Fái lengt fæðingarorlof fjarri fæðingardeildum Sveinn Arnarsson skrifar 7. febrúar 2017 07:00 Foreldrar geta þurft að bíða svo vikum skiptir fjarri heimabyggð eftir að barn komi í heiminn vísir/vilhelm Fulltrúar fimm flokka á þingi hafa lagt fram frumvarp þess efnis að lengja fæðingarorlof verðandi foreldra sem þurfa um langan veg að fara til að sækja sér fæðingarhjálp. Fæðingardeildum hefur fækkað gríðarlega hér á landi síðustu áratugina og enn fleiri foreldrar þurfa því að leggja í langferðir til að sækja sér aðstoð.Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins.vísir/pjetur„Réttlætismál fyrir börn,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins. Fulltrúar Framsóknar, Pírata, Samfylkingar, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks leggja fram frumvarpið. Verðandi foreldrar þurfa oft og tíðum að flytjast búferlum fyrir áætlaðan fæðingardag til að vera viss um að geta fætt með hjálp lækna. Dæmi eru um að foreldrar hafi þurft að bíða í rúman mánuð eftir fæðingu fjarri heimabyggð. „Þetta er að mestu leyti réttlæti fyrir það barn sem er að koma í heiminn, að það fái jafn langan tíma með foreldrum sínum og aðrir foreldrar sem búa nærri fæðingarstað. Foreldrar sem þurfa að taka fæðingarorlof áður en barn fæðist fá því minni tíma með barninu. Þessu þarf að breyta,“ segir Silja Dögg. „Það er von okkar sem flytjum málið að það verði að lögum á þessu þingi.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir frumvarpið góðra gjalda vert. „Það gefur kannski til kynna að þingheimur sé að vakna til vitundar um þann niðurskurð sem hefur átt sér stað í velferðarþjónustu á landsbyggðinni,“ segir Elliði. Bæjarstjórinn minnir á að fæðing barns sé stærsta stund í lífi hvers foreldris. „Hins vegar tekur frumvarpið eingöngu á mjög takmörkuðum hluta vandans. Frumvarpið bætir aldrei fyrir það fyrsta þá skerðingu sem fólgin er í því að þurfa að eiga barn fjarri stuðningsneti og ástvinum. Ofan á þetta bætist að íbúar einangraðra byggða, þar sem fæðingarþjónustu hefur verið hætt, búa ávallt við ákveðna hættu. Frumvarpið tekur ekki á því heldur,“ segir Elliði. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Fulltrúar fimm flokka á þingi hafa lagt fram frumvarp þess efnis að lengja fæðingarorlof verðandi foreldra sem þurfa um langan veg að fara til að sækja sér fæðingarhjálp. Fæðingardeildum hefur fækkað gríðarlega hér á landi síðustu áratugina og enn fleiri foreldrar þurfa því að leggja í langferðir til að sækja sér aðstoð.Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins.vísir/pjetur„Réttlætismál fyrir börn,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins. Fulltrúar Framsóknar, Pírata, Samfylkingar, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks leggja fram frumvarpið. Verðandi foreldrar þurfa oft og tíðum að flytjast búferlum fyrir áætlaðan fæðingardag til að vera viss um að geta fætt með hjálp lækna. Dæmi eru um að foreldrar hafi þurft að bíða í rúman mánuð eftir fæðingu fjarri heimabyggð. „Þetta er að mestu leyti réttlæti fyrir það barn sem er að koma í heiminn, að það fái jafn langan tíma með foreldrum sínum og aðrir foreldrar sem búa nærri fæðingarstað. Foreldrar sem þurfa að taka fæðingarorlof áður en barn fæðist fá því minni tíma með barninu. Þessu þarf að breyta,“ segir Silja Dögg. „Það er von okkar sem flytjum málið að það verði að lögum á þessu þingi.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir frumvarpið góðra gjalda vert. „Það gefur kannski til kynna að þingheimur sé að vakna til vitundar um þann niðurskurð sem hefur átt sér stað í velferðarþjónustu á landsbyggðinni,“ segir Elliði. Bæjarstjórinn minnir á að fæðing barns sé stærsta stund í lífi hvers foreldris. „Hins vegar tekur frumvarpið eingöngu á mjög takmörkuðum hluta vandans. Frumvarpið bætir aldrei fyrir það fyrsta þá skerðingu sem fólgin er í því að þurfa að eiga barn fjarri stuðningsneti og ástvinum. Ofan á þetta bætist að íbúar einangraðra byggða, þar sem fæðingarþjónustu hefur verið hætt, búa ávallt við ákveðna hættu. Frumvarpið tekur ekki á því heldur,“ segir Elliði. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira