BMW 5 Series kynntur hjá BL Finnur Thorlacius skrifar 17. mars 2017 11:15 BMW 5 Series. Fimm-línan frá BMW hefur frá upphafi verið ein vinsælasta og mest selda fjölskyldu- og viðskiptalúxusbifreið veraldar, allt frá því að BMW 528 kom fyrst fram árið 1972. Á morgun, laugardag milli kl. 12 og 16, kynnir BL sjöundu kynslóð 5 Series Sedan, sem aldrei hefur verið glæsilegri og jafn vel útbúin og nú. Bíllinn var fyrst kynntur á bílasýningum seint á síðasta ári og fóru fyrstu bílarnir á Evrópumarkað núna í febrúar. Undanfarna mánuði hafa þó bílablaðamenn um allan heim haft bíla til reynslu og er óhætt að segja að ánægja þeirra hafi aldrei verið meiri en nú eins og umsagnir þeirra í fjölmiðlum bera vott um. Hvort sem litið er til blaða, tímarita eða myndbanda á vefnum virðast blaðamenn sammála um að hinn nýi BMW 5 Series skjóti keppnautum sínum ref fyrir rass í samkeppni um hylli aðdáenda og kaupenda lúxusbíla. Þannig sagði t.d. Auto Motor und Sport eftir úttekt blaðamanna sinna á bílnum og skoðanakönnun meðal lesenda blaðsins að „svona liti sigurvegari út“. Blaðið kaus hann þann besta í sínum flokki í lok síðasta árs. Alls býður BL upp átta mismunandi útgáfur af BMW 5 Series eins og sjá má í verðlista á vefnum. Á kynningunni við Sævarhöfða á morgun verður sérvalin útgáfa af 520d Sedan tilbúin til reynsluaksturs fyrir áhugasama gesti, en bílinn setti BMW í Þýskalandi saman og sendi til landsins. Reynsluakstursbíllinn er búinn öllu því besta sem BMW býður upp á í þessum flokki. Í sýningarsalnum verður svo fjórhjóladrifna útgáfan 530d Xdrive til sýnis þar sem gestir geta mátað sig við farþegarýmið og ráðfært sig við söluráðgjafa. Bíllinn í salnum er með átta gíra Steptronic sjálfskiptingu við þriggja lítra 265 hestafla dísilvél sem eyðir aðeins um 5 lítrum að meðaltali á hverja 100 ekna km. Í þeirri útfærslu kostar hann 9.690 þúsundir króna hjá BL. Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent
Fimm-línan frá BMW hefur frá upphafi verið ein vinsælasta og mest selda fjölskyldu- og viðskiptalúxusbifreið veraldar, allt frá því að BMW 528 kom fyrst fram árið 1972. Á morgun, laugardag milli kl. 12 og 16, kynnir BL sjöundu kynslóð 5 Series Sedan, sem aldrei hefur verið glæsilegri og jafn vel útbúin og nú. Bíllinn var fyrst kynntur á bílasýningum seint á síðasta ári og fóru fyrstu bílarnir á Evrópumarkað núna í febrúar. Undanfarna mánuði hafa þó bílablaðamenn um allan heim haft bíla til reynslu og er óhætt að segja að ánægja þeirra hafi aldrei verið meiri en nú eins og umsagnir þeirra í fjölmiðlum bera vott um. Hvort sem litið er til blaða, tímarita eða myndbanda á vefnum virðast blaðamenn sammála um að hinn nýi BMW 5 Series skjóti keppnautum sínum ref fyrir rass í samkeppni um hylli aðdáenda og kaupenda lúxusbíla. Þannig sagði t.d. Auto Motor und Sport eftir úttekt blaðamanna sinna á bílnum og skoðanakönnun meðal lesenda blaðsins að „svona liti sigurvegari út“. Blaðið kaus hann þann besta í sínum flokki í lok síðasta árs. Alls býður BL upp átta mismunandi útgáfur af BMW 5 Series eins og sjá má í verðlista á vefnum. Á kynningunni við Sævarhöfða á morgun verður sérvalin útgáfa af 520d Sedan tilbúin til reynsluaksturs fyrir áhugasama gesti, en bílinn setti BMW í Þýskalandi saman og sendi til landsins. Reynsluakstursbíllinn er búinn öllu því besta sem BMW býður upp á í þessum flokki. Í sýningarsalnum verður svo fjórhjóladrifna útgáfan 530d Xdrive til sýnis þar sem gestir geta mátað sig við farþegarýmið og ráðfært sig við söluráðgjafa. Bíllinn í salnum er með átta gíra Steptronic sjálfskiptingu við þriggja lítra 265 hestafla dísilvél sem eyðir aðeins um 5 lítrum að meðaltali á hverja 100 ekna km. Í þeirri útfærslu kostar hann 9.690 þúsundir króna hjá BL.
Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent