Volvo V90 ryður nýjar brautir Finnur Thorlacius skrifar 8. febrúar 2017 13:15 Gullfalleg ásýnd í Volvo V90. GVA Sala stórra langbaka hefur verið á hröðu undanhaldi í heiminum á undanförnum árum, en það er ekki vegna þess að þar fari ópraktískir bílar. Ástæðan liggur mun frekar í því að bílkaupendur hafa í æ meira mæli hallað sér að jepplingum og jeppum er kemur að stærri bílum sem tekið geta mikinn farangur. Þeir hinir sömu þurfa þó í leiðinni að sætta sig við verri aksturseiginleika því jeppar og jepplingar ná seint þeim aksturseiginleikum sem góðir fólksbílar búa yfir. Það er því fagnaðarefni að Volvo hefur ekki sagt skilið við bíla eins og V90 langbakinn. Hann er sem betur fer framleiddur samhliða S90 fólksbílnum sem flokkast sem “sedan” bíll með skotti. Volvo V90 og S90 bílarnir leysa af Volvo S80 og V70 bílana og voru kynntir til leiks á seinni hluta síðasta árs. Það er þó dagljóst að Volvo hefur ekki helst hugsað til Bandaríkjamarkaðar með framleiðslu V90 langbaksins því þar í landi er afar lítill markaður fyrir langbaka. Svo rammt kveður við þar að bæði BMW og Mercedes Benz hafa hætt að selja langbaksgerðir sínar þar í landi og Cadillac hefur hætt við smíði allra langbaka, þeir einfaldlega seljast ekki.Ógnarfallegur, innan sem utan Volvo V90 og S90 eru stærstu fólksbílar sem Volvo smíðar og báðir afar myndarlegir vagnar, eins og flest nýtt sem frá Volvo kemur þessa dagana. Það verður ekki annað sagt að Volvo V90 sé einfaldlega gullfallegur bíll, sem mörgum finnst slá við þýskum samkeppnisbílum sínum í útliti. Þó svo V90 og S90 bílarnir séu báðir mjög svo fallegir bílar þá er það skoðun undirritaðs að V90 langbakurinn sé þeirra fríðari og á það gjarnan við langbaksgerðir bíla. Það er ekki bara ytra útlit V90 sem er sláandi fallegt heldur á það einnig við innanrými bílsins. Þar ræður glæsileikinn ríkjum en í leiðinni skandínavískur einfaldleiki. Innanrými V90 og S90 bílanna er næstum eins og í jeppanum XC90 og er þar ekki leiðum að líkjast og hefur innrétting þeirra allra verið mærð og verðlaunuð frá komu þeirra.Bara dísilvélar í boðiVélarnar sem eru í boði í Volvo V90 á Íslandi eru því miður allar dísilvélar, 150, 190 og 235 hestafla og allar aðeins 2,0 lítra. Bera þær nöfnin D3, D4 og D5. Volvo mun einnig bjóða V90 og S90 bílana í T8 útgáfu sem er 407 hestöfl og knúinn bensínvél og rafmagnsmótorum. Þannig búinn eru þessir bílar orðnir að hreinræktuðum spyrnukerrum. Í reynsluakstri V90 að þessu sinni var 235 hestafla vélin undir húddinu og alveg óhætt er að segja að þar fari góður vélarkostur sem færir bros á andlit ökumanns. Með henni er alltaf nægt afl til taks og bíllinn togar eins og enginn sé morgundagurinn. Þrátt fyrir allt þetta afl og 480 Nm tog er uppgefin eyðsla 4,9 lítrar á hverja 100 ekna kílómetra. Ekki náðist nú alveg sú tala í reynsluakstrinum, en bíllinn var með milli 7 og 8 lítra í eyðslu þó svo aksturinn færi að mestu fram á ágætum vegum Suðurlandsins, allt upp að Gullfossi. Þó nokkru munar á verði D3, D4 og D5 útgáfa V90. Ódýrasta útgáfan, D3 kostar frá 7.290.000 krónum en sú dýrasta, D5 í Inscription útfærslu kostar 9.290.000 kr. eða tveimur milljónum meira. Verð T8 útgáfunnar er ennþá óljóst.Rafdrifnar tvær forþjöppurÁtta gíra sjálfskipting er tengd við dísilvélarnar í D4 og D5 útgáfunum, en 6 gíra sjálfskipting í D3 útgáfunni. Sú átta gíra reyndist mjög vel í reynsluakstrinum og skilaði miklu afli vélarinnar hnökralaust á öllu snúningssviðinu. Mikið afl dísilvélarinnar í D5 útgáfunni skýrist að miklu leiti af því að við hana eru tengdar tvær forþjöppur og rafdrifið kerfi sér um að fóðra þær lofti við inngjöf og með því gætir svo til einskis forþjöppuhiks og viðbragðið því með hreinum ágætum. Eftirtektarvert er hve þessi vél er hljóðlát og vart hægt að finna þessu jöfnuð í neinum öðrum dísilbíl keppinautanna. Aksturseiginleikar V90 eru frábærir og guð hvað þessi bíll fer vel með farþega hans alla, ekki síst fyrir frábær sæti bílsins. Flutningsrými V90 er gott og ætti að duga flestum 363 daga ársins, en þó verður að segja að bilið milli gólfs og þaks í rýminu sé ekki sérlega mikið. Það er langt í frá slæmur kostur að geta keypt einn fallegasta bíl götunnar í dag og í leiðinni einn þann stærsta í fólksbílaflokki á rúmlega 7 milljónir króna. Þó mun það vafalaust freista margra að bæta við tveimur milljónum og fá þá bíllinn með öskrandi afli og í sparifötunum. Fyrir þá milligjöf má þó kaupa eins og einn smábíl. En þegar öllu er á botninn hvolft eru allar útgáfur þessa ógnarfallega bíls verðs síns virði. Þessi bíll er rós í hnappagat Volvo og viðmið fyrir aðra bílaframleiðendur.Kostir: Útlit, aksturseiginleikar, öryggi, búnaðurÓkostir: Engar bensínútgáfur í boði, erfitt að ná uppgefinni eyðslu Dísilvél, 235 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla frá: 4,9 l./100 km í bl. akstri Mengun: 129 g/km CO2 Hröðun: 7,0 sek. Hámarkshraði: 250 km/klst Verð frá: 7.290.000 kr. Umboð: BrimborgAftursvipurinn ekki síðri.GVAStílhreint en afar laglegt innanrými. Skandinavísk naumhyggja skýn í gegn.GVAÓvenjulegur ræsihnappur.GVASænski fáninn saumaður í hliðar framsætanna.GVALúxusinn allsráðandi.GVAÍslenskt leiðsögukerfi.GVA Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent
Sala stórra langbaka hefur verið á hröðu undanhaldi í heiminum á undanförnum árum, en það er ekki vegna þess að þar fari ópraktískir bílar. Ástæðan liggur mun frekar í því að bílkaupendur hafa í æ meira mæli hallað sér að jepplingum og jeppum er kemur að stærri bílum sem tekið geta mikinn farangur. Þeir hinir sömu þurfa þó í leiðinni að sætta sig við verri aksturseiginleika því jeppar og jepplingar ná seint þeim aksturseiginleikum sem góðir fólksbílar búa yfir. Það er því fagnaðarefni að Volvo hefur ekki sagt skilið við bíla eins og V90 langbakinn. Hann er sem betur fer framleiddur samhliða S90 fólksbílnum sem flokkast sem “sedan” bíll með skotti. Volvo V90 og S90 bílarnir leysa af Volvo S80 og V70 bílana og voru kynntir til leiks á seinni hluta síðasta árs. Það er þó dagljóst að Volvo hefur ekki helst hugsað til Bandaríkjamarkaðar með framleiðslu V90 langbaksins því þar í landi er afar lítill markaður fyrir langbaka. Svo rammt kveður við þar að bæði BMW og Mercedes Benz hafa hætt að selja langbaksgerðir sínar þar í landi og Cadillac hefur hætt við smíði allra langbaka, þeir einfaldlega seljast ekki.Ógnarfallegur, innan sem utan Volvo V90 og S90 eru stærstu fólksbílar sem Volvo smíðar og báðir afar myndarlegir vagnar, eins og flest nýtt sem frá Volvo kemur þessa dagana. Það verður ekki annað sagt að Volvo V90 sé einfaldlega gullfallegur bíll, sem mörgum finnst slá við þýskum samkeppnisbílum sínum í útliti. Þó svo V90 og S90 bílarnir séu báðir mjög svo fallegir bílar þá er það skoðun undirritaðs að V90 langbakurinn sé þeirra fríðari og á það gjarnan við langbaksgerðir bíla. Það er ekki bara ytra útlit V90 sem er sláandi fallegt heldur á það einnig við innanrými bílsins. Þar ræður glæsileikinn ríkjum en í leiðinni skandínavískur einfaldleiki. Innanrými V90 og S90 bílanna er næstum eins og í jeppanum XC90 og er þar ekki leiðum að líkjast og hefur innrétting þeirra allra verið mærð og verðlaunuð frá komu þeirra.Bara dísilvélar í boðiVélarnar sem eru í boði í Volvo V90 á Íslandi eru því miður allar dísilvélar, 150, 190 og 235 hestafla og allar aðeins 2,0 lítra. Bera þær nöfnin D3, D4 og D5. Volvo mun einnig bjóða V90 og S90 bílana í T8 útgáfu sem er 407 hestöfl og knúinn bensínvél og rafmagnsmótorum. Þannig búinn eru þessir bílar orðnir að hreinræktuðum spyrnukerrum. Í reynsluakstri V90 að þessu sinni var 235 hestafla vélin undir húddinu og alveg óhætt er að segja að þar fari góður vélarkostur sem færir bros á andlit ökumanns. Með henni er alltaf nægt afl til taks og bíllinn togar eins og enginn sé morgundagurinn. Þrátt fyrir allt þetta afl og 480 Nm tog er uppgefin eyðsla 4,9 lítrar á hverja 100 ekna kílómetra. Ekki náðist nú alveg sú tala í reynsluakstrinum, en bíllinn var með milli 7 og 8 lítra í eyðslu þó svo aksturinn færi að mestu fram á ágætum vegum Suðurlandsins, allt upp að Gullfossi. Þó nokkru munar á verði D3, D4 og D5 útgáfa V90. Ódýrasta útgáfan, D3 kostar frá 7.290.000 krónum en sú dýrasta, D5 í Inscription útfærslu kostar 9.290.000 kr. eða tveimur milljónum meira. Verð T8 útgáfunnar er ennþá óljóst.Rafdrifnar tvær forþjöppurÁtta gíra sjálfskipting er tengd við dísilvélarnar í D4 og D5 útgáfunum, en 6 gíra sjálfskipting í D3 útgáfunni. Sú átta gíra reyndist mjög vel í reynsluakstrinum og skilaði miklu afli vélarinnar hnökralaust á öllu snúningssviðinu. Mikið afl dísilvélarinnar í D5 útgáfunni skýrist að miklu leiti af því að við hana eru tengdar tvær forþjöppur og rafdrifið kerfi sér um að fóðra þær lofti við inngjöf og með því gætir svo til einskis forþjöppuhiks og viðbragðið því með hreinum ágætum. Eftirtektarvert er hve þessi vél er hljóðlát og vart hægt að finna þessu jöfnuð í neinum öðrum dísilbíl keppinautanna. Aksturseiginleikar V90 eru frábærir og guð hvað þessi bíll fer vel með farþega hans alla, ekki síst fyrir frábær sæti bílsins. Flutningsrými V90 er gott og ætti að duga flestum 363 daga ársins, en þó verður að segja að bilið milli gólfs og þaks í rýminu sé ekki sérlega mikið. Það er langt í frá slæmur kostur að geta keypt einn fallegasta bíl götunnar í dag og í leiðinni einn þann stærsta í fólksbílaflokki á rúmlega 7 milljónir króna. Þó mun það vafalaust freista margra að bæta við tveimur milljónum og fá þá bíllinn með öskrandi afli og í sparifötunum. Fyrir þá milligjöf má þó kaupa eins og einn smábíl. En þegar öllu er á botninn hvolft eru allar útgáfur þessa ógnarfallega bíls verðs síns virði. Þessi bíll er rós í hnappagat Volvo og viðmið fyrir aðra bílaframleiðendur.Kostir: Útlit, aksturseiginleikar, öryggi, búnaðurÓkostir: Engar bensínútgáfur í boði, erfitt að ná uppgefinni eyðslu Dísilvél, 235 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla frá: 4,9 l./100 km í bl. akstri Mengun: 129 g/km CO2 Hröðun: 7,0 sek. Hámarkshraði: 250 km/klst Verð frá: 7.290.000 kr. Umboð: BrimborgAftursvipurinn ekki síðri.GVAStílhreint en afar laglegt innanrými. Skandinavísk naumhyggja skýn í gegn.GVAÓvenjulegur ræsihnappur.GVASænski fáninn saumaður í hliðar framsætanna.GVALúxusinn allsráðandi.GVAÍslenskt leiðsögukerfi.GVA
Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent