Breyting á ákvörðun kjararáðs forsenda endurskoðunar kjarasamninga Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2017 13:29 Formaður VR segir að endurskoða þurfi ákvörðun kjararáðs um hækkun launa æðstu embættismanna áður en endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði lýkur eftir þrjár vikur. Þá þurfi stjórnvöld að standa við framlög vegna bygginga íbúðarhúsnæðis á vegum verkalýðshreyfingarinnar. Nú stendur yfir vinna við endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði en samkvæmt ákvæði í þeim á þeirri endurskoðun að vera lokið fyrir 28. febrúar. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR segir að nú sé beðið tölulegra upplýsinga um þróunina á vinnumarkaði undanfarin misseri sem væntanlega berist um miðjan mánuðinn. „Það þarf að meta þá stöðu varðandi aðra hópa á vinnumarkaði varðandi launaþróunina,“ segir Ólafía. Í öðru lagi þurfi stjórnvöld að staðfesta fjármögnun 18 prósenta stofnframlags vegna bygginga íbúða á vegum Íbúðafélags verkalýðshreyfingarinnar. Í þriðja lagi dugi viðbrögð forsætisnefndar Alþings við hækkun kjararáðs á launum æðstu embættismanna ekki til að sætta verkalýðshreyfingarinnar. Þá ákvörðun verði að endurskoða. „Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg. Vegna þess að almennt úti í hópunum okkar er fólk ósátt við þessa niðurstöðu. Þá þarf að finna leiðir til að leysa það,“ segir formaður VR. Stjórnvöld þurfi að ganga í að breyta þessari niðurstöðu kjararáðs sem allra fyrst. Forsendur SALEK samkomulagsins um aukinn kaupmátt virðist vera að ganga eftir og vonandi standi stjórnvöld við fjármögnun stofnframlaga til byggingar íbúða. Hins vegar sé enn verið að skoða launaþróun einstakra hópa og hvernig þær rúmast innan samkomulagsins. „Það er alveg skýrt í okkar huga varðandi alla aðkomu okkar að SALEK samkomulaginu að við munum ekki halda áfram á þeirri vegferð með því að tala endalaust við okkur sjálf. Við þurfum að fá aðra með okkur í vegferðina,“ segir Ólafía. Ef aðrir hópar ætli að skýla sér að bak við annað eins og kjararáð geti verkalýðshreyfingin ekki haldið áfram á vegferð SALEK. Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Sjá meira
Formaður VR segir að endurskoða þurfi ákvörðun kjararáðs um hækkun launa æðstu embættismanna áður en endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði lýkur eftir þrjár vikur. Þá þurfi stjórnvöld að standa við framlög vegna bygginga íbúðarhúsnæðis á vegum verkalýðshreyfingarinnar. Nú stendur yfir vinna við endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði en samkvæmt ákvæði í þeim á þeirri endurskoðun að vera lokið fyrir 28. febrúar. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR segir að nú sé beðið tölulegra upplýsinga um þróunina á vinnumarkaði undanfarin misseri sem væntanlega berist um miðjan mánuðinn. „Það þarf að meta þá stöðu varðandi aðra hópa á vinnumarkaði varðandi launaþróunina,“ segir Ólafía. Í öðru lagi þurfi stjórnvöld að staðfesta fjármögnun 18 prósenta stofnframlags vegna bygginga íbúða á vegum Íbúðafélags verkalýðshreyfingarinnar. Í þriðja lagi dugi viðbrögð forsætisnefndar Alþings við hækkun kjararáðs á launum æðstu embættismanna ekki til að sætta verkalýðshreyfingarinnar. Þá ákvörðun verði að endurskoða. „Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg. Vegna þess að almennt úti í hópunum okkar er fólk ósátt við þessa niðurstöðu. Þá þarf að finna leiðir til að leysa það,“ segir formaður VR. Stjórnvöld þurfi að ganga í að breyta þessari niðurstöðu kjararáðs sem allra fyrst. Forsendur SALEK samkomulagsins um aukinn kaupmátt virðist vera að ganga eftir og vonandi standi stjórnvöld við fjármögnun stofnframlaga til byggingar íbúða. Hins vegar sé enn verið að skoða launaþróun einstakra hópa og hvernig þær rúmast innan samkomulagsins. „Það er alveg skýrt í okkar huga varðandi alla aðkomu okkar að SALEK samkomulaginu að við munum ekki halda áfram á þeirri vegferð með því að tala endalaust við okkur sjálf. Við þurfum að fá aðra með okkur í vegferðina,“ segir Ólafía. Ef aðrir hópar ætli að skýla sér að bak við annað eins og kjararáð geti verkalýðshreyfingin ekki haldið áfram á vegferð SALEK.
Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Sjá meira