Ungir miðverðir og markvörður Fjölnis skelltu í lás á leið í úrslitaleikinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. febrúar 2017 13:45 Ágúst Gylfason er með unga menn í öftustu víglínu sem eru að standa sig vel. vísir/hanna Fjölnir vann öruggan sigur á KR, 3-0, í seinni undanúrslitaleik Reykjavíkurmótsins í fótbolta í gærkvöldi og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á móti Val sem fram fer á mánudagskvöldið. Ingimundur Níels Óskarsson kom Fjölni yfir í fyrri hálfleik en danski framherjinn Marcus Solberg skoraði tvívegis í seinni hálfleik og innsiglaði sanngjarnan sigur Fjölnismanna sem voru í heildina betri aðilinn. Eins og tölurnar gefa til kynna hélt Fjölnisliðið hreinu í gær og það var svo sannarlega í takt við spilamennsku þess í Reykjavíkurmótinu. Það er nefnilega ekki enn búið að fá á sig mark í mótinu en það vann alla þrjá leiki riðilsins með markatölunni 8-0 og er í heildina búið að vinna fjóra leiki núna með markatölunni 11-0.Ungir menn á uppleið Þetta er nokkuð merkileg tölfræði í ljósi þess hversu ungir lykilmennirnir aftast á vellinum eru; miðverðirnir tveir og markvörðurinn. Fjölnir hefur spilað á sterkum miðvörðum undanfarin ár eins og Daniel Ivanovski og Tobias Salquist en nú eru það ungir heimamenn sem standa vaktina, allavega í byrjun árs. Miðverðirnir tveir sem hafa spilað saman alla leikina nema einn eru Hans Viktor Guðmundsson (20 ára) og Torfi Tímoteus Gunnarsson (18 ára). Í markinu er svo hinn 19 ára gamli Jökull Blængsson sem hefur spilað alla fjóra leikina í fjarveru Þórðar Ingasonar sem er meiddur. Fjölnir mætti tveimur Pepsi-deildarliðum; Val og KR, á leið sinni í úrslitaleikinn og tveimur liðum úr Inkasso-deildinni; Leikni R. og Þrótti. Hans Viktor og Torfi spiluðu saman í öllum leikjunum nema á móti Þrótti sem Fjölnir vann, 4-0, með yfirburðum.Ólympíuverðlaunahafi Hans Viktor kom við sögu í 19 leikjum í Pepsi-deildinni í fyrra, fyrst sem varamaður en hann var orðinn fastamaður í byrjunarliðinu undir lokin. Hann vakti það mikla athygli að hann var í fyrsta sinn valinn í U21 árs landsliðs hópinn sem mætti Úkraínu í úrslitaleik á Laugardalsvelli um sæti á EM 2017 síðasta haust. Torfi Tímóteus, sem á enn eftir að þreyta frumraun sína í Pepsi-deildinni, hefur um langa hríð verið barnastjarna í yngri flokkunum. Hann er hluti af sterkum 1999 árgangi Íslands sem vann til Bronsverðlauna á Ólympíuleikum æskunnar í Suður-Kóreu árið 2014. Hann á að baki fimmtán leiki fyrir U17 ára landsliðið. Jökull Blængsson á tvo leiki að baki fyrir Fjölni í Pepsi-deildinni. Í bæði skiptin kom hann inn á sem varamaður fyrir Steinar Örn Gunnarsson. Hann þreytti frumraun sína árið 2015 í 4-3 sigurleik gegn Víkingi og kom svo aftur inn á í 1-0 tapi gegn Val á síðustu leiktíð. Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD á mánudagskvöldið klukkan 18.55.Leikir Fjölnis í Reykjavíkurmótinu:Fjölnir - Leiknir R. 1-0 Markvörður: Jökull Blængsson Miðverðir Hans Viktor Guðmundsson og Torfi Tímóteus GunnarssonFjölnir - Valur 3-0 Markvörður: Jökull Blængsson Miðverðir Hans Viktor Guðmundsson og Torfi Tímóteus GunnarssonÞróttur R. - Fjölnir 0-4 Markvörður: Jökull Blængsson Miðverðir Hans Viktor Guðmundsson og Tumi GuðjónssonFjölnir - KR 3-0 Markvörður: Jökull Blængsson Miðverðir Hans Viktor Guðmundsson og Torfi Tímóteus Gunnarsson Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Fjölnir vann öruggan sigur á KR, 3-0, í seinni undanúrslitaleik Reykjavíkurmótsins í fótbolta í gærkvöldi og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á móti Val sem fram fer á mánudagskvöldið. Ingimundur Níels Óskarsson kom Fjölni yfir í fyrri hálfleik en danski framherjinn Marcus Solberg skoraði tvívegis í seinni hálfleik og innsiglaði sanngjarnan sigur Fjölnismanna sem voru í heildina betri aðilinn. Eins og tölurnar gefa til kynna hélt Fjölnisliðið hreinu í gær og það var svo sannarlega í takt við spilamennsku þess í Reykjavíkurmótinu. Það er nefnilega ekki enn búið að fá á sig mark í mótinu en það vann alla þrjá leiki riðilsins með markatölunni 8-0 og er í heildina búið að vinna fjóra leiki núna með markatölunni 11-0.Ungir menn á uppleið Þetta er nokkuð merkileg tölfræði í ljósi þess hversu ungir lykilmennirnir aftast á vellinum eru; miðverðirnir tveir og markvörðurinn. Fjölnir hefur spilað á sterkum miðvörðum undanfarin ár eins og Daniel Ivanovski og Tobias Salquist en nú eru það ungir heimamenn sem standa vaktina, allavega í byrjun árs. Miðverðirnir tveir sem hafa spilað saman alla leikina nema einn eru Hans Viktor Guðmundsson (20 ára) og Torfi Tímoteus Gunnarsson (18 ára). Í markinu er svo hinn 19 ára gamli Jökull Blængsson sem hefur spilað alla fjóra leikina í fjarveru Þórðar Ingasonar sem er meiddur. Fjölnir mætti tveimur Pepsi-deildarliðum; Val og KR, á leið sinni í úrslitaleikinn og tveimur liðum úr Inkasso-deildinni; Leikni R. og Þrótti. Hans Viktor og Torfi spiluðu saman í öllum leikjunum nema á móti Þrótti sem Fjölnir vann, 4-0, með yfirburðum.Ólympíuverðlaunahafi Hans Viktor kom við sögu í 19 leikjum í Pepsi-deildinni í fyrra, fyrst sem varamaður en hann var orðinn fastamaður í byrjunarliðinu undir lokin. Hann vakti það mikla athygli að hann var í fyrsta sinn valinn í U21 árs landsliðs hópinn sem mætti Úkraínu í úrslitaleik á Laugardalsvelli um sæti á EM 2017 síðasta haust. Torfi Tímóteus, sem á enn eftir að þreyta frumraun sína í Pepsi-deildinni, hefur um langa hríð verið barnastjarna í yngri flokkunum. Hann er hluti af sterkum 1999 árgangi Íslands sem vann til Bronsverðlauna á Ólympíuleikum æskunnar í Suður-Kóreu árið 2014. Hann á að baki fimmtán leiki fyrir U17 ára landsliðið. Jökull Blængsson á tvo leiki að baki fyrir Fjölni í Pepsi-deildinni. Í bæði skiptin kom hann inn á sem varamaður fyrir Steinar Örn Gunnarsson. Hann þreytti frumraun sína árið 2015 í 4-3 sigurleik gegn Víkingi og kom svo aftur inn á í 1-0 tapi gegn Val á síðustu leiktíð. Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 HD á mánudagskvöldið klukkan 18.55.Leikir Fjölnis í Reykjavíkurmótinu:Fjölnir - Leiknir R. 1-0 Markvörður: Jökull Blængsson Miðverðir Hans Viktor Guðmundsson og Torfi Tímóteus GunnarssonFjölnir - Valur 3-0 Markvörður: Jökull Blængsson Miðverðir Hans Viktor Guðmundsson og Torfi Tímóteus GunnarssonÞróttur R. - Fjölnir 0-4 Markvörður: Jökull Blængsson Miðverðir Hans Viktor Guðmundsson og Tumi GuðjónssonFjölnir - KR 3-0 Markvörður: Jökull Blængsson Miðverðir Hans Viktor Guðmundsson og Torfi Tímóteus Gunnarsson
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti