldi bolta í andlitið á Arnaud Gabas. vísir/afp Kanadíski tenniskappinn Denis Shapovalov segir að hann hefði aldrei getað fyrirgefið sjálfum sér ef dómarinn sem hann þrumaði tennisbolta í andlitið á hefði slasast illa. Hinn sautján ára Shapovalov var dæmdur úr leik fyrir að slá tennisbolta af miklum krafti í andlit dómara í viðureign Bretlands og Kanada í Davis-bikarnum á sunnudaginn. Þetta var óviljaverk hjá Kanadamanninum en hann var engu að síður dæmdur úr leik. Dómarinn slasaðist ekki alvarlega og fékk einlæga afsökunarbeiðni frá Shapovalov eftir viðureignina. Svo fór að Bretar fögnuðu sigri í viðureigninni á móti Kanada vegna þessa, 3-2. Shapovalov skammaðist sín mjög. „Ég veit hversu hættulegt þetta getur verið. Mín fyrstu viðbrögð voru að athuga hvort dómarinn væri í lagi,“ segir Shapovalov í viðtali við BBC.„Ég leit á dómarann og sá að hann hélt um augað. Eftir það var ég í áfalli. Ég man eiginlega ekki hvað gerðist næstu tíu mínúturnar. Ég man bara eftir því að hafa farið að bekknum og spurt dómarann hvort það væri í lagi með hann.“ Shapovalov slapp við þyngstu refsingu sem er sekt upp á 12.000 dali en hann var sektaður um 7.000 dali þar sem augljóslega var um óviljaverk að ræða. Kanadamaðurinn segir að dómarinn hafi verið hressari skömmu eftir leikinn og sló á létta strengi þegar hann fór og bað hann afsökunar. Dómarinn er franskur og heitir Arnaud Gabas. Farið var með hann á sjúkrahús til skoðunnar en sem betur fer kom í ljós að augað á honum var í lagi. „Ég hef fengið bolta í mig á marga staði líkamans og veit hversu hættulegt þetta er. Ég er bara heppinn að það er allt í lagi með hann. Ef hann hefði slasast illa hefði ég aldrei getað fyrirgefið sjálfum mér. Ég hefði bara ekki komist yfir það,“ segir Denis Shapovalov.Shapovalov athuga hvort í lagi sé með Gabas.vísir/afp Tennis Tengdar fréttir Tenniskappinn slapp með sekt Denis Shapovalov sló tennisbolta í andlit dómara af miklum krafti um helgina. 7. febrúar 2017 08:30 Þrumaði tennisbolta í andlit dómara og var dæmdur úr leik Ótrúleg uppákoma í viðureign Kanada og Bretlands í Davis-bikarnum í gær. 6. febrúar 2017 13:00 Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Kanadíski tenniskappinn Denis Shapovalov segir að hann hefði aldrei getað fyrirgefið sjálfum sér ef dómarinn sem hann þrumaði tennisbolta í andlitið á hefði slasast illa. Hinn sautján ára Shapovalov var dæmdur úr leik fyrir að slá tennisbolta af miklum krafti í andlit dómara í viðureign Bretlands og Kanada í Davis-bikarnum á sunnudaginn. Þetta var óviljaverk hjá Kanadamanninum en hann var engu að síður dæmdur úr leik. Dómarinn slasaðist ekki alvarlega og fékk einlæga afsökunarbeiðni frá Shapovalov eftir viðureignina. Svo fór að Bretar fögnuðu sigri í viðureigninni á móti Kanada vegna þessa, 3-2. Shapovalov skammaðist sín mjög. „Ég veit hversu hættulegt þetta getur verið. Mín fyrstu viðbrögð voru að athuga hvort dómarinn væri í lagi,“ segir Shapovalov í viðtali við BBC.„Ég leit á dómarann og sá að hann hélt um augað. Eftir það var ég í áfalli. Ég man eiginlega ekki hvað gerðist næstu tíu mínúturnar. Ég man bara eftir því að hafa farið að bekknum og spurt dómarann hvort það væri í lagi með hann.“ Shapovalov slapp við þyngstu refsingu sem er sekt upp á 12.000 dali en hann var sektaður um 7.000 dali þar sem augljóslega var um óviljaverk að ræða. Kanadamaðurinn segir að dómarinn hafi verið hressari skömmu eftir leikinn og sló á létta strengi þegar hann fór og bað hann afsökunar. Dómarinn er franskur og heitir Arnaud Gabas. Farið var með hann á sjúkrahús til skoðunnar en sem betur fer kom í ljós að augað á honum var í lagi. „Ég hef fengið bolta í mig á marga staði líkamans og veit hversu hættulegt þetta er. Ég er bara heppinn að það er allt í lagi með hann. Ef hann hefði slasast illa hefði ég aldrei getað fyrirgefið sjálfum mér. Ég hefði bara ekki komist yfir það,“ segir Denis Shapovalov.Shapovalov athuga hvort í lagi sé með Gabas.vísir/afp
Tennis Tengdar fréttir Tenniskappinn slapp með sekt Denis Shapovalov sló tennisbolta í andlit dómara af miklum krafti um helgina. 7. febrúar 2017 08:30 Þrumaði tennisbolta í andlit dómara og var dæmdur úr leik Ótrúleg uppákoma í viðureign Kanada og Bretlands í Davis-bikarnum í gær. 6. febrúar 2017 13:00 Mest lesið Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Tenniskappinn slapp með sekt Denis Shapovalov sló tennisbolta í andlit dómara af miklum krafti um helgina. 7. febrúar 2017 08:30
Þrumaði tennisbolta í andlit dómara og var dæmdur úr leik Ótrúleg uppákoma í viðureign Kanada og Bretlands í Davis-bikarnum í gær. 6. febrúar 2017 13:00