Viðhorf útlendinga til Íslands jákvæðara nú en árið 2014 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður, ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. MYND/ÍSLANDSSTOFA Sjötíu prósent aðspurðra í viðhorfsrannsókn Íslandsstofu eru jákvæð í garð Íslandsheimsóknar og helmingur svarenda er jákvæður gagnvart ferðalagi til Íslands utan sumartíma. Um aukningu er að ræða síðan slík könnun var gerð síðast, árið 2014. Rannsóknin var tvíþætt. Annars vegar var rætt við 5.000 neytendur frá Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Danmörku. Að auki voru könnuð viðhorf erlendra söluaðila Íslandsferða. Þar kemur fram að 80 prósent söluaðila upplifa svipaða eða aukna sölu á síðasta ári samanborið við árið 2015. „Við sjáum að erlendir söluaðilar hafa smá áhyggjur af verðlaginu hér og hvort það geti haft áhrif á eftirspurnina. Þeir telja samt að þeir muni halda áfram að selja jafnmikið,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. Niðurstöðurnar eru nokkuð áhugaverðar í ljósi þess að hér heima er umræðan um ferðaþjónustu öðru hvoru á neikvæðum nótum. „Við verðum að venja okkur á það að skoða staðreyndir en ekki tilfinningar í þessum efnum. Staðreyndin er sú að kannanir um efnið sýna að flestir eru jákvæðir í garð ferðaþjónustunnar,“ segir Inga. Hún segir jákvætt að sjá það skila sér að erlendir ferðamenn og fjölmiðlar horfi ekki lengur á Ísland eingöngu heldur meira á sérstaka landshluta. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á fundi á Hilton Reykjavík Nordica í dag og hefst fundurinn klukkan 10. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira
Sjötíu prósent aðspurðra í viðhorfsrannsókn Íslandsstofu eru jákvæð í garð Íslandsheimsóknar og helmingur svarenda er jákvæður gagnvart ferðalagi til Íslands utan sumartíma. Um aukningu er að ræða síðan slík könnun var gerð síðast, árið 2014. Rannsóknin var tvíþætt. Annars vegar var rætt við 5.000 neytendur frá Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Danmörku. Að auki voru könnuð viðhorf erlendra söluaðila Íslandsferða. Þar kemur fram að 80 prósent söluaðila upplifa svipaða eða aukna sölu á síðasta ári samanborið við árið 2015. „Við sjáum að erlendir söluaðilar hafa smá áhyggjur af verðlaginu hér og hvort það geti haft áhrif á eftirspurnina. Þeir telja samt að þeir muni halda áfram að selja jafnmikið,“ segir Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. Niðurstöðurnar eru nokkuð áhugaverðar í ljósi þess að hér heima er umræðan um ferðaþjónustu öðru hvoru á neikvæðum nótum. „Við verðum að venja okkur á það að skoða staðreyndir en ekki tilfinningar í þessum efnum. Staðreyndin er sú að kannanir um efnið sýna að flestir eru jákvæðir í garð ferðaþjónustunnar,“ segir Inga. Hún segir jákvætt að sjá það skila sér að erlendir ferðamenn og fjölmiðlar horfi ekki lengur á Ísland eingöngu heldur meira á sérstaka landshluta. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á fundi á Hilton Reykjavík Nordica í dag og hefst fundurinn klukkan 10. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira