Photoshop tröllríður bílageiranum Finnur Thorlacius skrifar 8. mars 2017 12:30 Nýi ofurrafbíllinn Faraday Future FF91 var kynntur á dögunum og bakgrunnurinn er kunnuglegur þótt bíllinn hafi aldrei komið hingað til Íslands. Þorvaldur Örn ljósmyndari segir myndina gott dæmi um vel heppnaða myndvinnslu. Mikið umtal undanfarið um fyrirsætur sem gengið hafa í gegnum fegrunaraðgerðir í Photoshop myndvinnsluforritinu hefur varpað kastljósinu að öðrum atvinnugeira. Þar á bæ eru fyrirsæturnar ekki á launaskrá en eigendur þeirra eiga mikið undir að vel til heppnist með myndatökur þeirra. Myndir af bílum í óraunverulegu umhverfi eða aðstæðum tröllríða nú bílageiranum sem aldrei fyrr. Íslenski neytendur fara ekki varhluta af þessu og á stuttri yfirferð yfir heimasíður íslensku umboðanna mátti fljótt finna myndir sem voru misvel unnar. Myndirnar eiga það venjulega sammerkt að undirstrika eiginleika eins og afl, aksturseiginleika, drifgetu eða þess háttar og stundum eru þær svo illa unnar að það er nánast hallærislegt, en á öðrum þarf að skoða þær vel til að sjá hvort að átt hafi verið við þær. Við bárum þessar myndir undir nokkra ljósmyndara sem voru sammála um að allar myndirnar væru "fótósjoppaðar."Lifum í heimi falsana Að sögn Þorvalds Arnar Kristjánssonar ljósmyndara er mikil myndvinnsla einkennandi fyrir bílaiðnaðinn. "Bílaauglýsingar eru að verða eins og villta vestrið þegar kemur að Photoshop myndvinnslu. Oft er það misheppnað en stundum líka mjög vel heppnað og skemmtilega úthugsað eins til dæmis Faraday FF91 bíllinn, sem á dögunum var kynntur með myndum frá Íslandi. Þar var myndvinnslan svo góð að ég áttaði mig ekki strax að hann væri settur inn í umhverfið" sagði Þorvaldur sem um árabil myndaði bíla fyrir öll helstu dagblöð landsins. Að sögn Þorvaldar eru brenglaðir litir í auglýsingum, sterkir kontrastar og aðrar æfingar misheppnaðar myndir sem endast illa. "Svo getur dæmið snúist við og vel heppnuð ljósmyndaferð með bíl og umhverfi hans heppnast svo vel, að það er alveg eins og hann hafi verið settur eftir á inní myndina" sagði Þorvaldur sposkur. Þrívíddarlíkön bíla eru einnig orðin mjög fullkomin svo að auðvelt er fyrir vanan myndhönnuð að skeyta bíl og umhverfi saman á mjög raunverulegan hátt, jafnvel í myndböndum eins og nú er einnig farið að sjást. Tryggvi Þormóðsson er ljósmyndari af gamla skólanum og lærði sérstaklega iðnaðarljósmyndun þar sem að mynda þarf við erfið skilyrði. Tryggvi segir að við lifum í heimi falsana þegar kemur að ljósmyndum. "Það er verið að skeyta stúdíómyndum inní landslag þar sem lýsing er í kross og með mismunandi diffuserum." Það er í raun og veru ekkert sem kemur í staðinn fyrir alvöru myndatöku þegar bílar eiga í hlut.Þessi Rexton jeppi á greinilega að vera að sýna getu sína á vaðinu en óraunveruleg myndvinnsla gerir myndina ótrúverðuga. Talsverð synd þar sem bíllinn hefði auðveldlega getað framkvæmt þetta í raunvöruleikanum.Fyrir einhvern sem reynsluekur árlega bílum í tugatali virkar mynd eins og þessi mjög óraunveruleg. Bíllinn á greinilega að vera að spóla á öllum hjólum á malbikinu! Og það er eins og enginn ökumaður sé undir stýri.Á þessari mynd af Skoda Yeti er mikið búið að eiga við liti og lýsingu. Svo mikið að erfitt getur verið að átta sig á hvort bíllinn hafi verið settur inn í myndina eða ekki. Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent
Mikið umtal undanfarið um fyrirsætur sem gengið hafa í gegnum fegrunaraðgerðir í Photoshop myndvinnsluforritinu hefur varpað kastljósinu að öðrum atvinnugeira. Þar á bæ eru fyrirsæturnar ekki á launaskrá en eigendur þeirra eiga mikið undir að vel til heppnist með myndatökur þeirra. Myndir af bílum í óraunverulegu umhverfi eða aðstæðum tröllríða nú bílageiranum sem aldrei fyrr. Íslenski neytendur fara ekki varhluta af þessu og á stuttri yfirferð yfir heimasíður íslensku umboðanna mátti fljótt finna myndir sem voru misvel unnar. Myndirnar eiga það venjulega sammerkt að undirstrika eiginleika eins og afl, aksturseiginleika, drifgetu eða þess háttar og stundum eru þær svo illa unnar að það er nánast hallærislegt, en á öðrum þarf að skoða þær vel til að sjá hvort að átt hafi verið við þær. Við bárum þessar myndir undir nokkra ljósmyndara sem voru sammála um að allar myndirnar væru "fótósjoppaðar."Lifum í heimi falsana Að sögn Þorvalds Arnar Kristjánssonar ljósmyndara er mikil myndvinnsla einkennandi fyrir bílaiðnaðinn. "Bílaauglýsingar eru að verða eins og villta vestrið þegar kemur að Photoshop myndvinnslu. Oft er það misheppnað en stundum líka mjög vel heppnað og skemmtilega úthugsað eins til dæmis Faraday FF91 bíllinn, sem á dögunum var kynntur með myndum frá Íslandi. Þar var myndvinnslan svo góð að ég áttaði mig ekki strax að hann væri settur inn í umhverfið" sagði Þorvaldur sem um árabil myndaði bíla fyrir öll helstu dagblöð landsins. Að sögn Þorvaldar eru brenglaðir litir í auglýsingum, sterkir kontrastar og aðrar æfingar misheppnaðar myndir sem endast illa. "Svo getur dæmið snúist við og vel heppnuð ljósmyndaferð með bíl og umhverfi hans heppnast svo vel, að það er alveg eins og hann hafi verið settur eftir á inní myndina" sagði Þorvaldur sposkur. Þrívíddarlíkön bíla eru einnig orðin mjög fullkomin svo að auðvelt er fyrir vanan myndhönnuð að skeyta bíl og umhverfi saman á mjög raunverulegan hátt, jafnvel í myndböndum eins og nú er einnig farið að sjást. Tryggvi Þormóðsson er ljósmyndari af gamla skólanum og lærði sérstaklega iðnaðarljósmyndun þar sem að mynda þarf við erfið skilyrði. Tryggvi segir að við lifum í heimi falsana þegar kemur að ljósmyndum. "Það er verið að skeyta stúdíómyndum inní landslag þar sem lýsing er í kross og með mismunandi diffuserum." Það er í raun og veru ekkert sem kemur í staðinn fyrir alvöru myndatöku þegar bílar eiga í hlut.Þessi Rexton jeppi á greinilega að vera að sýna getu sína á vaðinu en óraunveruleg myndvinnsla gerir myndina ótrúverðuga. Talsverð synd þar sem bíllinn hefði auðveldlega getað framkvæmt þetta í raunvöruleikanum.Fyrir einhvern sem reynsluekur árlega bílum í tugatali virkar mynd eins og þessi mjög óraunveruleg. Bíllinn á greinilega að vera að spóla á öllum hjólum á malbikinu! Og það er eins og enginn ökumaður sé undir stýri.Á þessari mynd af Skoda Yeti er mikið búið að eiga við liti og lýsingu. Svo mikið að erfitt getur verið að átta sig á hvort bíllinn hafi verið settur inn í myndina eða ekki.
Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent