Veðjaði við tennisstjörnuna og vann sér inn stefnumót Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2017 14:00 Eugenie Bouchard og John Goehrke á stefnumótinu í Barkleys Canter í Brooklyn í gær. Vísir/AP Kanadíska tennisstjarnan Eugenie Bouchard stendur við það sem hún lofar. Það sýndi hún og sannaði í gær þegar hún stóð við stóru orðin og fór á stefnumót með hinum tvítuga John Goehrke. Eugenie Bouchard er sjálf 22 ára gömul og eins og er í 47. sæti á heimslistanum. John Goehrke er harður stuðningsmaður New England Patriots í NFL-deildinni og hans menn skiluðu honum ekki aðeins sigri í Super Bowl heldur einnig stefnumóti með hinni fjallmyndalegu Eugenie Bouchard. John Goehrke veðjaði við Bouchard á Twitter um að New England Patriots liðið myndi snúa við leiknum og vinna þegar staðan var orðin 21-0 fyrir Atlanta Falcons. New England Patriots átti sögulega endurkomu í leiknum og tryggði sér sigur í framlengingu. Í gærkvöldi fóru þau John Goehrke og Eugenie Bouchard saman á stefnumót en þau voru í bestu sætunum á leik Brooklyn Nets og Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körufbolta. Eugenie Bouchard stóð ekki bara við stóru orðin heldur setti mynd af þeim tveimur inn á Twtter eins og sjá má hér fyrir neðan.Just met my 'Super Bowl Twitter Date' John On our way to the @BrooklynNets game! @punslayintwoodspic.twitter.com/DHRgY46smd — Genie Bouchard (@geniebouchard) February 16, 2017 Það má með réttu segja að lífið leiki við hinn tvítuga John Goehrke þessa dagana. Hvort það verði eitthvað meira úr sambandinu verður aftur á móti að koma í ljós en það fór vel á með þeim á leiknum í nótt. Bouchard er á meðal þeirra íþróttakvenna sem sitja fyrir í nýjasta sundfatahefti Sports Illustrated sem er að detta í búðir. Myndband af myndatökunni má sjá hér. NBA NFL Tennis Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Kanadíska tennisstjarnan Eugenie Bouchard stendur við það sem hún lofar. Það sýndi hún og sannaði í gær þegar hún stóð við stóru orðin og fór á stefnumót með hinum tvítuga John Goehrke. Eugenie Bouchard er sjálf 22 ára gömul og eins og er í 47. sæti á heimslistanum. John Goehrke er harður stuðningsmaður New England Patriots í NFL-deildinni og hans menn skiluðu honum ekki aðeins sigri í Super Bowl heldur einnig stefnumóti með hinni fjallmyndalegu Eugenie Bouchard. John Goehrke veðjaði við Bouchard á Twitter um að New England Patriots liðið myndi snúa við leiknum og vinna þegar staðan var orðin 21-0 fyrir Atlanta Falcons. New England Patriots átti sögulega endurkomu í leiknum og tryggði sér sigur í framlengingu. Í gærkvöldi fóru þau John Goehrke og Eugenie Bouchard saman á stefnumót en þau voru í bestu sætunum á leik Brooklyn Nets og Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körufbolta. Eugenie Bouchard stóð ekki bara við stóru orðin heldur setti mynd af þeim tveimur inn á Twtter eins og sjá má hér fyrir neðan.Just met my 'Super Bowl Twitter Date' John On our way to the @BrooklynNets game! @punslayintwoodspic.twitter.com/DHRgY46smd — Genie Bouchard (@geniebouchard) February 16, 2017 Það má með réttu segja að lífið leiki við hinn tvítuga John Goehrke þessa dagana. Hvort það verði eitthvað meira úr sambandinu verður aftur á móti að koma í ljós en það fór vel á með þeim á leiknum í nótt. Bouchard er á meðal þeirra íþróttakvenna sem sitja fyrir í nýjasta sundfatahefti Sports Illustrated sem er að detta í búðir. Myndband af myndatökunni má sjá hér.
NBA NFL Tennis Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira