Nýr forsetabíll Trump næstum tilbúinn Finnur Thorlacius skrifar 7. mars 2017 10:45 "The Beast" 2.0 er á lokastigi og fær brátt að þjóna Trump. Forsetabíll Obama var nefndur “The Beast” og því er kannski við hæfi að hér sé á ferðinni “The Beast 2.0”. Nýr forsetabíll Trump er svo til tilbúinn og smíðaður af General Motors og er lengdur Chevrolet Suburban. Þessi bíll í grunngerðinni er stærsti jeppinn sem fæst í Bandaríkjunum, en það er ekki nóg og því er hann lengdur. Hann er auk þess gríðarlega vel brynvarinn og á að þola skot úr sterkustu rifflum og handsprengjur. Þó að á myndinni af bílnum mætti telja að þar fari fólksbíll þá er það ekki svo, þetta er sannarlega jeppi og hátt er undir hann. Mikil leynd hvílir yfir smíði hans, enda alls ekki ráðlegt að láta uppi hvernig hann er búinn. Auk alls brynvarnarbúnaðarins þá er bíllinn hátæknivæddur og á einnig að þola efnavopnaárásir. Einnig er sagt að í bílnum séu tveir pottar af blóði í blóðflokki Trump. Þegar Trump mun ferðast í þessum bíl verður annar nákvæmlega eins í för svo ekki sé vitað í hvorum bílnum forsetinn er og aðrir bílar í bílalestinni er Trump ferðast á "The Beast" eru einnig brynvarðir. Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent
Forsetabíll Obama var nefndur “The Beast” og því er kannski við hæfi að hér sé á ferðinni “The Beast 2.0”. Nýr forsetabíll Trump er svo til tilbúinn og smíðaður af General Motors og er lengdur Chevrolet Suburban. Þessi bíll í grunngerðinni er stærsti jeppinn sem fæst í Bandaríkjunum, en það er ekki nóg og því er hann lengdur. Hann er auk þess gríðarlega vel brynvarinn og á að þola skot úr sterkustu rifflum og handsprengjur. Þó að á myndinni af bílnum mætti telja að þar fari fólksbíll þá er það ekki svo, þetta er sannarlega jeppi og hátt er undir hann. Mikil leynd hvílir yfir smíði hans, enda alls ekki ráðlegt að láta uppi hvernig hann er búinn. Auk alls brynvarnarbúnaðarins þá er bíllinn hátæknivæddur og á einnig að þola efnavopnaárásir. Einnig er sagt að í bílnum séu tveir pottar af blóði í blóðflokki Trump. Þegar Trump mun ferðast í þessum bíl verður annar nákvæmlega eins í för svo ekki sé vitað í hvorum bílnum forsetinn er og aðrir bílar í bílalestinni er Trump ferðast á "The Beast" eru einnig brynvarðir.
Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent