Diet-sinfónía og makt myrkranna Jónas Sen skrifar 25. febrúar 2017 12:30 Stephen Hough lék af snilld á tónleikum Sinfóníunnar á fimmtudagskvöldið. Mynd/Hiroyuki Ito Í einni kvikmyndinni um mannætuna Hannibal Lecter er hann staddur á sinfóníutónleikum. Hann er fagurkeri og nýtur tónlistarinnar. En svo fer einn flautuleikarinn að fara í taugarnar á honum. Flautuleikarinn spilar illa og skemmir heildarsvipinn. Hannibal situr því fyrir honum og étur hann. Eins gott var að Hannibal var ekki á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands undri stjórn Jun Märkl á fimmtudagskvöldið. Þar var vel leikið, en þó voru málmblásarar, og einstaka tréblásarar sem spiluðu klunnalega og eyðilögðu fyrir hinum. Ekki síst frábærum píanóleikara, Stephen Hough. Kaflar í Rapsódíu Rakhmanínovs um stef eftir Paganini voru þannig að það fór um mann. Einn þeirra er sérlega viðkvæmur og blásurunum tókst næstum að eyðileggja hann. Fjórir Slavneskir dansar eftir Dvorák komu líka skringilega út. Málmblásturinn er áberandi í dönsunum og hann hljómaði eins og hjá annars flokks lúðrasveit. Þetta er synd, því margt var ágætlega gert á tónleikunum, og sumt var frábært. Stephen Hough var magnaður í einleiknum í Rakhmanínov. Verkið er skemmtilegt, aðalefniviðurinn er 24. kaprísa Paganinis. Hann var svo flinkur fiðluleikari að hjátrúarfull alþýða þeirra tíma trúði að hann hefði gert samning við djöfulinn. Makt myrkranna svífur því yfir vötnum í tónlistinni. Þar munar mest um stef sem er mjög veigamikið, Dies irae. Það er gamall sálmur um dómsdag úr kaþólsku sálumessunni. Stefið er einstaklega áhrifaríkt og hefur oft verið notað í kvikmyndum. Það var t.d. titillag þáttaraðarinnar Ófærð og er spilað í upphafi hryllingsmyndarinnar The Shining. Rakhmanínov notar það með góðum árangri. Rapsódían er orðin nokkuð útjöskuð, og því var ánægjulegt að upplifa hversu fersk túlkun píanóleikarans var. Hann gaf sér óvanalega mikinn tíma án þess að vera tilgerðarlegur. Hraðaval var sannfærandi og það var dýpt í leiknum sem er sjaldgæf. Fyrir bragðið var tónlistin yfirmáta spennandi, það var eins og að maður væri að heyra hana í fyrsta sinn. Eftir hlé var fjórða sinfónían eftir Beethoven á dagskránni. Hún heyrist ekki oft á tónleikum hér. Almennt eru sinfóníur tónskáldsins sem bera oddatölur vinsælli, enda mun öflugri tónsmíðar. Hetjusinfónían er nr. 3, Örlagasinfónían nr. 5, sú sjöunda er stórbrotin og þá níundu þekkja allir. Það er eins og að Beethoven hafi þurft að hvíla sig á milli þessara risavöxnu verka og samið einskonar diet-sinfóníur í staðinn. Við hliðina á oddatölusinfóníunum er sú fjórða einmitt fremur mögur, og hljómsveitinni tókst aldrei að gera neitt bitastætt úr henni. Þetta er stílhreint verk sem einkennist af heiðríkju, en flutningurinn var ekki nógu fágaður til að tónlistin kæmist almennilega á flug. Hnökrar í málmblæstrinum voru til vansa og heildarhljómurinn var nokkuð hrjúfur. Stundum er sagt að Guð sé í smáatriðunum; það á sérstaklega við hér. Fínleg blæbrigði voru ekki nægilega vel útfærð. Því var túlkunin hvorki fugl né fiskur, og allra síst eitthvað háleitt eða guðdómlegt.Niðurstaða: Hljómsveitin var mistæk, en einleikurinn framúrskarandi. Birtist í Fréttablaðinu Tónlistargagnrýni Mest lesið Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Í einni kvikmyndinni um mannætuna Hannibal Lecter er hann staddur á sinfóníutónleikum. Hann er fagurkeri og nýtur tónlistarinnar. En svo fer einn flautuleikarinn að fara í taugarnar á honum. Flautuleikarinn spilar illa og skemmir heildarsvipinn. Hannibal situr því fyrir honum og étur hann. Eins gott var að Hannibal var ekki á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands undri stjórn Jun Märkl á fimmtudagskvöldið. Þar var vel leikið, en þó voru málmblásarar, og einstaka tréblásarar sem spiluðu klunnalega og eyðilögðu fyrir hinum. Ekki síst frábærum píanóleikara, Stephen Hough. Kaflar í Rapsódíu Rakhmanínovs um stef eftir Paganini voru þannig að það fór um mann. Einn þeirra er sérlega viðkvæmur og blásurunum tókst næstum að eyðileggja hann. Fjórir Slavneskir dansar eftir Dvorák komu líka skringilega út. Málmblásturinn er áberandi í dönsunum og hann hljómaði eins og hjá annars flokks lúðrasveit. Þetta er synd, því margt var ágætlega gert á tónleikunum, og sumt var frábært. Stephen Hough var magnaður í einleiknum í Rakhmanínov. Verkið er skemmtilegt, aðalefniviðurinn er 24. kaprísa Paganinis. Hann var svo flinkur fiðluleikari að hjátrúarfull alþýða þeirra tíma trúði að hann hefði gert samning við djöfulinn. Makt myrkranna svífur því yfir vötnum í tónlistinni. Þar munar mest um stef sem er mjög veigamikið, Dies irae. Það er gamall sálmur um dómsdag úr kaþólsku sálumessunni. Stefið er einstaklega áhrifaríkt og hefur oft verið notað í kvikmyndum. Það var t.d. titillag þáttaraðarinnar Ófærð og er spilað í upphafi hryllingsmyndarinnar The Shining. Rakhmanínov notar það með góðum árangri. Rapsódían er orðin nokkuð útjöskuð, og því var ánægjulegt að upplifa hversu fersk túlkun píanóleikarans var. Hann gaf sér óvanalega mikinn tíma án þess að vera tilgerðarlegur. Hraðaval var sannfærandi og það var dýpt í leiknum sem er sjaldgæf. Fyrir bragðið var tónlistin yfirmáta spennandi, það var eins og að maður væri að heyra hana í fyrsta sinn. Eftir hlé var fjórða sinfónían eftir Beethoven á dagskránni. Hún heyrist ekki oft á tónleikum hér. Almennt eru sinfóníur tónskáldsins sem bera oddatölur vinsælli, enda mun öflugri tónsmíðar. Hetjusinfónían er nr. 3, Örlagasinfónían nr. 5, sú sjöunda er stórbrotin og þá níundu þekkja allir. Það er eins og að Beethoven hafi þurft að hvíla sig á milli þessara risavöxnu verka og samið einskonar diet-sinfóníur í staðinn. Við hliðina á oddatölusinfóníunum er sú fjórða einmitt fremur mögur, og hljómsveitinni tókst aldrei að gera neitt bitastætt úr henni. Þetta er stílhreint verk sem einkennist af heiðríkju, en flutningurinn var ekki nógu fágaður til að tónlistin kæmist almennilega á flug. Hnökrar í málmblæstrinum voru til vansa og heildarhljómurinn var nokkuð hrjúfur. Stundum er sagt að Guð sé í smáatriðunum; það á sérstaklega við hér. Fínleg blæbrigði voru ekki nægilega vel útfærð. Því var túlkunin hvorki fugl né fiskur, og allra síst eitthvað háleitt eða guðdómlegt.Niðurstaða: Hljómsveitin var mistæk, en einleikurinn framúrskarandi.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlistargagnrýni Mest lesið Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Fleiri fréttir Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira