Prius með sólarrafhlöður á toppnum Finnur Thorlacius skrifar 1. mars 2017 10:03 Sólarrafhlöðurnar þekja allt þak bílsins. Panasonic hefur þróað sólarsellu sem nær yfir allt þak nýs Toyota Prius Plug-In-Hybrid bílsins og fer þar mun öflugri sólarsella en Panasonic hafði áður þróað fyrir bíla. Sellan er fær um að framleiða 180 wött af rafmagni og dugar afl hennar auðveldlega til að sjá bílnum fyrir því rafmagni sem notað er, utan drifrásarinnar sjálfrar. Þó hjálpar hún til að fylla á rafhlöðururnar fyrir drifrásina ef ekki mikil önnur rafmagnsnotkun er í gangi. Sólarsellan getur bætt við 6 km drægni bílsins og sólarsellan hleður inn rafmagni hvort sem bíllinn er á ferð eða er kjurr. Panasonic er þessa dagana einnig að byggja risarafhlöðuverksmiðju með Tesla og samstarf fyrirtækjanna liggur einnig í þróun sólarsella fyrir Tesla bíla og hjálpar yfirtaka Tesla á SolarCity fyrirtækinu vafalaust til með þá þróun. Í nóvember viðraði Elon Musk þá hugmynd að útbúa nýja Model 3 bílinn með sólarsellu, en ekkert hefur verið fullyrt um hvort hann verði þannig búinn, enda gæti það hækkað verð bílsins umfram fyrri yfirlýsingar. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent
Panasonic hefur þróað sólarsellu sem nær yfir allt þak nýs Toyota Prius Plug-In-Hybrid bílsins og fer þar mun öflugri sólarsella en Panasonic hafði áður þróað fyrir bíla. Sellan er fær um að framleiða 180 wött af rafmagni og dugar afl hennar auðveldlega til að sjá bílnum fyrir því rafmagni sem notað er, utan drifrásarinnar sjálfrar. Þó hjálpar hún til að fylla á rafhlöðururnar fyrir drifrásina ef ekki mikil önnur rafmagnsnotkun er í gangi. Sólarsellan getur bætt við 6 km drægni bílsins og sólarsellan hleður inn rafmagni hvort sem bíllinn er á ferð eða er kjurr. Panasonic er þessa dagana einnig að byggja risarafhlöðuverksmiðju með Tesla og samstarf fyrirtækjanna liggur einnig í þróun sólarsella fyrir Tesla bíla og hjálpar yfirtaka Tesla á SolarCity fyrirtækinu vafalaust til með þá þróun. Í nóvember viðraði Elon Musk þá hugmynd að útbúa nýja Model 3 bílinn með sólarsellu, en ekkert hefur verið fullyrt um hvort hann verði þannig búinn, enda gæti það hækkað verð bílsins umfram fyrri yfirlýsingar.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent