Margir athygliverðir nýir bílar í Genf Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2017 11:15 Ferrari 812 Superfast er með 798 hestafla rokk. Bílasýningin í Genf byrjar í næstu viku en það er betur og betur að koma í ljós hvað bílaframleiðendur heimsins verða með þar til sýnis. Forvitnilegt er að tæpa á því helsta frá hverjum og einum þeirra. Ferrari mun sýna nýjan bíl, Ferrari 812 Superfast og fer þar arftaki F12 Berlinetta bílsins. Er þessi bíll með 6,5 lítra og 798 hestafla vél sem þeytir honum í hundraðið á 2,9 sekúndum. Ford ætlar að sýna öfluga ST-útgáfu af Fiest bíl sínum, en einnig mun Ford kynna fullt af nýjum öryggisbúnaði í þessum söluhæsta bíl Ford í Evrópu, búnað sem almennt hefur ekki sést í smærri bílum sem Fiesta. Honda mun kynna Civic Type R, kraftaútgáfu Civic bílsins og víst er að hann hefur bætt við sig hestöflum frá fyrri gerð, en sú var nú ekki afllítil með sín 306 hestöfl. Honda ætlar að hefja fjöldaframleiðslu Civic Type R í Bretlandi í sumar. Hyundai mun sýna Tucson vetnisbíl sem tekur mikið fram fyrri gerð þess bíls og nýtt útlit Tucson á sýningunni gefur til kynna á hverju er á von í næstu kynslóð Tucson. Land Rover mun kynna glænýja bílgerð, Velar, en hann liggur á milli Range Rover Evoque og Range Rover Sport hvað stærð varðar. Lexus sýnir flaggskipið LS 500h sem áður var búið að kynna á bílasýningunni í Detroit í síðasta mánuði, en fullkomið Multi Stage Hybrid kerfi bílsins leyfir akstur bílsins á allt að 140 km hraða eingöngu á rafmagni. Mercedes Benz verður með 4 gerðir nýlegra AMG-bíla, auk Maybach gerðar G-Class jeppans með stafina G650, en sá bíll kostar um 500.000 evrur. Benz mun einnig sýna nýja pallbílinn sinn í Genf. Mitsubishi mun kynna til leiks nýjan jeppling með nafnið Eclipse Cross og með því taka aftur í notkun nafnið Eclipse, sem þó var áður á fólksbíl Mitsubishi. Á sýningarpalli Porsche mun standa Panamera Sport Turismo með 680 hestafla aflrás, þeirri öflugustu í Panamera hingað til. Subaru mun kynna nýjan Crosstrek jeppling sem er byggður á sama undirvagni og ný Impreza. Volkswagen verður með nýjan bíl til sýnis, Arteon, en hann leysir af hólmi CC-bíl Volkswagen, en er örlítið stærri og rúmbetri. Volkswagen ætlar einnig að sýna tilbúna framleiðslugerð hins smáa T-Roc jepplings. Volvo mun kynna nýjan XC60 jeppling og líklega í Plug-In-Hybrid gerð einnig. Volvo XC60 verður falur almenningi seinna á þessu ári, svo þarna verður endanleg útgáfa bílsins sýnd.Ford Fiesta ST.Honda Civic Type R.Range Rover Velar er glæný bílgerð frá Jaguar Land Rover.Nýi pallbíllinn frá Mercedes Benz.Porsche Panamera Sport Turismo er heljarlangur og mjög öflugur.Volkswagen Arteon leysir CC af hólmi. Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent
Bílasýningin í Genf byrjar í næstu viku en það er betur og betur að koma í ljós hvað bílaframleiðendur heimsins verða með þar til sýnis. Forvitnilegt er að tæpa á því helsta frá hverjum og einum þeirra. Ferrari mun sýna nýjan bíl, Ferrari 812 Superfast og fer þar arftaki F12 Berlinetta bílsins. Er þessi bíll með 6,5 lítra og 798 hestafla vél sem þeytir honum í hundraðið á 2,9 sekúndum. Ford ætlar að sýna öfluga ST-útgáfu af Fiest bíl sínum, en einnig mun Ford kynna fullt af nýjum öryggisbúnaði í þessum söluhæsta bíl Ford í Evrópu, búnað sem almennt hefur ekki sést í smærri bílum sem Fiesta. Honda mun kynna Civic Type R, kraftaútgáfu Civic bílsins og víst er að hann hefur bætt við sig hestöflum frá fyrri gerð, en sú var nú ekki afllítil með sín 306 hestöfl. Honda ætlar að hefja fjöldaframleiðslu Civic Type R í Bretlandi í sumar. Hyundai mun sýna Tucson vetnisbíl sem tekur mikið fram fyrri gerð þess bíls og nýtt útlit Tucson á sýningunni gefur til kynna á hverju er á von í næstu kynslóð Tucson. Land Rover mun kynna glænýja bílgerð, Velar, en hann liggur á milli Range Rover Evoque og Range Rover Sport hvað stærð varðar. Lexus sýnir flaggskipið LS 500h sem áður var búið að kynna á bílasýningunni í Detroit í síðasta mánuði, en fullkomið Multi Stage Hybrid kerfi bílsins leyfir akstur bílsins á allt að 140 km hraða eingöngu á rafmagni. Mercedes Benz verður með 4 gerðir nýlegra AMG-bíla, auk Maybach gerðar G-Class jeppans með stafina G650, en sá bíll kostar um 500.000 evrur. Benz mun einnig sýna nýja pallbílinn sinn í Genf. Mitsubishi mun kynna til leiks nýjan jeppling með nafnið Eclipse Cross og með því taka aftur í notkun nafnið Eclipse, sem þó var áður á fólksbíl Mitsubishi. Á sýningarpalli Porsche mun standa Panamera Sport Turismo með 680 hestafla aflrás, þeirri öflugustu í Panamera hingað til. Subaru mun kynna nýjan Crosstrek jeppling sem er byggður á sama undirvagni og ný Impreza. Volkswagen verður með nýjan bíl til sýnis, Arteon, en hann leysir af hólmi CC-bíl Volkswagen, en er örlítið stærri og rúmbetri. Volkswagen ætlar einnig að sýna tilbúna framleiðslugerð hins smáa T-Roc jepplings. Volvo mun kynna nýjan XC60 jeppling og líklega í Plug-In-Hybrid gerð einnig. Volvo XC60 verður falur almenningi seinna á þessu ári, svo þarna verður endanleg útgáfa bílsins sýnd.Ford Fiesta ST.Honda Civic Type R.Range Rover Velar er glæný bílgerð frá Jaguar Land Rover.Nýi pallbíllinn frá Mercedes Benz.Porsche Panamera Sport Turismo er heljarlangur og mjög öflugur.Volkswagen Arteon leysir CC af hólmi.
Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent