Elsa Guðrún vann gull í undankeppninni: Stærsta afrekið á ferlinum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. febrúar 2017 13:40 Elsa Guðrún Jónsdóttir. Mynd/Skíðasamband Íslands. Elsa Guðrún Jónsdóttir fer frábærlega af stað á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu sem hófst í Lahti í Finnlandi í dag. Elsa Guðrún gerði sér lítið fyrir og vann undankeppnina í 5 km skíðagöngu kvenna en hún gekk á 15:23,9 mínútum. Hún var rúmlega 20 sekúndum á undan næsta keppanda. „Ég var alls ekki viðbúin þessu,“ sagði hún í samtali við Vísi í dag. „Aðalmarkmiðið var að vera á meðal tíu efstu til að komast inn í aðalkeppnina. Þetta er hrikalega skemmtileg upplifun,“ sagði hún og viðurkenndi fúslega að þetta hafi verið hennar stærsta afrek á ferlinum. „Ég hef farið á HM unglinga en þetta er mitt fyrsta stórmót í fullorðinsflokki. Ég fékk líka 126 punkta fyrir árangurinn í dag sem er besti árangur minn á ferlinum. Ég er svakalega ánægð.“ Af þeim keppendum sem tóku þátt var Elsa Guðrún með áttundu bestu punktastöðuna fyrir keppnina í dag. „Ég bjóst ekki við neinu áður en ég kom hingað út. Ég hafði ekki náð að æfa mikið vegna snjóleysis heima. Ég keppti svo í Svíþjóð um síðustu helgi þar sem mér leið ekki nógu vel þó svo að árangurinn hafi verið góður.“ „Ég hef náð að hvíla vel síðustu daga og var mun léttari í dag. Enda gefur manni það aukakraft þegar maður fær að heyra að maður er fyrstur,“ segir Elsa Guðrún sem er nú komin með þátttökurétt í öllum göngum í lrngri vegalengdum á HM í Lahti. Hún ætlar fyrst og fremst að njóta þess að vera komin áfram. „Ég ætla svo bara að gera mitt besta. Ég er að fara að keppa við bestu konur í heimi og ég ætla að njóta þess.“ Aðrar íþróttir Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Elsa Guðrún Jónsdóttir fer frábærlega af stað á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu sem hófst í Lahti í Finnlandi í dag. Elsa Guðrún gerði sér lítið fyrir og vann undankeppnina í 5 km skíðagöngu kvenna en hún gekk á 15:23,9 mínútum. Hún var rúmlega 20 sekúndum á undan næsta keppanda. „Ég var alls ekki viðbúin þessu,“ sagði hún í samtali við Vísi í dag. „Aðalmarkmiðið var að vera á meðal tíu efstu til að komast inn í aðalkeppnina. Þetta er hrikalega skemmtileg upplifun,“ sagði hún og viðurkenndi fúslega að þetta hafi verið hennar stærsta afrek á ferlinum. „Ég hef farið á HM unglinga en þetta er mitt fyrsta stórmót í fullorðinsflokki. Ég fékk líka 126 punkta fyrir árangurinn í dag sem er besti árangur minn á ferlinum. Ég er svakalega ánægð.“ Af þeim keppendum sem tóku þátt var Elsa Guðrún með áttundu bestu punktastöðuna fyrir keppnina í dag. „Ég bjóst ekki við neinu áður en ég kom hingað út. Ég hafði ekki náð að æfa mikið vegna snjóleysis heima. Ég keppti svo í Svíþjóð um síðustu helgi þar sem mér leið ekki nógu vel þó svo að árangurinn hafi verið góður.“ „Ég hef náð að hvíla vel síðustu daga og var mun léttari í dag. Enda gefur manni það aukakraft þegar maður fær að heyra að maður er fyrstur,“ segir Elsa Guðrún sem er nú komin með þátttökurétt í öllum göngum í lrngri vegalengdum á HM í Lahti. Hún ætlar fyrst og fremst að njóta þess að vera komin áfram. „Ég ætla svo bara að gera mitt besta. Ég er að fara að keppa við bestu konur í heimi og ég ætla að njóta þess.“
Aðrar íþróttir Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira