760 hestafla tímamótabíll Quant í Genf Finnur Thorlacius skrifar 6. febrúar 2017 14:55 NanoFlowcell vill ekki sýna meira af nýjum bíl sínum en afturenda hans. Quant F sem sýndur var á bílasýningunni í Genf árið 2015. Á bílasýningunni í Genf, sem hefst í næsta mánuði, ætlar bílaframleiðandinn Quant að sýna óvenjulegan bíl sem drifinn er áfram með NanoFlowcell tækni. Orkugjafi bílsins er rafmagn en það fæst þó ekki með hefðbundinni hleðslu lithium rafhlaða, heldur verður orkan til með svokölluðum fljótandi batteríum þar sem í sitthvoru tankrými eru jákvætt og neikvætt hlaðnir vökvar. Quant bíllinn er með 48 volta mótora sem skila 760 hestöflum til allra hjóla bílsins. Það dugar til að koma honum í 100 km hraða á litlum 2,4 sekúndum og hámarkshraðinn er 290 km/klst. Í vökvatönkum bílsins eru 150 lítrar og það dugar bílnum til 965 kílómetra aksturs og drægni bílsins því mikil. Ekki mun kosta mikið að sjá bílnum fyrir þeirri orku sem þarf til að knýja bílinn, eða um 14 krónur á hvert gallon, eða 3,7 krónur á hvern lítra. Ef allar þessar fullyrðingar um Quant bílinn eru réttar er hér um mikinn tímamótabíl að ræða og vafalaust ódýrasta bíl heims til að reka, að minnsta kosti hvað varðar kaup á orkugjafa hans. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær Quant bíllinn verður falur kaupendum eða hvað hann á að kosta, en víst er að hann verður ekki ódýr. Fyrirtækið sem framleiðir Quant bílinn heitir NanoFlowcell og er með höfuðstöðvar í smáríkinu Liechtenstein. Það kynnti Quant F bíl sinn árið 2015 og sagði hann 1.000 hestafla bíl. Þá greindi fyrirtækið frá því að það hyggðist hefja fjöldaframleiðslu á eitthvað aflminni bíl í verksmiðju í Sviss árið 2018 og kannski er hér kominn sá bíll og forvitnilegt verður að sjá hvenær hann kemur á markað. Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent
Quant F sem sýndur var á bílasýningunni í Genf árið 2015. Á bílasýningunni í Genf, sem hefst í næsta mánuði, ætlar bílaframleiðandinn Quant að sýna óvenjulegan bíl sem drifinn er áfram með NanoFlowcell tækni. Orkugjafi bílsins er rafmagn en það fæst þó ekki með hefðbundinni hleðslu lithium rafhlaða, heldur verður orkan til með svokölluðum fljótandi batteríum þar sem í sitthvoru tankrými eru jákvætt og neikvætt hlaðnir vökvar. Quant bíllinn er með 48 volta mótora sem skila 760 hestöflum til allra hjóla bílsins. Það dugar til að koma honum í 100 km hraða á litlum 2,4 sekúndum og hámarkshraðinn er 290 km/klst. Í vökvatönkum bílsins eru 150 lítrar og það dugar bílnum til 965 kílómetra aksturs og drægni bílsins því mikil. Ekki mun kosta mikið að sjá bílnum fyrir þeirri orku sem þarf til að knýja bílinn, eða um 14 krónur á hvert gallon, eða 3,7 krónur á hvern lítra. Ef allar þessar fullyrðingar um Quant bílinn eru réttar er hér um mikinn tímamótabíl að ræða og vafalaust ódýrasta bíl heims til að reka, að minnsta kosti hvað varðar kaup á orkugjafa hans. Ekki liggur ljóst fyrir hvenær Quant bíllinn verður falur kaupendum eða hvað hann á að kosta, en víst er að hann verður ekki ódýr. Fyrirtækið sem framleiðir Quant bílinn heitir NanoFlowcell og er með höfuðstöðvar í smáríkinu Liechtenstein. Það kynnti Quant F bíl sinn árið 2015 og sagði hann 1.000 hestafla bíl. Þá greindi fyrirtækið frá því að það hyggðist hefja fjöldaframleiðslu á eitthvað aflminni bíl í verksmiðju í Sviss árið 2018 og kannski er hér kominn sá bíll og forvitnilegt verður að sjá hvenær hann kemur á markað.
Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent